Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Page 13
Vikublað 28.–30. október 2014 Fréttir 13 Æfingasvæði sérsveitarinnar Í þessari skemmu hafa æfingar lögreglunnar síðastliðin misseri farið fram. Sérsveitin hefur notað skemmuna fyrir æfingar um nokkurt skeið. Takið eftir gámunum sem hafa verið festir saman en þar æfa sérsveitarmenn sig af húsþaki. Á svæðinu er einnig skotæfingasvæði sérsveitarinnar. mynd sigtryggur ari Landhelgisgæslan og byssugeymslan Hér má sjá öryggissvæði Landhelgisgæslunnar en samkvæmt upplýsingum frá henni er það hérna sem yfir 300 vélbyssur eru geymdar þar til ákveðið verður hvað eigi að gera við þær. DV hefur heimildir fyrir því að Ríkislögreglustjóri hafi ekki leyfi til að fá byssurnar í sína vörslu. mynd sigtryggur ari Afhending norskrA hríðskotAbyssA til lögreglu líklegA sAmningsbrot n Samkvæmt vopnakaupsamningi við Norðmenn var Landhelgisgæslunni ekki heimilt að framselja né afhenda vopnin til Ríkislögreglustjóra Hríðskota- byssur með hraði Sérkennilegir samningar við Norðmenn Í fréttatilkynningu frá Landhelgis- gæslunni kemur fram að ástæðan fyrir að fyrst var óskað eftir byssum árið 2011 var vegna landamæraeftirlits við Miðjarðarhaf. „[...]en þá stóð Landhelgis- gæslan frammi fyrir því að þurfa með stuttum fyrirvara að senda tvö varðskip á varasama staði í Miðjarðarhafinu og var í því skyni leitað til Norðmanna um lán á hentugum varnarvopnum. Þannig stóð á að norski flugherinn var á leið til Íslands vegna verkefna. Herinn leysti málið fyrir Landhelgisgæsluna á tveimur sólarhringum og sendi 50 MP5 hríð- skotabyssur sem þeir höfðu aflagt,“ segir í tilkynningu. Þar með varð byssulán að byssugjöf samkvæmt fréttatilkynn- ingu. Auk þess kemur fram að vopnin hafi verið geymd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem sjá má hér til hliðar. Samkvæmt Landhelgisgæslunni óskaði herinn ekki eftir neinni greiðslu og enginn reikningur var sendur. Engin skýring á mg3 Önnur sendingin var, samkvæmt farm- bréfi, send til landsins með C-130 her- flutningsflugvél. Ekki er gefin nein skýr ástæða fyrir þessari gjöf í fréttatilkynn- ingu en aðeins er sagt að tilefnið hafi verið fundur yfirmanns norska heraflans með fulltrúum utanríkisráðuneytisins hér á landi í júní 2013. „Færði norski herinn þá Landhelgisgæslunni alls 50 hjálma, 50 vesti og 10 hríðskotabyssur af gerðinni MP3,“ segir í tilkynningu en þess má geta að MP3 byssur eru ekki til og á upplýsingafulltrúi væntanlega við MG3 sjálfvirkar hríðskotabyssur. Fjallað er nánar um slíkar byssur hér til hliðar. Hafa þessar byssur ekki verið teknar í notkun samkvæmt fréttatilkynn- ingunni. Krotað farmbréf Fram kemur í tilkynningunni að enginn reikningur hafi verið sendur vegna MG3 hríðskotabyssugjafarinnar og er því einungis farmbréf sem getur skýrt betur þessa gjöf. Raunar er það mjög sér- kennilegt fyrirkomulag í ljósi farmsins. Í þeim afritum sem send voru til fjölmiðla á mánudag var aðeins farmbréf sem fylgdi vegna MG3 byssanna og er búið að krota yfir það með penna. Þar má nefna að upprunaleg þyngd farmsins virðist hafa fyrst verið 675 kíló og 4 pakkar. Það hefur hins vegar verið strokað yfir þessar tölur og stendur 500 kíló og 3 pakkar. Sömuleiðis hefur verið krotað yfir verð byssanna sem hefur fyrst verið samtals fyrir tíu byssur 30 þúsund norskar krónur, rúmlega hálf milljón króna. Niðurstaðan er að byssurnar eru ókeypis en borguð er ein norsk króna fyrir 50 skotheld vesti og önnur króna fyrir 50 kevlar-hjálma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.