Jökull


Jökull - 01.12.1994, Side 29

Jökull - 01.12.1994, Side 29
Agrip: Fyrstu staðsetningarmælingar á Hengilssvæðinu með GPS-kerfinu, og áhrif sjávarfalla á landhæð. Sumarið 1991 var sett upp net 23 mælipunkta til nákvæmra landmælinga á Hengilssvæðinu. Netið náði yfir 20 x 25 km, og að auki voru gerðar saman- burðarmælingar á fjórum stöðum í allt að 75 km fjar- lægð til austurs og vesturs. Hengilssvæðið þótti áhugavert til þessara mælinga sökum legu þess á flekamótum. Mælingarnar voru gerðar með mót- tökutækjum fyrir C/A mótun af Ashtech gerð. Hver mæling stóð að meðaltali yfir í 8 klst. Þegar fjarlægð milli stöðva var um eða innan við 35 km, og í 20 klst. Þegar fjarlægðin var 75 km. Unnið var úr mæling- unum með hugbúnaði frá Bemarháskóla. Besta heild- arlausn á mælingum gaf óvissu sem fyrir flesta mæli- punkta var minni en 1 cm í lóðrétta stefnu. Utreikn- ingar á lóðréttum landhreyfingum vegna álags af völdum sjávarfalla kringum Island (með óbirtu líkan- reikniforriti frá Wu Ling og Morgan) gáfu til kynna að dagsveiflur í hæðarmun staða gætu náð 6 mm. Dagsveiflur í láréttri staðsetningu af sömu ástæðu gátu náð 2 mm, hvorutveggja fyrir 75 km mælilínur. Hæðarmunur útreiknaðra staða breytast hinsvegar frá degi til dags um 50-60 mm, sem bendir til þess að aðrir þættir hafi haft mun meiri áhrif á mæliniður- stöður en sjávarföllin. Ekki er þekkt hverjir þessir þættir voru, en mögulega urðu merkjasendingar frá gervitunglum fyrir tímatöf í fareindahvolfinu eða veðrahvolfinu frábrugðinni þeirri sem hugbúnaðurinn gerir ráð fyrir. Einnig gætu brautir gervitunglanna hafa flökt til. Af þessum ástæðum gerist ekki þörf á því að leiðrétta staðsetningarniðurstöðurnar fyrir sjávarfallaáhrifum, en slíkar leiðréttingar getur þurft að gera síðar meir þegar mælingar verða nákvæmari og fjarlægðir milli mælipunkta lengri. JÖKULL, No. 44 27

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.