Jökull


Jökull - 01.12.1971, Side 65

Jökull - 01.12.1971, Side 65
Mynd 1. Grímsvatnalægðin séð frá Stóra-Mósa. Fig. 1. The Grímsvötn Caldera seen from Stóri-Mósi. Photo: Hjálmar R. Bárdarson May 26, 1969. Brotnað hafði gírkassi í öðrum, en gert við hann. Þeir óku síðan viðstöðulaust í slóð hinna bílanna upp að Grímsfjallaskála. — Þegar menn höfðu matazt var gengið til náða í skálanum um kl. 05 (að morgni), og síðan sofið til kl. 12. Veður var sólarlaust, en geysimikil þoku- birta, skuggalaus. Ekki var viðlit að hreyfa sig neitt frá Grímsfjalli, því að útsýni var hreint ekki neitt. Var því beðið veðurs allan daginn, en borðað kl. 17. Upp úr því fór að rofa til og sjá til sólar, og kl. 19 var komið glaðasólskin og ágætt útsýni. Var þá ekki beðið boðanna, en ekið rakleitt niður í Grímsvötn. Allir fjórir snjóbílarnir urðu samferða niður undir Gríðar- horn. Var staldrað þar við um stund til að liuga að hverunum, sem bræða þar frá sér ís- inn og mynda þverhnípta íshamra fyrir ofan. Var það hrikaleg sjón að venju. Frá Gríðar- horni var á Gosa ekin bein stefna Gríðarhorn— Depill, yfir Grímsvatnalægðina, og mæld fjar- lægðin að snjógryfjustað og merktur staðurinn, en síðan ekið áfram að Depli. Hinir snjóbíl- arnir óku einnig að Depli, höfðu þar skamma viðdvöl, en héldu síðan til baka aftur upp á Grímsfjall. Ekið var á Gosa upp undir Stóra Mósa og þar mæld hæð Grímsvatnaíssins miðað við vörðuna á Stóra-Mósa. Því næst var ekið til baka að stað þeim á línunni Gríðarhorn— Depill, þar sem ákveðið var að grafa snjó- gryfju, um það bil miðja vegu milli þessara staða. Var strax liafizt handa um snjógröft, og síðan borun með handbor. Tekin voru sýni úr gryfju og borkjarna, kjarninn skoðaður og mæld- ur, íslög skrásett og sýnin sett í plastkrúsir til tvívetnis- og þrívetnismælinga. Dýpt gryfju V. 11 var um 4,30 m, en dýpt borkjarna úr botni gryfju 3,60 metrar. 27. mai, priðjudagur. Vinnan við snjógryfj- una tók alla aðfaranótt þriðjudagsins. Veður var dásamlega fagurt og við sólarupprás var sem nýtt líf færðist í vinnulúna áhöfn Gosa. Var komið aftur upp á Grímsfjall kl. 06. Hugur var mikill í mönnum að komast áfram strax suður á Öræfajökul í þessu fagra veðri, og þótt Gosa-menn liefðu ekki sofið um nóttina, var ákveðið að hafa samflot suðureftir. Var því ferðbúizt, og kl. 10 lagði snjóbílalestin af stað frá Grímsfjalli áleiðis til Öræfajökuls. í þessa ferð fóru snjóbílarnir Gusi (Guðmundur Jónas- son), Gosi og Naggur, en tveir bílar Flugbjörg- unarsveitarinnar urðu eftir á Grímsfjalli. Eftir að ekið hafði verið niður af Grímsfjalli, var stefna fyrst tekin á Þuríðartind í Öræfajökli. Ferðin suðaustur eftir jöklinum gekk greiðlega. Færð var fremur góð og afbragðs veður, sól- skin og hiti nálægt frostmarki. Yfirleitt brunaði Guðmundur Jónasson áfram fyrstur á Gusa, þá fylgdi Naggur, en síðastur fór Gosi, enda stýrði siglingafræðingurinn honum, og tók stefnuna JÖKULL 21. ÁR 63

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.