Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1986, Qupperneq 82

Jökull - 01.12.1986, Qupperneq 82
Grunnafrennslið í ánum var því næst metið af lægstu tölum fyrir mánaðarrennsli úr skýrslum áranna 1972 — 1982. Yfirleitt kemur það fram af þremur til sex mánuðum í rennslisskýrslunum, á bilinu nóvem- ber til apríl, en beggja vegna eru vor- og haustflóð sem rennslistoppar. Grunnrennsli ársins (bQ) var metið af meðaltali lágrennslismánaðanna. Hluti þeirrar tölu er raunar ekki grunnvatn heldur jökulbráð og eitthvað af yfirborðsrennsli. Hvorugan þáttinn er enn unnt að áætla en bent á að væru þeir um 30% af bQ yrði óvissa í heildarjökulafrennslinu um 5—10%. Skýring- in er sú að jökulafrennslið er stór hluti rennslisins en grunnvatn og yfirborðsvatn fremur smáir þættir. Þessu næst var yfirborðsafrennsli (dQ) metið af rennslistoppum í mars, apríl, maí og hluta af júní (í sumum árum). Niðurstöðurnar eru vafalítið of lágar því hluti snjóbráðar neðan jökuls kemur ekki fram í flóðtoppunum heldur í venjulegu rennsli. Einnig ber t.d. Jökulsá fram nokkuð af rigningarvatni af jökul- vana landi því hún fellur að hluta um lítt gropinn berggrunn. Þá má nefna að einhver jökulleysing kem- ur fram i toppunum. Að síðustu voru tölur fyrir bQ og dQ dregnar frá ársrennslinu (aQ) og jökulafrennslið metið sem: R = aQ-bQ-dQ Helstu tölur eru í töflu 3. NIÐURST ÖÐUR Hér á eftir fara helstu reikniniðurstöður sem varða báða jöklana og umfjöllun um óvissu stærðanna: Tungnaárjökull. Eins og sjá má af töflu 2 hefur meðalrennsli Tungnaár á tímaskeiðunum eftir 1967 minnkað nokk- uð. Tungnaárjökull minnkar líka æ hægar á öllu tíma- bilinu; árleg neikvæð afkoma hans er metinn 319 Gl/ár í upphafi athugunartímans er er komin niður í eða niður fyrir 150 Gl/ár í kringum 1980. Með því að leggja saman rúmmálsrýrnunina og árlega meðalúrkomu á jöklinum fæst jökulafrennslið eins og gert var grein fyrir að framan; sjá næst aftasta dálk í töflu 2. Tölur fyrir þrjú fyrstu tímaskeiðin eru: 647 Gl/ár fyrir árin 1961 — 1967 eða rúm 24% af safnrennsli Tungnaár 552 Gl/ár fyrir árin 1967-1976 eða rúm 19% af safnrennsli Tungnaár 452 Gl/ár fyrir árin 1976—1979 eða rúm 17% af safnrennsli Tungnaár. Ekki er unnt að reikna rýrnunina eftir 1979 því niður- stöður langskurðarmælinga liggja ekki frammi eftir það. Ef hún er svipuð og næstu 3 ár á undan (um 400 Gl/ár) gæti jökulafrennslið verið um 16% af safn- rennslinu. Athyglisvert er að sjá að jökulrýrnunin ein veldur um 49% af jökulþætti Tungnaár 1961 — 1967 og um 12% af safnrennslinu. Árin 1976—1979 eru tilsvar- andi tölur um 29% af jökulþættinum og um 6% af safnrennslinu. Samtímis þessum breytingum á rýrnun og afrennsli Tungnaárjökuls var meðalársúrkoman á Kirkjubæjar- klaustri árin 1976—1982 um 7—10% neðan 21-árs meðaltals (1961 — 1982) og gráðudagar yfir 6°C eftir 1976 eru færri en ráða má af meðaltali sömu ára. Heildarrýrnun eða neikvæð afkoma Tungnaárjökuls á öllu tímabilinu er rúmlega 4,5 rúmkílómetrar íss eða rétt rúmlega 200 Gl/ár af vatni. Óvissa niðurstöðutalnanna er vandmetin. Hún verður til af mörgum þáttum: Rúmmálsreikningum úr langskurðunum, einkanlega ofan snælínu; flatarmál- inu en það er notað bæði við rúmmálsreikningana og úrkomureikninga; ákvörðun úrkomu með því að nýta tölur frá tveimur fjarlægum veðurstöðvum og áætlaða meðalúrkomu á jöklinum — svo nokkur mikilvæg atriði séu nefnd. Úrkomuraðir frá Fagurhólsmýri og Kirkjubæjarklaustri voru athugaðar með tilliti til þess hvort þær væru sjálfum sér samkvæmar. Reyndist svo vera frá 1961 til 1980 en þá kemur fram brot á sam- fellunni. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að reikna óvissu stærðanna. Til þess eru einstakir þættir of óljósir og ekki er ávallt unnt að meta raunveruleg óvissumörk. Á það er þó bent að t.d. 15% óvissa í jök- ulrýrnun og 20% óvissa á heildarúrkomu valda 12,5% hlutfallsóvissu á jökulafrennsli sem fundið er með samlagningu jökulrýrnunar og úrkomu fyrir fyrsta tímaskeiðið 1961 — 1967. Þótt gera megi ráð fyrir mun meiri óvissu niður- stöðutalna en greint er frá hér á undan má telja að megindrættir þróunarinnar séu nokkuð ljósir: Meðal- rennsli Tungnaár minnkar nokkuð, það hægir á jök- ulrýrnuninni og afrennsli Tungnaár verður œ minni hluti vatnsmagnsins í Tungnaá. Neikvœða afkoman hefur minnkað um u.þ.b. 50% á tímabilinu ogjökulaf- rennslið um u.þ.b. 30%. Það er væntanlega aukin úr- koma á stóru vatnasvæði Tungnaár sem hefur haldið við afrennsli frá Tungnaárjökli og valdið því að vatns- magnið í Tungnaá hefur ekki minnkað meir en raun ber vitni. Brúarjökull Niðurstöður reikninga fyrir Brúarjökul, með þeirri aðferð sem lýst var hér á undan sýna nokkuð hægari 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.