Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Blaðsíða 18
18 Skrýtið Vikublað 28.–30. október 2014
H
rekkjavaka er haldin víða
um heim 31. október hvert
ár. Færst hefur í aukana að
halda upp á þennan sið hér
á landi. Drakúla, vampírur,
beinagrindur og uppvakningar. Ætli
þetta séu ekki dæmigerðir hrekkja-
vökubúningar í dag? Fólk verður oft
mjög drungalegt í þessum múnd-
eringum. Hrekkjavaka er auðvit-
að ekki ný hátíð. Saga hennar nær
aftur til upphafs kristinsdóms og á
sér hugsanlega rætur í keltneskum
trúarsiðum. Það er gaman að skoða
gamlar ljósmyndir af hrekkjavöku-
búningum fyrri tíma. Af einhverjum
ástæðum vekja þær meiri óhug en
búningar nútímans. Kannski vegna
þess að ljósmyndirnar eru svarthvít-
ar og búningarnir frumstæðari.
Vestur-Íslendingar fagna
Hrekkjavaka er hvergi vinsælli en í
Bandaríkjunum og Kanada. Vest-
ur-Íslendingar í Winnipeg í Kanada
virðast hafa stundað hátíðina frá
fyrstu tíð vestanhafs. Í Vestur-Ís-
lendinga-blaðinu Heimskringlu
birtist til dæmis þessi tilkynning
frá leikhúsinu Wonderland: „Um-
sjónarmenn leikhússins leyfa sér
að tilkynna sérstakt aðdráttarafl við
leikhúsið eftir nónið á Halloween-
daginn. Fyrst og fremst er tvö-
falt prógramm: „Sé ég þig í fanga-
klefanum“, skemtileikur; og hinn
spennandi leikur frá vestrinu: „Jim
The Conqueror“. [...] Einnig munu
dansarnir falla þér í geð. Svo einnig,
eins og lofað hefir verið, verða Hall-
oween grímur gefnar öllum pilt-
um og stúlkum. Ekki ódýrar fánýtar
grímur, heldur ágætis tískugrímur.“
Það væri gaman að fá að sjá þess-
ar „tískugrímur“ Vestur-Íslending-
anna. Kannski voru þær í líkingu við
grímurnar sem við sjáum á myndum
á síðunni.
„Epli, candy og hnetur“
Í nóvember árið 1938 birtist í sama
blaði umfjöllun um hrekkjavökuna í
Winnipeg það árið: „Hið árlega Hall-
oween grímuparty heppnaðist ágæt-
lega. Verðlaun fyrir beztu búninga
hlutu þessi: Jack Valgarðsson fyrstu
verðlaun, Jónína Bjarnason önnur
verðlaun og Alvin Indriðason þriðju
verðlaun. Florence Valgarðsson
hlaut verðlaun fyrir skrípabúning.
[...] Parish Hall var prýtt í ljósum, lit-
um og ýmsum myndum í samræmi
við Halloween. Epli, candy og hnet-
ur voru á boðstólum.“
Hryllileg fortíð
Því miður fylgja engar
ljósmyndir með þessum
frásögnum af hrekkja-
vökusamkomum Vestur-
Íslendinga. Við skulum
því skoða gamlar ljós-
myndir úr ýmsum átt-
um af óhugnanlegum
hrekkjavökubúningum
fortíðarinnar, sem vekja
sérstakan óhug óvart
vegna gamallar áferð-
ar á ljósmyndunum og
ákveðins fortíðaranda
sem erfitt er að lýsa með
orðum. n
Skelfilegir hrekkjavöku-
búningar fyrri tíma
n Gamlar grímur og búningar vekja óhug n Lýsingar frá hrekkjavöku Vestur-Íslendinga
Úff! Maður myndi ekki vilja mæta
þessu pari í dimmu húsasundi.
Helgi Hrafn Guðmundsson
helgihrafn@dv.is
Draugar fortíðar Gamlir
hrekkjavökubúningar vekja óvart
skelfilegan óhug fyrir okkur
nútímafólkið. Það hefur kannski
með gæði ljósmyndanna að gera.
1928. Hress kona í hrekkjavökubúningi.
Gríman er óhugguleg.
Jarðsvín Þetta par ákvað að nota þessar
stórkostlegu jarðsvínagrímur. Jarðsvín,
eða aardvark, er spendýr sem býr í Afríku,
næturdýr sem nærist á maurum.
Skemmtileg hug-
mynd Þetta eru frekar
skelfileg andlit.
Krúttlegt Skemmtileg
mynd frá 1909 sýnir hressa
hrekkjavökustelpu.
Hrekkjavaka á Íslandi The White
Falcon var tímarit bandaríska hersins á
Íslandi. Hér sjáum við ljósmynd frá 1962 sem
tekin var á hrekkjavöku hersins hér á landi.