Jökull


Jökull - 01.12.1986, Side 76

Jökull - 01.12.1986, Side 76
Starfsemi Jarðfræðafélags íslands 1985-1986 í stjórn félagsins þetta starfsár sátu Hrefna Krist- mannsdóttir, formaður, Sigríður P. Friðriksdóttir, rit- ari, Þórólfur Hafstað, gjaldkeri, Guðrún Larsen og Leifur A. Símonarson, meðstjórnendur. A starfsárinu voru haldnir fjórir fræðslufundir auk aðalfundar og einn umræðufundur um útgáfumál fé- lagsins. Aðsókn hefði mátt vera betri á fundina en 20 — 30 manns sóttu þá venjulega. Fundartími var í flestum tilvikum kl. 17 og voru þeir allir haldnir í fundarsal Orkustofnunar, nema umræðufundurinn, sem haldinn var að kvöldlagi í Skólabæ. Félagið hélt ásamt Mannvirkjajarðfræðafélagi ís- lands og Verkfræðingafélagi fslands ráðstefnu um inn- lend jarðefni til iðnaðar. Var það hálfs dags ráðstefna, sem haldin var í kristalsal Hótels Loftleiða þann 29. nóvember 1985. Á ráðstefnunni voru gefin stutt yfirlit yfir helstu jarðefni, núverandi nýtingu og rannsóknir. Var flestum stofnunum og fyrirtækjum, sem tengjast nýtingu jarðefna boðið að senda fulltrúa á ráðstefn- una. Tókst hún mjög vel og mættu 80—90 manns. Félagið hélt einnig þ. 21. mars 1986 hálfs dags fund um Hengilinn — jarðfræði og jarðhita. Voru þar hald- in ellefu erindi um rannsóknir á Hengilssvæðinu auk klukkustundar langrar kynningar á rannsóknum á Nesjavallasvæðinu. Var fundurinn vel sóttur og tókst vel í alla staði. Mættu næstum eitt hundrað manns á fundinn. Ljóst er af undirtektum að þetta ráðstefnu- form er það sem menn kjósa helst á starfsemi félags- ins. Þar sem sum erindanna á fundinum voru ekki til- kynnt fyrr en daginn áður og mörg þeirra fjölluðu um efni sem er í miðri úrvinnslu var ekki unnt að birta úrdrætti. Að loknum fundinum var skálað fyrir tutt- ugu ára afmæli félagsins í boði Menntamálaráðuneyt- isins. Á umræðufundi um útgáfumál félagsins var leitað álits félagsmanna um útgáfu, annaðhvort áframhald- andi aðild að útgáfu Jökuls eða útgáfu nýs tímarits. Ljóst er af undirtektum að þótt ýmsir vildu hrinda í framkvæmd útgáfu nýs tímarits þá eru fáir sem vilja leggja fram vinnu til þess. Stjórnin hafði áður átt við- ræður við fulltrúa Jöklarannsóknafélags og gert bráða- birgðasamkomulag um útgáfu Jökuls, sem gildir í eitt ár og felst í því að einn ritstjóri sér um útgáfuna og hefur ritnefnd sér til aðstoðar. Fulltrúar Jarðfræðafé- lags eru Leó Kristjánsson, Kristján Sæmundsson og Karl Grönvold. Skipuð hefur verið nefnd með tveim fulltrúum frá hvoru félagi til að vinna að framtíðar- lausn á útgáfu Jökuls með því markmiði að breyta fjárhagsgrunni, áskriftarreglum og vinnslu tímaritsins. Ritstjóri Jökuls, Ólafur Flóvenz, er oddamaður í nefndinni. Fulltrúar Jarðfræðafélags eru Leó Kristj- ánsson og Jón Eiríksson. Stjórn Jarðfræðafélags hélt sex formlega stjórnar- fundi á starfsárinu. Fjallaði stjórnin um mörg málefni og tók þátt í samstarfi við félög eins og t.d. Áhuga- hóp um byggingu Náttúrufræðisafns. Umræða og samstarf hefur verið við IAVCEI Working Group on Explosive Volcanism um að gerður verði verðlauna- peningur til minningar um Sigurð Þórarinsson. Gefin voru út fimm fréttabréf á starfsárinu. Var fram haldið kynningu á vinnustöðum og verkefnum jarðvísindamanna og skýrslum um jarðfræðileg mál- efni, en einkum var félagsstarfið auglýst og tilkynning- ar um fundi og ráðstefnur bæði innanlands og utan. Félagið hefur fengið ýmis mál til umsagnar og haft milligöngu um úrlausn faglegra verkefna. Jarðfræðafélagið átti tuttugu ára afmæli þ. 16. mars í vor og hélt Menntamálaráðuneytið móttöku af því tilefni. Finnska jarðfræðifélagið á hins vegar hundrað ára afmæli í ár og á fundi norrænna jarðfræðinga í Helsinki færði Jarðfræðafélag íslands því Kortasögu íslands að gjöf. Félagið fór 24. maí 1986 í skoðunarferð á Reykja- nesskaga og naut mjög góðrar leiðsagnar Jóns Jóns- sonar jarðfræðings. Ferðin tókst mjög vel, en hefði mátt vera betur sótt (27 með börnum). Farið var veg- inn milli hálsa, sem ekki er mjög þekktur fyrir flesta og í Eldborgir, Hrólfsvík og til baka Grindavíkurveg. Hrefna Kristmannsdóttir 74

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.