Jökull


Jökull - 01.12.1971, Side 79

Jökull - 01.12.1971, Side 79
Sólheimajökull Valur Jóhannesson tekur £ram, að aurborni jökulbunkinn, sem hann gat um í mælinga- skýrslum haustið 1970, skagi nú (haustið 1971) 32 metra fram úr Vesturtungunni. Ain er vest- an undir aurborna jökulbunkanum og er að brjóta úr honum. Um stundarsakir í sumar rann áin inn í gamla lónstæðið og var tekin til að brjóta niður ölduna, sem varðan næst jökli er á. Við Jökulhaus hefur jökullinn hækk- að á nýjan leik. Austurtungan liefur lækkað. S k e iðarárjök u 11 í brekkunni bak við bæ sinn, Hæðir 1 Skafta- felli, hefur Ragnar Stefánsson föst mið, svo hann á auðvelt með að átta sig á því, er Skeið- arárjökull hleypir upp kryppu eða þokar upp hæðarbunka, samanber umsögn Ragnars hér í Jökli sl. ár. í bréfi með mælingaskýrslunni nú í haust heldur Ragnar áfram að rekja breytingar, sem orðið hafa á miðunarlínunni yfir í Hvirfils- dalsskarði: „Jökullinn stóð í stað frá nóvem- berbyrjun 1970 til maíloka 1971. Hann lækk- aði lítið eitt í júní og júlí, en fór svo í ágúst að þokast heldur upp á við aftur. I september hækkaði hann ört og varð alls í ágúst og sept. 7 m hækkun á enda nriðunarlínu í Skaftafelli. Hækkunin frá ágústbyrjun 1970 til september- loka 1971 er því orðin 14 metrar. Sé þessi bunga mitt á milli Skaftafells og Hvirfilsdals- skarðs er raunveruleg hækkun jökulsins 7 metr- ar. Engin hækkun í okt. né nóv. 1971. Bungan þokast örlítið fram og e. t. v. í átt að Skafta- felli.“ „Ég vek athygli á því,“ segir Ragnar í bréfinu að lokurn, „að við mælilínuna Ei (sæluhús) liefur jökullinn gengið lítið eitt fram tvö síðastliðin ár, rnáske er aukins þrýstings farið að gæta frá hæðarbungunni, sem ég nefndi hér að framan.“ Jöklar hjá Svinafelli Guðlaugur í Svínafelli segir í bréfi með mæl- ingaskýrslunum, að Skaftafellsjökull og Svínar fellsjökull skríði nú frarn. Aðalbreytingin virð- ist vera rétt að hefjast, því að hún er alveg eins áberandi þar, sem enn er ekki um neina leng- ingu að ræða frá stöðunni sl. haust. Jaðar Virkisjökuls er ógreinilegur, þar örlar ekki á hreyfingu. Kviárjökull í bréfi frá 4. nóv. 1971 segir Flosi á Kví- skerjum: „ . . . háttalag Kvíárjökuls er nokkuð á annan veg en verið hefur alllengi. Tvö síð- ustu árin virtist jökullinn fara lækkandi og einkum sléttast. Er kom fram á síðastliðinn vetur hefur meginhluti hans liækkað eitthvað og jökullinn ýfzt mjög og sprungið á yfirborði, enda víða skriðið fram við jaðra síðastliðið vor, a. m. k. til liliðar, en mun nú sem stendur kvrr- stæður eða að hörfa. Hefur hann þó ekki skriðið eins fram og búast hefði mátt við eftir útliti hans. Mælingin sýnir hop. Amóta lireyfingar í Kvíárjökli hafa stundum komið fyrir á undanförnum áratugum, sjaldan mjög langvarandi. Óvenjulegt er, að innst við Staðarfjall sýnist jökullinn aftur á móti lægri en hann hefur verið áður, a. m. k. á slðari ár- um, og lítið eitt ofar lreldur jökullinn áfram að eyðast ofan af kletti, sem kom upp 1969. Kvísl úr Kvíá, sem breyttist við jökulinn í fyrrahaust, kemur nú aftur á sama stað úr jökl- inum og lengst af áður. Við merki nr. 133 og 143 eru lón.“ Suðursveitarjöklar í bréfi 11. nóv. 1971 segir Skarphéðinn á Vagnsstöðum m. a.: „Nú á liðnu sumri var oft logn og hlýtt, enda hafa jökultangarnir hopað. Háfjallamerkin í Birnudal og Eyvindstungna- kolli eru þó við sama. Þar eru þverhníptir klettar við jökul. Jökullinn er að þynnast, en styttist ekki fyrr en ísinn er bráðnaður í botn. Lón er alla leið milli Hafrafells og Geita- kinnar, ekki unnt að mæla þar nema af báti eða á ísi. Heinabergsvötn falla úr lóninu suð- vestur í Kolgrímu......“ Kverkjökull Hinn 23. júlí 1963 lilóðu þeir Sigurður Þór- arinsson og Sverrir Scheving mælingavörðu við Kverkjökul. Síðastliðið sumar kom Guttormur Sigbjarnarson á staðinn, endurreisti mælistöð- ina og setti niður jökulmerki. J. 196 er fjærst jökli, að næsta merki J.125 eru 662 m, þaðan voru 98 m að jökli. Samanburður á skýrslu Sig. Þór. og Gutt- orms gaf 56 m hop jökultungunnar 1963/71. Gunnsteinn Stefánsson, Egilsstöðum, er ráð- inn jöklamælingamaður. Sigurjón Rist. JÖKULL 21. ÁR 77

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.