Jökull


Jökull - 01.12.1971, Page 36

Jökull - 01.12.1971, Page 36
Á kjallara félagsheimilisins í þorpinu urðu líka skemmdir, líklega af snjóflóðunum. Skurður, sem er ofan við þorpið og á að taka móti skriðum iir fjallinu, var fullur af klaka og veitti þvi ekkert viðnám. (Nr. 296.) Um svipað leyti og þetta skeði féll snjóskriða á býlið Múla í Kirkjubólsdal við Dýrafjörð. Kom hlaupið fram úr öllum giljum upp af bænum og flæddi fram dalinn, braut rúðu í fjósinu og stóðu tvær kýrnar á kafi í snjó, er að var komið. Tókst þó að bjarga þeim lifandi. (Nr. 297—298. Snjófló8 i Mýrdal. Heimild: Morgunblaðið 3. október 1969.) Aðfaranótt fimmtudagsins 2. október geisaði stórhríð og hvassviðri i Mýrdalnum. Urðu þar nokkur tjón af foki af húsum og á fé, sem fennti og hrakti í læki og skurði. Tvö snjóflóð féllu í Mýrdalnum í þessu veðri, en ekki urðu þau að neinu tjóni. (Nr. 299. Snjóflóð á Isafirði og Flateyri. Heim- ild: Morgunblaðið 11. marz 1969.) Aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember féllu að minnsta kosti þrjú snjóflóð við Seljalands- veg á Isafirði. Braut eitt þeirra niður mikinn hluta af trésmíðaverkstæði „Steiniðjunnar" við Grænagarð. Braut flóðið niður þak og einn vegg verkstæðisins og fyllti allt af snjó. Þarna voru ýmsar dýrmætar vélar, sem skennudust eða eyðilögðust. Hlaupið, sem talið var 500—800 m breitt, tók einnig tvö bílflök og steinsteypuvél, er stóðu við verkstæðið, og sópaði öllu burtu. (Nr. 300.) Annað flóð, sem varð á svipuðum slóðum, tók með sér einn sumarbústað. (Veðráttan segir nokkra sumarbústaði og háspennulínu.) (Nr. 301.) Um tíuleytið á mánudagsmorguninn 10. nóv. féll mikið snjóflóð úr Skollahvilft í Eyrarfjalli hjá bænum Sólbakka, rétt innan við Flateyri. Flóðið var um 300 m breitt og féll í sjó fram, þar sem það olli nokkurri flóðbylgju. Útjaðar skriðunnar lenti á hænsnahúsi með 250 hænsnum. Fór flóðið gegnum húsið, en tók það ekki með sér, en 100 hænsni fórust. Snjóflóðið fór yfir veginn, er liggur gegnurn 34 JÖKULL 21. ÁR þorpið, og teppti hann, og var jaðar þess í 100 m fjarlægð frá næstu íbúðarhúsunum. Snjóflóðið sleit háspennulínuna. (Nr. 302.) Síðar kom í ljós að annað snjóflóð hafði fallið á jarðýtu, er geymd var fram á Breiða- dal, brotið glugga hennar, fyllt hana af snjó og fært hana á kaf í fjögurra metra snjódyngju. Tók fjóra tíma að grafa hana upp. (Nr. 303.) Ein snjóskriðan enn, um 700 m breið, féll á svokallaðri Selabólsurð, sem er milli Breiðadals og Kaldár. Þetta flóð var um 3 m á dýpt á þjóðveginum. Háspennulínan liggur þarna um, en hana sakaði ekki, því að hún er með snjó- flóðabrjótum. (Heimild: S. Rist.) Mikil snjókoma hafði verið víða um land, en þó einkum á Vestfjörðum, þegar þetta varð. (Nr. 304. Snjóflóð í Óshlíð. Heimild: Morgun- blaðið 30. desember 1969.) Snjóflóð hafði fallið á veginn í Óshlíð laug- ardaginn 27. desember og fór vinnuflokkur til að ryðja veginn. Þegar því var lokið hélt flokk- urinn til Bolungarvíkur í kaffi. (Nr. 305.) Þegar þeir komu aftur á vettvang höfðu snjó- flóð fallið á veginn á fjórum stöðum og lokað honum á nýjan leik, en með því að engin um- ferð var um veginn, er þetta gerðist, urðu eng- in slys. 1970 (Nr. 306. Snjóflóð við Skutulsfjörð. Heimild: Veðráttan.) Einhvern tíma í febrúar féll snjóflóð á jeppa, sem var á leiðinm frá Isafirði til Arnardals. Grófst bíllinn í flóðinu, en tveir menn, sem í honum voru, gátu grafið sig út. (Nr. 307. Snjóflóð í Auðbjargarstaðabrekku. Heimild: Veðráttan) Miðvikudaginn þ. 24. febrúar féll snjóflóð í Auðbjargarstaðabrekku og tepptist vegurinn í bili.

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.