Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Side 8
Vikublað 28.–30. október 20148 Fréttir
Hjartveikur á
n Svikin loforð í borginni n Læknar segja hann þurfa húsnæði n Lífgaður við á Laugavegi
É
g kvíði vetrinum. Ég hef bara
ekki heilsu í að vera á götunni í
vetur, það er alveg á tæru,“ seg-
ir rúmlega fimmtugur, alvar-
lega hjartveikur og heimilis-
laus maður sem síðastliðin sex ár
hefur beðið eftir félagslegu húsnæði
hjá Reykjavíkurborg. Þessi fyrrver-
andi fjölskyldumaður sem glímir ekki
við neina óreglu, aðeins lífshættu-
legan hjartasjúkdóm, hefur mátt sofa
á bekkjum, í fangageymslu lögreglu,
gistiskýlum og hjá vinum og vanda-
mönnum meðan líf hans á biðlista
borgarinnar ílengist. Læknar eru sam-
mála um að afar slæmt sé fyrir hann
að vera húsnæðislausan þar sem
regla þurfi að vera á lífi hans sök-
um ástands hans. Hann segir þetta
ömurlegt líf sem hann sé orðinn
þreyttur á. Hann haldi þó alltaf í
vonina um að fá íbúð svo hann geti
lifað mannsæmandi lífi og boðið
börnunum sínum í heimsókn.
Lifir í voninni í vonlausri stöðu
Maðurinn, sem ekki vill koma
fram undir nafni en verður hér
eftir kallaður Valgeir, hefur ver-
ið hjartasjúklingur í nokkur ár
eftir að upp komst um alvarlega
hjartaskemmd sem haft hef-
ur margvísleg vandkvæði í för
með sér síðan. Fyrir veikindin
og erfiðleikana sem hann síð-
ar lenti í átti hann að sögn gott
fjölskyldulíf, börn og var í sam-
búð sem síðan flosnaði upp úr.
Hann átti ekki eigið húsnæði
fyrir veikindin en þegar ljóst varð
að hann myndi missa það húsnæði
sem hann var í, leitaði hann til fé-
lagsþjónustunnar í Reykjavík í des-
ember fyrir sex árum síðan. „Ég vissi
auðvitað að það væri bið og allt það
en það er eiginlega löngu komið að
mér og það segja þeir mér. Það virð-
ist samt einhverra hluta vegna alltaf
hægt að taka einhvern fram yfir mig.
Einhvern sem er í verri stöðu en ég.“
Reglulega spyrst hann fyrir um
stöðu sína á biðlistanum og seg-
ist hann ítrekað fá þau skilaboð frá
borginni að hann sé ofarlega á blaði.
Alltaf er þó gengið fram hjá honum.
Hann segir að á þessu tímabili hafi
hann aldrei fengið úthlutaða íbúð.
„Hvað á að ganga lengi fram hjá
mér? Mér finnst þetta of langt geng-
ið. Það er fundur hjá þeim á mið-
vikudag næstkomandi og það á víst
að tilnefna mig í einhverja íbúð. Það
hef ég heyrt margoft áður. Svo kemur
alltaf: „Æ, því miður...“ Þetta er búið
að vera svona lon og don og þetta
er eiginlega orðið hlægilegt. Alltaf
sama sagan, sama svarið og enda-
laust lifir maður í voninni.“
Sofið á bekk undir berum himni
Í gegnum árin hefur Valgeir mátt
horfa upp á fréttir af heimilislausu
fólki í erfiðri stöðu og minnist hann
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
götunni í 6 ár
Afar slæmt Hér má sjá afrit af læknisvottorði sem maðurinn fékk frá hjartalækni sínum.
Þar segir að hann sé með alvarlegan hjartasjúkdóm sem hann hafi þurft að fara í læknis-
aðgerðir út af og valdið legu á spítala. Hann þurfi að taka lyf daglega og afar slæmt sé fyrir
hann að vera húsnæðislaus. „Þetta
er alveg
ömurlegt líf
FOSSBERG
Dugguvogi 6• sími 5757 600
www.fossberg.is
• Hleðslukastari
• Höggheldur
• Vatns- og
rykheldur (IP67)
• 34.995 kr.