Jökull


Jökull - 01.12.1971, Síða 37

Jökull - 01.12.1971, Síða 37
(Nr. 308. Snjóflóð í Olafsfjarðarmúla. Heimild: Morgunblaðið 24. marz 1970.) Tveir menn voru hætt komnir í snjóflóði, sem féll á veginn í Ólafsfjarðarmúla kl. 18 (6) á mánudagskvöldið 23. marz. Þeir voru með jarðýtu i snjómokstri hjá Bríkárgili, skammt utan við Ólafsfjarðarkaupstað. Féll þá snjó- flóð úr gilinu, braut glugga ýtunnar, fyllti hana af snjó og færði í kaf. Gat ýtustjórinn, Gunnólfur Árnason, sig hvergi hrært og lá við köfnun. Gat þó krafsað snjóinn frá vitum sér. Þannig var ástatt, þegar hinn ýtumaðurinn, Valdimar Steingrímsson, er hafði vikið sér frá, kom að hálfri klukkustund síðar. (Nr. 309.) Tók hann þegar að grafa Gunnólf út úr snjó- dyngjunni, en þá kom annað snjóflóð, og tókst honurn með naumindum að forða sér undan því. Eftir svo sem stundarfjórðung hafði Valdi- mar tekizt að losa Gunnólf úr ýtunni, og ók honum því næst í skyndi til bæjarins, en hann var orðinn allþrekaður af kulda og vosbúð, auk þess hafði hann rispazt og skorizt lítið eitt á glerbrotum úr gluggum ýtunnar. Hann hresst- ist þó fljótt. Mannafli fór til og gróf ýtuna úr snjóflóð- inu. Var hún óskemmd að öðru en því, að gluggarnir höfðu brotnað. (Nr. 310. Snjóflóð í Gilsfirði. Heimild: Morg- unblaðið 1. apríl 1970.) Þegar verið var að moka veginn fyrir Gils- fjörð þ. 30. og 31. marz, sóttist verkið seint, því átta snjóflóð voru á leiðinni. Höfðu þau fallið þar um páskahelgina, en páskarnir voru 29. marz. (Nr. 311. Snjóflóð i Ólafsfjarðarmúla. Heimild: Morgunblaðið 19. apríl 1970.) Snjóflóð féllu á veginn í Ólafsfjarðarmúla föstudaginn 17. apríl eða ef til vill fyrr. Ráð- gert var að ryðja veginn síðari hluta laugar- dagsins 18. apríl, en þótti þó varla áhættandi vegna snjóflóðahættu. (Nr. 312. Snjóflóð í Dalsmynni Heimild: Veðr- áttan.) Snjóflóð féll á veginn í Dalsmynni, S.-Þing., fimmtudaginn 12. nóvember. 1971 (Nr. 313. Snjóflóð i Auðbjargarstaðabrekku. Heimild: Veðráttan.) Þriðjudaginn 19. janúar féll snjóflóð yfir veg- inn í Auðbjargarstaðabrekku. (Nr. 314. Snjóflóð á Siglufirði. Heimild: Morg- unblaðið 31. janúar 1971.) Tveir 12 ára drengir grófust undir snjó- hengju, er sprakk fram í Strákafjalli, skammt frá Hvanneyrarskál á Siglufirði föstudaginn 29. janúar. Þeir voru þarna á gönguferð ásamt tveimur öðrum yngri drengjum, sem urðu utan við hlaupið. Annar þeirra hljóp þegar til bæj- arins og sótti hjálp, en hinn varð eftir og tókst að grafa annan drenginn, Björn Ásgrímsson, upp úr dyngjunni, áður en hjálp barst, en hann hafði ekki grafizt djúpt. Hinn drengur- inn, Páll Sigþórsson, hafði lent miklu dýpra í flóðinu og náðist ekki fyrr en eftir tæpa klukku- stund. Var metri af snjó ofan á honum. Aldrei hafði hann þó misst meðvitund, en var orðinn kaldur og þrekaður, en náði sér þó furðu fljótt. (Nr. 315—316. Snjóflóð við ísafjörð. Heimild: Morgunblaðið 9. febrúar 1971.) I kringum mánudaginn 8. febrúar er tjáð, að snjór hafi runnið úr öllum hlíðum við Skutuls- fjörð og á leiðinni til Hnífsdals og Bolungar- víkur, svo allar leiðir frá ísafirði urðu ófærar. Talin voru 70 snjóflóð milli ísafjarðar og Bol- ungarvíkur, ca. 30 milli ísafjarðar og Súða- víkur. (Nr. 317. Snjóflóð á Siglufirði. Heimild: Morg- unblaðið 16. og 18. febrúar 1971.) Um kl. 7 á sunnudagskvöld 14. febrúar hljóp snjóflóð á húsið Hlíðarveg 1 C, og flæddi þar í gegnum miðhæð hússins. I húsinu bjó Kjartan Bjarnason, sparisjóðsstjóri, ásamt konu sinni, Helgu Gísladóttur, og voru þau stödd í setu- stofu hússins ásamt syni sínum uppkomnum, er snjóskriðan skall á suðurhlið hússins, braut stofuglugga, flæddi í gegnum það og út um glugga og gættir á austurhlið þess. Meginefni skriðunnar fyllti borðstofuna, en sprengdi svo hurðirnar inn í setustofuna, og vissi fólkið ekki fyrr en það sat á kafi í snjódyngjunni. Feðg- arnir gátu þó skjótt losað sig og grafið upp JÖKULL 21. ÁR 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.