Jökull


Jökull - 01.12.1994, Side 3

Jökull - 01.12.1994, Side 3
JOKULL lceland journal of Earth Sciences 44. Ár 1994 No. 44 Jöklarannsóknafélag íslands • Jarðfræðafélag íslands Tungnaárjökull veltur fram Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Forsíðumynd þessa heftis var tekin úr 1800 m y.s. 8. febrúar 1995, en þá stóð framrás Tungnaárjökuls sem hæst. Hér sést jökuljaðarinn frá Tungnaárfjöllum langleiðina að Kerlingum. Yfir þær ber Hamarinn þverbrattan móti vestri og við himinn þar á bak við rís Bárðarbunga. Milli Kerlinga og Hamarsins er Sylgju- jökull en Köldukvíslarjökull skilur að Hamarinn og Bárðarbungu. Eilítið innar á jöklinum sér í katlana eftir Skaftárhlaup og lengst til hægri stendur Gríms- fjall upp úr ísbreiðunni. Nokkur hluti jökulsins er hér vafinn þoku sem slæðist um Kerlingar og þar austur af. I lágri vetrarsól koma allar helstu misjöfnur skýrt í ljós. Auk þess eru hér drættir landslagsins miklu ljós- ari en vanalegt getur talist vegna þess að ísinn er að færast í nýjar skorður. Jaðar jökulsins er hár, brotinn og brattur þar sem hann skríður fram. Lengst til hægri rennur hann saman við landið framan við af því að ekki er komin á hann hreyfing. Það á einnig við um Sylgjujökul handan Kerlinga. Þar rennur jökullinn mjúklega saman við landið undan jökuljaðrinum. Nú, rúmu ári eftir að myndin var tekin, er það ekki lengur svo, því gangur er kominn í Sylgjujökul einnig eftir hálfrar aldar hlé. Þeir drættir sem eru mest áberandi í jöklinum eru þrep eða hryggir sem liggja í mjúkum boga frá Tungnaárfjallgarði að Kerlingum. Þar undir er líklega móbergshryggur, tindóttur, því sumstaðar er skarð í hann þar sem jökullinn rennur fram miklu minna sprunginn. Annar mun minni hryggur og slitróttari liggur nær jaðri jökulsins samsíða þeim fyrrnefnda. Enn er þrep lítið eitt austar en ekki eins greinilegt, enda hverfur það í þokuna. Þar er jökullinn og orðinn miklu þykkari. Því er líkast sem þama elti hver aldan aðra og er sú í miðið sýnu mest. Svipar jöklinum til haföldu sem brotnar við land. Talsvert skilur á milli skriðhraða Tungnaárjökuls nú og Síðujökuls ári áður. Ekki varð vart við að jaðar þess fyrrnefnda færðist meira en 10 m á sólarhring, en Síðujökull náði tíföldum þeim hraða. Sporður Síðu- jökuls hljóp sína 1,2 km á 2 mánuðum en það tók Tungnaárjökul nær 10 mánuði að komast sömu vega- lengd. Vafalaust veldur hér miklu um, að margir fjallshryggir girða leið Tungnaárjökuls þvert meðan Síðujökull hefur nokkuð slétt land yfir að hlaupa. Tungnaárjökull hefur nú lagst um kyrrt eftir 1.175 m sprett þar sem hann er mældur inn af Nýjafelli. Væntanlega dormar hann í hálfa öld. Frá því að jökul- jaðarinn gekk síðast fram 1945-46 hopaði hann rúma 3 km svo hann er langt frá því að halda í horfinu á tímabilinu. Þetta þýðir að jökull innan ísasviðs Tungnaárjökuls er mun minni að rúmmáli en var við lýðveldisstofnunina. Við þetta framhlaup hefur flatar- mál jökulsins aukist um rúma 20 km2 eða hátt í tíundahluta af flatarmáli sínu. JÖKULL, No. 44 1

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.