Jökull


Jökull - 01.12.1994, Page 59

Jökull - 01.12.1994, Page 59
Breiðamerkursandur. Sigurður Bjömsson Kvískerjum, Öræfasveit í Landnámabók stendur: „Þórður Illugi son Eyvind- ar eikikróks braut skip sitt á Breiðársandi; honum gaf Hrollaugur land milli Jökulsár ok Kvíár, ok bjó undir Felli við Breiðá.“ Þetta er fyrsta heimild um það svæði sem nú er nefnt Breiðamerkursandur og ber með sér að framan undir Breiðamerkurfjalli hefur verið gott undir bú. Raunar hafa menn talið að Fell, sem þama er nefnt hafi verið nafn bæjar Þórðar, en samkvæmt venjulegu máli er þama um nafn á fjalli að ræða, sem bærinn stóð við. Þar kemur ekki annað fjall til greina en það sem nú er nefnt Breiðamerkurfjall og spuming er hvort þama er um sémafn að ræða. Að minnsta kosti hefur höfundur textans talið vissara að geta þess að það var við Breiðá. En sé þetta sémafn, er sú viðbót til að greina þetta Fell frá Felli í Fellshverfi. Hér er gengið út frá því að bær Þórðar hafi verið bærinn Fjall, sem stóð við Bæjarsker í Breiðamerkur- fjalli og jökull huldi síðustu leifar af árið 1700 (Blanda I). En hugsanlega má skilja þetta svo að bærinn hafi verið framan við fjallið, en staðið við Breiðá. Þar var bær sem virðist hafa verið höfuðból á Söguöld og nefndur var Breiðá. Hann kemur nokkuð við sögu í Njálu og með þeim hætti að hvort sem um arfsögn eða skáldskap er að ræða hlýtur Breiðá að hafa verið mjög góð jörð. Engin ástæða er til að ætla að ekki hafi einnig verið svo um Fjall, en það hefur fyrr orðið fyrir skakkaföllum og eyðst af völdum vatna og jökla en Breiðá, sem endanlega fór í eyði 1698 (Blanda I). Eflaust hefur verið búið þar meðan það var mögulegt, og má ráða af vísu frá þeim tíma að kýmar hafi fallið vegna fóðurskorts. Jökullinn var kominn svo nærri bænum, sem stóð þó 1709 að hann var kominn yfir bænhústóftina (Blanda I, 1918). Eftir það hefur hann gengið hægt fram til 1793, því Sveinn Pálsson sá hluta af túninu og túngarð þegar hann fór þar um (Ferðabók Sveins Pálssonar, 1945). Heimild frá 1525 segirbæinn heita Breiðármörk, og svo nefnir ísleifur Einarsson sýslumaður hann 1709 (Blanda I, 1918). Ekki er vitað hvemig á þessari nafnbreytingu stóð, en geta má þess til að ekki hafi þótt hentugt að hafa sama nafn á bæn- um og ánni og hafi hann þá verið kenndur við skóg sem á jörðinni var. Seinna hefur nafnið afbakast og er nú jafnan sagt Breiðamerkursandur og Breiðamerkur- fjall en ekki Breiðármerkursandur eins og eflaust hefur verið sagt fram yfir 1700. Nú er land Breiðármerkur aðeins talið 900 faðmar tólfræðir (1008) frá vestri til austurs (Fjaran), en í Al- þingisbók er lengd fjömnnar árið 1587 talin 18. hundr- uð faðmar tólfræðir og svo er einnig gert í vitnisburði frá 1701 (Jón Eyþórsson, 1952). Hver ástæðan erfyrir þessari breytingu vita menn ekki, en eystri mörkin virðast hafa verið miðuð við grjótrönd í jöklinum um 1700, sem bera átti í kennileiti í Máfabyggðum (Jón Eyþórsson, 1952). Hafi mörkin verið miðuð við rönd í jöklinum hljóta þau að hafa færst vestur þegar jökull- inn gekk fram og er hugsanlegt að það sé ástæðan fyrir breytingunni. Sandar í Skaftafellssýslum eru með mjög fáum undantekningum kenndir við bæi eða byggðarlög, og vitað er að Skeiðarársandur hét áður Lómagnúpssandur, þ.e. var kenndur við Núpsstað. Breiðársandur hefur því verið kenndur við bæinn Breiðá. Hann hefur verið myndaður af Jökulsá, sem sennilega hefur runnið austanhallt á honum, og getur það skýrt að bærinn var kenndur við Breiðá en ekki Fell. Nú eru leifar af aurkeilu milli farvegar Ný- græðnakvísla og farvegs Stemmu, en alveg óvíst að Breiðársandur hafi verið svo víðáttumikill á Land- námsöld. Austasti hluti jarðarinnar Breiðár hefur því verið gróðurlítill en aðrir hlutar vel grónir. Engum getum skal að því leitt hvað langt var að jökli, þó orð Sigurðar Stefánssonar sýslumanns í sýslulýsingu frá 1746 (Kristian Kálund, 1914) um að Máfabyggðir tilheyri Öræfum bendi til sagna um að þau hafi áður fyrr verið nytjaland. En á því svæði sem þá var jökul- laust hefur verið vel gróið land, m.a. hafa þar verið mómýrar því fram eftir þessari öld bar Breiðá fram allmikið af ágætum mó. Hvemig það hefur verið fyrir JÖKULL, No. 44 57

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.