Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1986, Qupperneq 89

Jökull - 01.12.1986, Qupperneq 89
verulega og þynnst að sama skapi. Úfur er nú laus við jökul suðvestan í móti og er þverhníptur niður í kverkina þar sem Mórilla kemur undan jökli. Jökul- stálið er mjög sprungið beggja vegna við hann. Ef jök- ullinn hopar og heidur áfram að þynnast svo sem ver- ið hefur undanfarið, má búast við að hjallarönd fari víða að koma upp úr jökli fyrir Kaldalónsbotni í 300—400 m hæð eða álíka hæð og Votubjörg að sunn- an og Fosshamar að norðan. Mjög lítill snjór frá síðasta vetri er nú, 5. september, eftir á neðanverðum jökulfláanum, sem gengur niður til Kaldalóns, enda var síðasti vetur óvenju snjóléttur og góðviðrasamur, stöku sinnum bylsvælingur en aldrei stórhríð. Hún kom ekki fyrr en annan í hvíta- sunnu (27. maí) og stóð stutt. Vorið þurrt, væta lítið annað en hvítasunnusnjórinn. Úrkoma í Æðey í júní mældist aðeins 1,2 mm. Mikill afturkippur kom í gróður og spretta á túnum var hæg þar til úrhelli gerði 11. júlí. Frá þeim tíma til nú varla vöknað í rót. Hey mikil og góð, háarspretta engin, tún skjöldótt af þurrkbruna. Um miðjan ágúst fór Skjaldfönnin, það er fágætt að hún fari. Krækiberjaspretta er óhemju mikil, en bláber og aðalbláber sjást varla. í minning- unni verður þetta sumar því eflaust krækjuberjasum- arið eða þurrkasumarið mikla. Reykjafjarðarjökull. Guðfinnur tekur fram: Síðast- Iiðið vor, 1985, var enginn snjór á láglendi og vel upp í mið fjöll. Eftir 20. maí skipti rækilega um til norð- austanáttar með frosti og snjókomu, afar slæmt hvíta- sunnuhret kom. Snjór var ekki allur af túninu fyrr en eftir mánaðamót. Sumarið var slæmt, einkum júlí, ágúst var ívið skárri. Veður og snjólag var gjörólíkt því sem var í fyrra (1984). Hér var ekki lendandi lang- tímum saman, sökum sífeldrar norðaustanáttar, sem fylgdi kuldi og suddi. Jökullinn hefur styttst og lækkað, er sléttur og sleiktur. Jaðarsbrúnin er örþunn. Jökullinn er greini- legur hopjökull sem fyrr. Leirufjarðarjökull. í bréfi með mælingarskýrslunni segir Sólberg: Veturinn 84/85 var sérstaklega góður, suðlægar og vestlægar áttir ríktu. Úrkoma var nokkur en snjó festi ekki fyrr en í 400 m hæð. Nokkur snjór var því efst í fjöllum og ofarlega á jöklinum, þegar vorið gekk í garð í apríl. Vorið var mjög gott og 20. maí var það trú mín að nú leysti alla skafla úr fjöllum í sumar með sama áframhaldi, en þá kom hvítasunnuhret með frosti og snjókomu sem stóð í 10 daga. Júní var góður, júlí kaldur með tveimur hretum svo að snjóaði á jökulinn og efst til fjalla. Ágúst kaldur og leiðindaveður allan mánuðinn. September mildur, október votur og hlýr, ekkert hefur fennt en til fjalla 22. okt. 1985. NORÐURLANDSJÖKLAR Gljúfurárjökull. Ingvi Eiríksson harmar að sá mis- skilningur hafi verið látinn komast inn á síður Jökuls 35 ár bls. 61—68 í grein eftir enskan mann, að telja Iíklegt að jökulhlaup hafi orðið í Gljúfurárjökli vetur- inn 1982/83. Ingvar segir ... „ gil hefur myndast um 15 m langt. Dýpst er gilið hjá jöklamerkinu um tveir metrar að dýpt og ámóta breitt, svo grynnist það til endanna. Ég tel að gilið hafi ekki myndast í jökul- hlaupi heldur í miklum leysingum, þá hefur komið mikið vatnsrennsli suðaustan með jöklinum úr fjalls- hlíðinni austan við jökulinn“. Tilvitnun lýkur. Þarna hefur ekkert jökulhlaup verið á ferðinni held- ur mikill vatnsgangur og aur úr hlíðum Litlafjalls eins og Ingvar bendir réttilega á. Ekki er ólíklegt að þetta hafi átt sér stað 22. eða aðfaranótt 23. janúar 1983, þá létu eyfirskar ár mikið að sér kveða. Viðburðaflóð féllu þá á nokkrum stöðum á Vesturlandi og Norður- landi. Ár báru víða miklar malardyngjur á engi og tún. Einmitt þá hinn 22. jan. féll viðburðaflóð, svo- nefnt krapahlaup á Patreksfirði og olli alvarlegu slysi. Krapahlaupin eru gjarnan á mörkum vatnsflóðs og snjóflóðs, eiginlega sambland þeirra. Ummerkin við Gljúfurárjökul koma í rauninni vel út, sem ummerki krapahlaups. Aðalatriðið er að hlaupið á ekkert skylt við jökulinn annað en að falla heim að honum. Hálsjökull. Þórir Haraldsson tekur fram á mælinga- skýrslunni: Sumarið 1985 var ekki neitt sérstakt leys- ingasumar. Hin háa hoptala verður því varla skýrð út frá því, heldur frekar með snjóléttum vetri 84/85 og einnig því að jökulsporðurinn var orðinn þunnur haustið 1984 (sá hluti jökulsporðsins var úr hjarnleif- um köldu áranna). Nú er jökuljaðar aftur orðinn skýr. Á köldu árunum um og eftir 1980 safnaðist mikill snjór á jökla norðan- og vestanlands, einkum var snjó- söfnun mikil á Hálsjökul veturinn 82/83. Jökuljaðar hvarf þá undir stórfelli sem teygði sig langt út fyrir jökulinn. Þórir lagði þá til að sagt væri jökuljaðar hef- ur „færst fram“ í staðinn fyrir að segja „skriðið fram“, samanber Jökul 34 ár bls. 177. Nú í hlýrri veðráttu, einkum 1984 hefur jökullinn rýrnað svo að skriðjök- ulsbrúnin er komin aftur í ljós, við hana er miðað. Sama fyrirbæri hefur t.d. átt sér stað á Snæfellsjökli. LANGJÖKULL Hagafellsjökull W. mikið framhlaup (surge) var í báðum Hagafellsjöklum, vestari og eystri, 1980 og 1981. Síðan hafa þeir legið sem næst kyrrir. Theódór Theódórsson hefur mælt vestari jökulinn á tveimur stöðum (W1 og W2). Hop ísbrúnarinnar í heild síðan 1982 er 18 metrar. 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.