Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 94
notaði mennina til að sýna sér hallann á jökulhvelinu,
en hann vissi sjálfur hvernig jöklinum hallar á hverj-
um stað. Þetta minnti helst á hvernig skipstjórnar-
maður bregður fyrir sig dýptarmæli.
Þrátt fyrir allan áhuga á jöklum og jöklarannsókn-
um þá knýtti enn rammari taug Guðmund og jökla-
fara saman, það var áin Tungnaá. Sumarið 1950
höfðu Guðmundur og Egill Kristbjörnsson fundið bíl-
fært vað á Tungnaá (Hófsvað). f beinu framhaldi af
því, og skömmu eftir að Jöklarannsóknafélag Islands
var tekið til starfa, þótti auðsætt, að héðan af suðvest-
urlandi væri greiðasta leið vélknúinna farartækja inn á
Vatnajökul úr Tungnaárbotnum. Ar voru þá óbrúaðar
á Skeiðarársandi, svo að Esjufjalalleið kom vart til
greina og leiðir af Síðu voru einnig dæmdar úr leik.
Sá meinbugur var á, að leiðin úr byggð til Tungna-
árbotna lá yfir Tungnaá, sem var viðsjáll farartálmi
bíla, jafnvel þótt kröftugir væru. Hér naut Jöklarann-
sóknafélagið atorku og þrautseigju Guðmundar, sem
með þrautþjálfuðu liði sínu kom Vatnajökulsleiðangr-
unum og öllu hafurtaski heilu og höldnu yfir Tungnaá
ár eftir ár eða þar til áin var brúuð við Sigöldu 1968.
Yfir Tungnaárferðum hvíldi í senn gifta og ævintýra-
ljómi. Flestir ef ekki allir fundu til unaðskenndar að
vera komnir inn fyrir Tungnaá. Þar var heimur út af
fyrir sig, hin raunverulegu reginöræfi landsins. Guð-
mundur vissi glögg skil á örnefnum og skar úr um vafa
og efasemdir varðandi nöfn og hæð fjalla í órafjarlægð.
Fátt lýsir betur gáska og jafnframt virðingu og vinar-
þeli okkar félaganna í Jöklarannsóknafélaginu í garð
Guðmundar en gælunafn hans sem skjótt varð til. Það
var ekkert annað en hreppstjórinn í Tungnaár- og
Grímsvatnahreppi.
Nú kveðjum við okkar dáða hreppstjóra, við kveðj-
um vin okkar Guðmund Jónasson með þökk og virð-
ingu, ljúfar minningar lifa. Hugheilar samúðarkveðjur
til vandamanna.
Sigurjón Rist
13. mars 1985 Dagur Akureyri
92