Jökull


Jökull - 01.12.1994, Page 57

Jökull - 01.12.1994, Page 57
upp við gos í sjó undan Reykjanesi. Til samanburðar voru valin sýni frá Surtsey, Lakagígum og Heimaey. I öllum tilvikum er um að ræða gjósku úr myndunum sem eru óharðnaðar og ekki ummyndaðar að neinu ráði, flestar frá sögulegum tíma. Öll sýnin eru basísk að samsetningu. Gjósku má skipta í tvo flokka, magmatíska og hýdrómagmatíska gjósku. Magmatísk gjóska myndast við útþenslu kvikugasa í gosrás eða kvikustrókum, en hýdrómagmatísk þegar kvika sundrast við gufu- sprengingar sem verða þegar hún kemst í snertingu við utanaðkomandi vatn (grunnvatn, sjó, jökulvatn). Basískri gjósku sem myndast við magmatíska gos- virkni má í aðalatriðum skipta í hawaiíska og strom- bólska gjósku. Samkvæmt flokkunarkerfi Walkers er sundrun kviku og útbreiðsla lausra gosefna í hawai- ískum gosum minni en í strombólskum, og eru klepr- ar einkennandi fyrir hawaiísk gos en gjall hins vegar fyrir strombólsk gos. I athugun okkar voru notuð strombólsk sýni frá Heimaey og Lakagígum. Hýdró- magmatísk gjóska er yfirleitt mjög fínkoma og er út- breiðsla hennar ávallt meiri en þeirrar magmatísku. Glerkorn, yfirleitt lítið blöðrótt, með skörpum útlín- um eru einkennandi fyrir þessa gjóskugerð. Fimmtán gjóskusýni af sandstærð voru greind í myndgreiningartæki dönsku jarðfræðistofnunarinnar í Kaupmannahöfn, og var tekið slembisýni með 160 kornum úr hverju sýni. Reiknað var út flatarmál, um- mál, mesta og minnsta lengd, hrjúfleiki, hringlögun og ílengd hvers korns. Á grundvelli þessara formþátta var hægt að greina á milli strombólskrar og hydró- magmatískrar gjósku. Eru útlínur strombólsku gjósk- unnar mun hrjúfari og kornin ílengri en hydrómag- matísku gjóskunnar. Einnig komu fram eindregnar vísbendingar um mun á gusthlaupsgjósku (base surge tephra) og loftborinnar gjósku (air fall tephra). Eru útlínur gusthlaupsgjóskunnar ávalari og ekki eins hrjúfar og útlínur loftbornu gjóskunnar. JOKULL, No. 44 55

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.