Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 39
kl. 15.30. Hann hringdi úr skýlinu. Milli kl.
18 og 19 komum við 5, nær verkfæralausir,
höfðum aðeins skóflur og byrjuðum að leita í
útjaðri hlaupsins.
Aðalmannskapurinn kom svo kl. 20—21.30
og höfðu þeir með sér bambusstangir. Það
reyndist erfitt að nota þær, því að þær tróðu
snjóinn á undan sér. Um kl. 21 var komið
þarna 40—50 manns. Liðinu var skipt, annar
helmingurinn hóf leit neðst, en hinn efst. Fet-
uðu menn sig áfram hlið við hlið þvert yfir
hlaupið og ráku stengurnar niður með fárra
cm millibili. Um kl. 02.30 var komið með plast-
rör 16 mm og um 5—6 m löng. Reyndist mjög
auðvelt að leita með þeim. Það fannst greini-
lega, þegar komið var niður á harðfennið, dýp-
ið var 5 m. Fyrri maðurinn fannst kl. 8.15.
Hanrt var á 1—11/2 m dýpi. Hinn fannst i/2—s/
klukkustundar síðar, hann var á 4 m. Aðeins
nokkrir metrar voru á milli þeirra.
Lífgunartilraunir báru engan árangur."
Nú hefur Slysavarnadeildin á Þingeyri merkt
vetrargönguleiðina framhjá snjóflóðahættunum
með rauðum snjóstikum. Ef farið er frá Hrafns-
eyri er haldið eins og leið liggur inn í Skipa-
dal, en í stað þess að leggja út í kinnina til
norðurs, er gengið áfram inn og upp úr daln-
um vestur á brúnina. Það er brött leið en snjó-
létt, venjulegast auðir rindar. Haldið er svo
norðaustur fjallið að sæluhúsinu.
(Nr. 322. Snjóflóð í Hamragili. Heimild: Morg-
unblaðið 25. marz 1971.)
Þriðjudaginn 23. marz eða daginn eftir féll
snjóflóð í Hamragili, skammt frá skíðaskála
íþróttafélags Reykjavíkur, tók skíðalyftu, sem
þar var, flutti hana 60—70 metra og skemmdi
mikið. Kofi á steyptum grunni, er stóð þarna
skammt frá, brotnaði í spón. Bleytt hafði í
mikilli lausamjöll, sem lá á gömlu hjarni, og
vottaði viða fyrir skriði í snjónum.
(Nr. 323. Snjóflóð í Hnifsdal. Heimild: Morg-
unblaðið 25. marz 1971.)
Að morgni miðvikudagsins 24. marz, féll snjó-
flóð skammt frá Hnifsdal og lokaði leiðinni til
Isafjarðar um stundarsakir.
(Nr. 324. Stijóflóð i Ólafsvíkurenni. Heimild:
Veðráttan.)
Þann 4. apríl féll snjóskriða úr Olafsvíkur-
enni og teppti veginn þar.
(Nr. 325. Snjóflóð í Skipadal á Hrafnseyrar-
heiði. Heimild: Morgunblaðið og Tíminn 9.
nóv. 1971.)
Klukkan 14 sunnudaginn 7. nóv. féll snjóflóð
á 18 tonna veghefil, sem var að ryðja snjó á
Flrafnseyrarheiði á leið niður Skipadal. Snjó-
flóðið þreif hann með sér út af veginum. Það,
sem kom í veg fyrir að hann ylti, var að snjó-
flóðið kom aftan á hann og snéri honum beint
niður brekkuna. Hefillinn stöðvaðist um 40 m
neðan vegar á tönninni í miklum snjó, nær
óskemmdur. Hefilstjórinn, Sigurður Jónsson frá
Þingeyri, slapp ómeiddur.
Heimild: Bréf til S. Rist frá Ingólfi Guð-
mundssyni, Mjólkárvirkjun:
„. .. svo til fyrsti snjór vetrarins. Norðan
skafrenningur undanfarinn 1 i/2 sólarhring, frost
6°, að birta upp. Lausasnjóflóð, þurrt. Á sama
stað og snjóflóðið s.l. vetur. Snjódýpi um 50 cm,
þar sem það hófst ofan vegar. Mesta breidd
fast að 200 m. Þykkt 1,5—2,0 m. Lengd 300 m.
Hefillinn stöðvaðist nokkru ofan við þann stað,
þar sem mennirnir fundust s.l. vetur.“
(Nr. 326. Snjóflóð á Múlavegi. Heimild: Dagur,
Akureyri, 22. des. 1971.)
Klukkan 14 mánudaginn 20. des. féll snjó-
flóð á Múlaveg, þar sem heitir Bríkárgil. Slys
hlutust ekki af, en aðeins samgöngutöf.
JÖKULL 21. ÁR 37