Jökull


Jökull - 01.12.1971, Síða 34

Jökull - 01.12.1971, Síða 34
(Nr. 276. Snjóflóð d Vesturlandi. Heimild: Morgunblaðið 8. febriiar 1968, Tíminn 6. og 8. febrúar 1968 og Vísir 5. febrúar 1968.) í aftakaveðri, er gekk yfir Reykhólasveit o. v. sunnudaginn 4. febrúar, féll snjóflóð á húsið á bænum Grund i Reykhólasveit, bar stórgrýti á húsið og tók af fjárrétt. (Nr. 277.) Sama dag féll snjóflóð á tvö fjárhús á Drangs- nesi við Steingrímsfjörð og grandaði 60 kind- um. Eigendur þeirra voru Haukur Torfason og Höskuldur Björnsson. I fjárhúsi Hauks voru 40 kindur og fundust tvær með lífsmarki, en aðra varð að aflífa þá þegai. I fjárhúsi Höskuldar voru 20 kindur og fórust allar. (Nr. 278.) Snjóflóð féll á bæinn Ketilsstaði við Hvamms- fjörð innanverðan sunnudaginn 4. febrúar. Tók það geymsluskúr, sem var áfastur íbúðarhúsinu, og var í honum jeppi nýlegur, dráttarvél, hey- vinnslutæki, áburður, fóðurvörur og Ijósavél heimilisins. Öllu þessu sópaði flóðið með sér niður til sjávar. Fannst jeppinn í þremur hlut- um niðri í flæðarmáli. Ibúðarhúsið sakaði ekki, en að því sópuðust stórar snjódyngjur, svo heimilisfólkið varð að skríða út og inn um glugga. (Nr. 279.) Aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar féll svo önnur snjóskriða á Ketilsstöðum og laskaði hún heyhlöðu nokkuð. Snjóflóð þessi komu úr hárri hlíð upp af bænum. Ekki er vitað, að snjóflóð liafi orðið þarna áður. (Nr. 280.) Þennan sama sunnudag, 4. febrúar, féllu snjó- flóð á raflínuna milli Flateyrar og Breiðadals og rauf hana, og á Sólbakkaengjar í Önundar- firði hljóp einnig. (Nr. 281.) Ennfremur féll snjóflóð á veginn hjá Hvammi í Norðurárdal. (Nr. 282. Snjóflóðið í Kaldalóni. Heimildir: Morgunblaðið 16. maí og 7. september 1968 og Jökull 18. ár, bls. 404.) Ekki er ólíklegt, að um þetta leyti hafi orðið 32 JÖKULL 21. ÁR snjóflóð það, er tók af brúna á Mórillu í Kalda- lóni. (Sjá Jökul 18. ár, bls. 404.) Aðalsteinn Jóhannsson, Skjaldfönn, telur, að snjóflóð þetta hafi fallið þ. 4.-5. febrúar. Undirbúningur var þannig: Jörð var öll svell- uð upp á fjallabrúnir og hjarnskaflar í giljum og lægðum. Þann 4. febrúar gerði fárviðri um vestanvert landið af norðnorðaustri með snjóburði og hlóðust þá geysilegar snjóhengjur í fjallabrún- irnar norðan Kaldalónsins, svo sem upp af brúnni, en fjallshlíðin þar er bæði há, þver- brött og úrtakalaus. Loks brast svo snjóflóðið fram og rann niður flughála hlíðina með feiki- hraða og loftþrýstingi, skall skáhallt á brúna yfir Mórillu, en það var járnbitabrú, 58 m löng, á tveimur steyptum stöplum auk landstöpla. Brúin var fjögurra ára gömul. Loftþrýstingurinn svipti brúargólfinu af í heilu lagi og skall það niður á árísinn 45 m neðar, en járnbitana reif flóðið upp úr festing- unum, vatt þá og beyglaði og voru þeir þó 30—40 cm þykkir. Norðurjaðar hlaupsins mun hafa farið undir nyrzta haf brúarinnar, en suðurjaðarinn verið spölkorn sunnan brúar og tekið þar með sér um 22 metra af vegarendanum við brúna, en allir stöplarnir stóðu eftir. Breidd hlaupsins mun hafa verið um 60 m. Á ánni var þykkt svell (70 cm), er þetta varð. (Nr. 283. Snjóflóð i Óshlið og viðar. Heimild: Morgunblaðið 28. febrúar 1968.) Sagt er, að tíu snjóskriður hafi fallið í Ós- hlíð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur líklega mánudaginn þann 26. febrúar eða þann 27. Þetta mun hafa orðið í þíðviðri ofan á mik- inn snjó. (Nr. 284.) Þriðjudaginn þ. 27. febrúar féll snjóskriða á veginn í Tálknafirði. Um sama leyti urðu vega- skemmdir á þessum slóðum af úrkomu og leys- ingu. (Nr. 285.) Loks mun hafa fallið sama dag snjó- eða klakaskriða á veginn í Búlandshöfða á Snæ- fellsnesi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.