Jökull


Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 95

Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 95
Jöklarannsóknafélag íslands Skýrsla formanns, Sigurjóns Rist, um starfsemina 1985, flutt á aðalfundi 25. febr. 1986 I upphafi fundar minntist formaður þeirra Guð- ruundar Jónassonar öræfabílstjóra og Gunnsteins Stef- anssonar vatna- og jöklamælingamanns, sem létust á starfsárinu. Fundarmenn risu úr sætum. Síðan mælti formaður á þessa leið: Síðasti aðalfundur á undan þessum var hér á Hótel Hofi 26. febrúar 1985. Félagar eru nú 569 og hefur fjölgað á árinu 1985 um 12. RANNSÓKNIR Orœfajökull. Markverðasta verkefnið, sem unnið var að á sviði jöklarannsókna á árinu 1985, var tvímæla- Jaust þykktarmæling Öræfajökuls. Mesta dýpi í gígskál- mni er um 500 metrar. Verum þess minnug að síðan á landnámsöld hefur gosið tvívegis í Öræfajökli, 1362 og 1727, þá ruddust fram úr gígskálinni ofsastór hlaup. Vorleiðangur. Vorleiðangur félagsins á Vatnajökul var 8.—16. júní. Fararstjórar voru Gunnar Guðmunds- son formaður bílanefndar og Helgi Bjömsson formaður rannsóknanefndar. Auk þess að mæla þykkt Öræfajök- uls var þykkt jökulsins á farinni leið milli Grímsvatna og Öræfajökuls mæld með íssjánni. Grímsvötn. Arsúrkoma á Grímsvatnasléttunni mæld- Jst 3,9 metra snjólag. Það jafngildir 1935 mm úrkomu. Vatnsborð Grímsvatna mældist í hæðinni 1407 m y.s., b-e.a.s. hækkun á árinu, frá miðjum júní ’84 til jafn lengdar ’85 er því 22 m. Meðan Grímsvötn hlupu reglulega á árabilinu 1954—76 hlupu þau er 1425—1430 metra hæðinni var náð. Fyrir ofan 1400 m virtist hækkunin ganga hægar en meðan lágt var í þeim, eða hækkun á ári 12 til 15 metrar. Gerum t.d. ráð fyrir að þau hækki 15 metra á ári og hlaupi við 1425 m vatnsborðsstöðu, ætti hlaup þá ekki að dragast lengur en fram til september á þessu ari. Þetta skýrist nánar með vorleiðangri, verði þau þá ekki komin fyrir þann tíma. Við skulum hugleiða að þegar óregla Grímsvatna- hlaupa hófst 1982 hlupu Grímsvötn hálfu ári fyrr en reglan sagði til um, og í öðru lagi lækkaði þá minna í þeim, eftir stóð vatnsfylla 50 m hærri en vant var. Verður því að álykta að leið út hafi opnast 50 m ofar en vant var. Ætla má að smápissið um jólin 1983 hafi lekið út á sama stað eða svipuðum stað. Ef við gerum aftur á móti ráð fyrir aðeins 12 m hækkun á ári og að hlaupið fari ekki af stað fyrr en við 1430 m vatnsborðstöðu, dregst Grímsvatnahlaup allt fram til maí-mánaðar 1987. Lokaniðurstaðan er því sú, ef þau hlypu innan tímabilsins sept. ’86 til maí ’87 megi ætla að þau hafi tekið aftur upp sinn gamla hlaupastíl. Jöklabreytingar. Haustið 1985 voru jökultungur mældar á 43 stöðum. Hop er meira en framskrið. Raunar engin furða, því að um framhlaup (surge) er vart að ræða, þótt jöklar á stöku stað, einkum strand- jöklar sunnanlands hafi sótt fram. í jökli 36. ár kemur væntanlega grein um jöklabreytingar 1985. Hér skal á eitt atriði minnst, að vísu hef ég áður vikið að því í Fréttabréfi. Skeiðaráijökull skreið fram í sumar um 150 m. Það nægði honum til að kljúfa jaðarlón. Og þar með að mynda afrennslislausan poll, sem vatn úr jöklinum safnaðist í. Á tímabili í sumar (’85) leit út fyr- ir að sérstök kvísl tæki að falla út á sandinn. Hún hefði að vísu lent í Sæluhúsakvísl. Hringvegurinn var ekki rofinn í þetta sinn. Ég nefni þetta hér og nú til að (Jraga fram skýra mynd af óstöðugleikanum í okkar ísalandi. Bárðarbunga. Vorið 1985 vann leiðangur á vegum Landsvirkjunar og Raunvísindastofnunar að könnun á Bárðarbungu með íssjá. Breiðamerkurjökull og Skálafellsjökull. Á undan- förnum árum hafa Homfirðingar leitað inn til Vatna- jökuls af mikilli atorku og frábærum dugnaði með ferðamenn, einkum erlenda. Þeir hafa lagt leiðir sínar um Breiðamerkurjökul og Skálafellsjökul. Nú eru þeir reynslunni ríkari og geta gert marktækan samanburð. Ætla má að fróðlegt væri að fá leiðakönnunarniður- stöður Homfirðinga inn á síður tímaritsins JÖKULS. Baldjökull. Þar eð ég hef vikið mér aðeins út fyrir hinn innsta og þrengsta hring jöklamanna er rétt að drepa á eitt atriði enn, þótt það sé ekki unnið af Jökla- rannsóknafélaginu. Heldur af Orkustofnun í samvinnu 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.