Jökull


Jökull - 01.12.1994, Page 66

Jökull - 01.12.1994, Page 66
í annan stað hefur Sigurjón Rist unnið það ein- stæða afrek að koma á fót að heita má einsamall á fyrstu tíu árunum sem hann starfaði hjá raforkumála- stjóra traustri undirstöðu að því víðfeðma vatnamæl- ingakerfi sem við höfum nú hér á landi og spannar allt landið. Síðar bætti hann drjúgum við þessa undirstöðu ásamt samstarfsmönnum sínum. Þetta gerði hann á tímum þegar samgöngur allar voru mun örðugri en nú, sérstaklega á hálendinu. Þetta er afrek sem seint verður leikið eftir. Starfi Sigurjóns fylgdu mikil ferðalög, þar á meðal um hálendið að vetrarlagi, sem ekki voru algeng á þeim tíma er hann hóf starf sitt. Ferðatækni var þá öll önnur og ófullkomnari en nú. Sigurjón undirbjó ferðir sínar vandlega og var í senn djarfur og varkár; eigin- leikar sem mörgum reynist erfitt að sameina. Það fóru heldur engar svaðilfarasögur af ferðum hans í blöðum og útvarpi og lítt þurftu björgunarsveitir að hafa af þeim afskipti. Jöklar móta í ríkum mæli rennslishætti helstu vatnsfalla á Islandi; ekki síst þeirra sem orkumest eru. Jöklarannsóknir urðu því snemma áhugamál Sigur- jóns og hann var mikilvirkur á því sviði í tengslum við vatnamælingamar. Hann starfaði einnig mikið í Jöklarannsóknafélagi Islands og var forseti þess um skeið. I öllum sínum störfum sýndi Sigurjón frábæran dugnað, ósérhlífni og samviskusemi. Hann átti sér vissulega góða samstarfsmenn sem hann ávallt bar mikla umhyggju fyrir. Hann gerði miklar kröfur til þeirra. En mestu kröfurnar gerði hann þó ávallt til sjálfs sín og hann bar jafnan sjálfur þyngstu byrðarnar. Kreppuárin á fjórða áratugnum vom mótunartími Sigurjóns. Kynslóð kreppuáranna var fátæk borið saman við okkur í dag, en af einu var hún samt auð- ugri: Hugsjónum. Hugsjónum framfaranna; hugsjón- um um betra ísland. í lok stríðsins, þegar íslendingar voru í fyrsta sinn bjargálna þjóð, var flest það ógert sem gert hefur verið á íslandi til þessa dags. Allsstað- ar var þörf á að taka til hendinni. Verkefnin blöstu allsstaðar við. Loftið var fullt af eftirvæntingu, spennu og óþoli á að komast úr sporunum; létta fargi aldalangrar stöðnunar af þjóðinni. Menn vildu alls- staðar skapa betra Island. Og ákafinn var oft mikill. Þetta breyttist nokkuð síðar eins og „68 kynslóð- in“ fræga er skýrasta dæmið um. Ýmsir urðu þreyttir og leiðir á framfömm og öllu því sem þeim fylgdi. Mér hefur oft fundist slíkum mönnum farast eins og glorsoltnum manni sem kemst í steik með frönsku rauðvíni; étur yfir sig, verður bumbult og veit um sinn ekki meiri viðbjóð en steikur og frönsk rauðvín. Ekki meiri andstyggð en nýjar virkjanir og verksmiðjur. En þessi framfaraþreyta er smám saman að hverfa; alveg eins og leiði og þreyta ofátsins líður frá. Menn þurfa að læra að umgangast góð lífskjör. Það lærist smám saman eins og annað. Hungraður maður á hugsjónir; stundum ofsafengnar sem brjóta af sér hömlur og fylgir þá ýmislegt með í þeim umbrotum. Maður sem étið hefur yfir sig á engar. En sá sem lært hefur að umgangast góð lífskjör eignast aftur hug- sjónir; ekki nákvæmlega samskonar og hinn soltni, heldur þroskaðri og yfirvegaðri. í meira jafnvægi. En þær knýja hann samt áfram. Mér sýnist ýmislegt benda til að við séum smám saman aftur að öðlast slikar yfirvegaðar hugsjónir um betra Island. Við erum að átta okkur á því að enda þótt Island nútímans sé komið óralangt frá Islandi kreppu- áranna, þá er samt svo margt ógert. Heimurinn stendur ekki í stað. Ef við ætlum að halda stöðu okkar í hópi þeirra þjóða sem búa við ein bestu lífskjör í heiminum, í öllum skilningi þess orðs, verðum við sannarlega að halda á spöðunum. Við munum þurfa að nýta allar okkar auðlindir, þar á meðal orkulindim- ar, landsins bömum til farsældar og blessunar. Ekki að hætti hins óþroskaða unglings sem kann sér ekki hóf en étur yfir sig, heldur að hætti hins sem lært hefur að umgangast góð lífskjör. Sigurjón öðlaðist í æsku í ríkum mæli hugsjónina um betra Island og hún vék aldrei frá honum. Hann var aldrei haldinn „framfaraþreytu“. Þessi hugsjón mótaði öll hans störf og mér er til efs að án hennar hefði hann unnið það brautryðjendastarf sem hann vann. Starf hans er lýsandi dæmi þess hverju einstak- lingur með hugsjón fær áorkað. Við íslendingar þurfum mjög á slíkum einstaklingum að halda. Við erum fámenn og það reynir því meira á hvern og einn en með þjóðum sem telja milljónir, milljónatugi eða milljónahundruð. Megi Island eignast sem flesta einstaklinga sem Sigurjón Rist. Orkustofnun þakkar Sigurjóni að leiðarlokum 64 JÖKULL, No. 44

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.