Jökull


Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 77

Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 77
Mat á búskap og afrennsli Tungnaárjökuls og Brúarjökuls í Vatnajökli ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Menntaskólinn við Sund ÁGRIP Reynt er að meta búskap og afrennsli Tungnaár- jökuls (um 120 kmf á tímabilinu 1961 — 1982 og einnig fyrir Brúarjökul (um 1300 km2) á árunum 1971 — 1982. Hvað Tungnaárjökul varðar er stuðst við fáeinar ákomu- og leysingatölur, tölur um ársúrkomu frá Kirkjubœjarklaustri og Fagurhólsmýri, rennslis- gögn Vatnamœlinga (Tungnaá) og langskurðarmœl- ingar. Gögn tengd Brúarjökli eru fyrst og fremst rennslisgögn (Kreppa og Jökulsá á Brú). Neikvœður búskapur Tungnaárjökuls er talinn vera á bilinu 319 Gl/ár til 133 Gl/ár og er mestur fyrst á tímabilinu en minnkar jafnt og þétt. Afrennsli jökuls- ins er um 647 Gl/ár árin 1961 — 1967 og er orðið um 450 Gl/ár árin 1976—1979 en þetta eru 24,3% og 17,3% af meðalársrennsli Tungnaár sömu árabilin. Arin 1968 til 1982 dregur úr ársrennsli Tungnaár. Talið er að Tungnaárjökull hafi rýrnað um 4,5 rúm- kílómetra á athugunartímabilinu (um 200 Gl/ár að meðaltali). Afrennsli Brúarjökuls er talið vera um 3945 Gl/ár árin 1971 — 1976 en um 3425 Gl/ár árin 1980—1982. Samtímis minnkar ársrennsli Kreppu og Jökulsár um 15—16%. Afrennsli jökulsins sýnist vera nokkuð stöð- ugt um % hlutar vatnsins í ánum. Talið er að Brúar- jökull hafi rýrnað um rúma 12 rúmkílómetra á athug- unartímabilinu (um 1050 Gl/ár að meðaltali). Vegna allmikillar óvissu í mœlitölum, reikniað- ferða, ágiskana og skorts á gögnum eru ofangreindar tölur nokkuð gróf nálgun án þess þó að unnt sé að reikna eða meta óvissuna með viðhlitandi nákvœmni. INNGANGUR Rannsóknir á Vatnajökli undanfarna áratugi hafa m.a. beinst að hopi eða framskriði jökulsporða (Jón Eyþórsson 1964, 1966, Sigurjón Rist 1984), að þykkt jökulsins (Jón Eyþórsson 1951, J.J. Holtzcherer 1954, Helgi Björnsson 1982 a,b), að afrennsli (Vatnamæl- ingar, Orkustofnun) og að ákomu/leysingu (skýrslur í JÖKLI). Athugunarstaðir ákomu og leysingar eru dreifðir vitt og breitt um jökulinn og víðast hvar vantar tölu- raðir fyrir mörg ár í senn. Nú sem stendur er mest vit- að um ákomu og leysingu á Tungnaárjökli, í Gríms- vötnum og á Eyjabakkajökli. Vitneskja um búskap flestra skriðjökla Vatnajökuls síðari áratugi eða vitn- eskja um búskap jökulhvelsins í heild er lítil. í greinargerð þessari er fjallað um gögn sem varða búskap tveggja svæða í Vatnajökli; Tungnaárjökul í vestri og Brúarjökul í norðaustri (mynd 1). Reynt er að meta afrennsli jöklanna og athugað hvort gögnin og matið geta gefið vísbendingu um jöklabúskapinn. Rýrnun Tungnaárjökuls er aðallega reiknuð með hliðsjón af langskurðarmælingum (Sigmundur Frey- steinsson 1968, 1984) og hún borin saman við rennsl- isgögn frá Vatnamælingum Orkustofnunar. Svipaðar langskurðarmælingar hafa ekki verið gerð- ar á Brúarjökli. Kort og flugmyndir voru því kannað- ar og reynt að meta jökulþátt vatnsfalla sem frá jökl- inum koma. Með því móti átti að fá vísbendingu um rýrnun Brúarjökuls og búskap. Helstu gögn eru frá Vatnamælingum Orkustofnunar sem rekið hefur vatnshæðar- og rennslismæla við Kreppu og Jökulsá á Brú (mynd 1). TUNGNAÁRJÖKULL OG TUNGNAÁ Vatnasvið Tungnaár undir Tungnaárjökli er 121 km2 að flatarmáli, meðalþykkt jökulsins er um 300 metrar og rúmmálið 36 km3 (Helgi Björnsson 1982 a,b). Jökullinn er í 690 til 1500 metra hæð yfir sjávar- máli en um 60% jökulflatarins er neðan jafnvægislínu sem er í u.þ.b. 1200 m hæð (Sigm. Freysteinsson 1984). Framhlaup verða í Tungnaárjökli (Sigurður Þórar- insson 1964, Sigm. Freysteinsson 1968). Talið er að jökulskrið sé lítið sem ekkert milli framhlaupa (Sigm. Freysteinsson 1984). Jökuljaðarinn hefur hopað yfir 2 km eftir síðasta framhlaup (Sigm. Freysteinsson 1968, 1984, Sigurjón Rist 1984). Það varð árið 1945. Sam- tímis hefur sporðurinn smám saman orðið brattari og jökullinn þykknað ofan jafnvægislínu (Sigm. Frey- steinsson 1984). Neðan hennar hefur leysing verið 3,9 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.