Jökull


Jökull - 01.12.1994, Síða 57

Jökull - 01.12.1994, Síða 57
upp við gos í sjó undan Reykjanesi. Til samanburðar voru valin sýni frá Surtsey, Lakagígum og Heimaey. I öllum tilvikum er um að ræða gjósku úr myndunum sem eru óharðnaðar og ekki ummyndaðar að neinu ráði, flestar frá sögulegum tíma. Öll sýnin eru basísk að samsetningu. Gjósku má skipta í tvo flokka, magmatíska og hýdrómagmatíska gjósku. Magmatísk gjóska myndast við útþenslu kvikugasa í gosrás eða kvikustrókum, en hýdrómagmatísk þegar kvika sundrast við gufu- sprengingar sem verða þegar hún kemst í snertingu við utanaðkomandi vatn (grunnvatn, sjó, jökulvatn). Basískri gjósku sem myndast við magmatíska gos- virkni má í aðalatriðum skipta í hawaiíska og strom- bólska gjósku. Samkvæmt flokkunarkerfi Walkers er sundrun kviku og útbreiðsla lausra gosefna í hawai- ískum gosum minni en í strombólskum, og eru klepr- ar einkennandi fyrir hawaiísk gos en gjall hins vegar fyrir strombólsk gos. I athugun okkar voru notuð strombólsk sýni frá Heimaey og Lakagígum. Hýdró- magmatísk gjóska er yfirleitt mjög fínkoma og er út- breiðsla hennar ávallt meiri en þeirrar magmatísku. Glerkorn, yfirleitt lítið blöðrótt, með skörpum útlín- um eru einkennandi fyrir þessa gjóskugerð. Fimmtán gjóskusýni af sandstærð voru greind í myndgreiningartæki dönsku jarðfræðistofnunarinnar í Kaupmannahöfn, og var tekið slembisýni með 160 kornum úr hverju sýni. Reiknað var út flatarmál, um- mál, mesta og minnsta lengd, hrjúfleiki, hringlögun og ílengd hvers korns. Á grundvelli þessara formþátta var hægt að greina á milli strombólskrar og hydró- magmatískrar gjósku. Eru útlínur strombólsku gjósk- unnar mun hrjúfari og kornin ílengri en hydrómag- matísku gjóskunnar. Einnig komu fram eindregnar vísbendingar um mun á gusthlaupsgjósku (base surge tephra) og loftborinnar gjósku (air fall tephra). Eru útlínur gusthlaupsgjóskunnar ávalari og ekki eins hrjúfar og útlínur loftbornu gjóskunnar. JOKULL, No. 44 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.