Jökull


Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 76

Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 76
Starfsemi Jarðfræðafélags íslands 1985-1986 í stjórn félagsins þetta starfsár sátu Hrefna Krist- mannsdóttir, formaður, Sigríður P. Friðriksdóttir, rit- ari, Þórólfur Hafstað, gjaldkeri, Guðrún Larsen og Leifur A. Símonarson, meðstjórnendur. A starfsárinu voru haldnir fjórir fræðslufundir auk aðalfundar og einn umræðufundur um útgáfumál fé- lagsins. Aðsókn hefði mátt vera betri á fundina en 20 — 30 manns sóttu þá venjulega. Fundartími var í flestum tilvikum kl. 17 og voru þeir allir haldnir í fundarsal Orkustofnunar, nema umræðufundurinn, sem haldinn var að kvöldlagi í Skólabæ. Félagið hélt ásamt Mannvirkjajarðfræðafélagi ís- lands og Verkfræðingafélagi fslands ráðstefnu um inn- lend jarðefni til iðnaðar. Var það hálfs dags ráðstefna, sem haldin var í kristalsal Hótels Loftleiða þann 29. nóvember 1985. Á ráðstefnunni voru gefin stutt yfirlit yfir helstu jarðefni, núverandi nýtingu og rannsóknir. Var flestum stofnunum og fyrirtækjum, sem tengjast nýtingu jarðefna boðið að senda fulltrúa á ráðstefn- una. Tókst hún mjög vel og mættu 80—90 manns. Félagið hélt einnig þ. 21. mars 1986 hálfs dags fund um Hengilinn — jarðfræði og jarðhita. Voru þar hald- in ellefu erindi um rannsóknir á Hengilssvæðinu auk klukkustundar langrar kynningar á rannsóknum á Nesjavallasvæðinu. Var fundurinn vel sóttur og tókst vel í alla staði. Mættu næstum eitt hundrað manns á fundinn. Ljóst er af undirtektum að þetta ráðstefnu- form er það sem menn kjósa helst á starfsemi félags- ins. Þar sem sum erindanna á fundinum voru ekki til- kynnt fyrr en daginn áður og mörg þeirra fjölluðu um efni sem er í miðri úrvinnslu var ekki unnt að birta úrdrætti. Að loknum fundinum var skálað fyrir tutt- ugu ára afmæli félagsins í boði Menntamálaráðuneyt- isins. Á umræðufundi um útgáfumál félagsins var leitað álits félagsmanna um útgáfu, annaðhvort áframhald- andi aðild að útgáfu Jökuls eða útgáfu nýs tímarits. Ljóst er af undirtektum að þótt ýmsir vildu hrinda í framkvæmd útgáfu nýs tímarits þá eru fáir sem vilja leggja fram vinnu til þess. Stjórnin hafði áður átt við- ræður við fulltrúa Jöklarannsóknafélags og gert bráða- birgðasamkomulag um útgáfu Jökuls, sem gildir í eitt ár og felst í því að einn ritstjóri sér um útgáfuna og hefur ritnefnd sér til aðstoðar. Fulltrúar Jarðfræðafé- lags eru Leó Kristjánsson, Kristján Sæmundsson og Karl Grönvold. Skipuð hefur verið nefnd með tveim fulltrúum frá hvoru félagi til að vinna að framtíðar- lausn á útgáfu Jökuls með því markmiði að breyta fjárhagsgrunni, áskriftarreglum og vinnslu tímaritsins. Ritstjóri Jökuls, Ólafur Flóvenz, er oddamaður í nefndinni. Fulltrúar Jarðfræðafélags eru Leó Kristj- ánsson og Jón Eiríksson. Stjórn Jarðfræðafélags hélt sex formlega stjórnar- fundi á starfsárinu. Fjallaði stjórnin um mörg málefni og tók þátt í samstarfi við félög eins og t.d. Áhuga- hóp um byggingu Náttúrufræðisafns. Umræða og samstarf hefur verið við IAVCEI Working Group on Explosive Volcanism um að gerður verði verðlauna- peningur til minningar um Sigurð Þórarinsson. Gefin voru út fimm fréttabréf á starfsárinu. Var fram haldið kynningu á vinnustöðum og verkefnum jarðvísindamanna og skýrslum um jarðfræðileg mál- efni, en einkum var félagsstarfið auglýst og tilkynning- ar um fundi og ráðstefnur bæði innanlands og utan. Félagið hefur fengið ýmis mál til umsagnar og haft milligöngu um úrlausn faglegra verkefna. Jarðfræðafélagið átti tuttugu ára afmæli þ. 16. mars í vor og hélt Menntamálaráðuneytið móttöku af því tilefni. Finnska jarðfræðifélagið á hins vegar hundrað ára afmæli í ár og á fundi norrænna jarðfræðinga í Helsinki færði Jarðfræðafélag íslands því Kortasögu íslands að gjöf. Félagið fór 24. maí 1986 í skoðunarferð á Reykja- nesskaga og naut mjög góðrar leiðsagnar Jóns Jóns- sonar jarðfræðings. Ferðin tókst mjög vel, en hefði mátt vera betur sótt (27 með börnum). Farið var veg- inn milli hálsa, sem ekki er mjög þekktur fyrir flesta og í Eldborgir, Hrólfsvík og til baka Grindavíkurveg. Hrefna Kristmannsdóttir 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.