Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Síða 22
22 Umræða Vikublað 28.–30. október 2014
Hvar er traustið? Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
Norðurlöndin gætu
sameinast um Palestínu
Á
kvörðun Alþingis að viður-
kenna Palestínu sem sjálf-
stætt ríki í lok árs 2011 gæti
nú átt þátt í að leiða til þess
að öll Norðurlöndin ákveði í
sameiningu að viðurkenna tilveru-
rétt ríkisins. Sænska ríkisstjórnin
hefur nú þegar sagt að landið muni
viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Eft-
ir standa því aðeins þrjú af Norður-
löndunum fimm – Danmörk, Nor-
egur og Finnland – sem eiga eftir að
gefa það út að þau viðurkenni sjálf-
stæði ríkisins.
Hópur Vinstri græningja í Norð-
urlandaráði, sem Vinstri grænir eru
hluti af, ætlar að beita sér fyrir auk-
inni samstöðu innan ráðsins um að
viðurkenna Palestínu sem ríki á ár-
legu þingi Norðurlandaráðs sem
fram fer í Stokkhólmi í vikunni. Í
fréttabréfi sem Norðurlandaráð
sendi frá sér á mánudaginn er haft
eftir formanni hóps Vinstri græn-
ingja, Høgna Hoydal: „Meira en
130 lönd hafa viðurkennt sjálfstæði
Palestínu, síðast Ísland og Taíland.
Svíþjóð hefur einnig ákveðið að
viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Öll
Norðurlöndin ættu nú að fylgja for-
dæmi Íslands og Svíþjóðar og styðja
við bakið á hugmyndinni á sjálf-
stæðri Palestínu sem getur þrifist
við hliðina á Ísrael – sem jafnir og
friðsamir grannar.“
Með ákvörðun sinni árið 2011
reið Alþingi Íslendinga á vaðið fyrst
landa í Vestur-Evrópu og viður-
kenndi sjálfstæði Palestínu. Í því
fólst að landamæri Palestínu væru
eins og þau voru fyrir sex daga stríð-
ið árið 1967. Fyrsta setningin í álykt-
uninni sem var samþykkt á Alþingi
árið 2011 hljómaði svo: „Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni að
viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt
og fullvalda ríki innan landamær-
anna frá því fyrir sex daga stríðið
árið 1967.“ Ekkert land í Vestur- eða
Norður-Evrópu fylgdi fordæmi Ís-
lands fyrr en Svíþjóð gerði það í síð-
asta mánuði.
Tillagan um viðurkenninguna
kom frá Össuri Skarphéðinssyni
sem útskýrði hana svona í grein
um haustið 2011. Össur benti á að
tregða landa Evrópu til að viður-
kenna Palestínu byggðist fyrst og
fremst á andstöðu Bandaríkja-
manna og Ísraelsstjórnar. „Sögu-
leg tillaga liggur nú fyrir Alþingi
um að Ísland viðurkenni fullveldi
og sjálfstæði Palestínu miðað við
landamærin eins og þau voru áður
en Ísraelar hertóku Vesturbakkann
árið 1967. Ísland yrði fyrsta vest-
ur-evrópska ríkið sem viðurkenn-
ir Palestínu. Evrópsk tregða til að
stíga það skref núna þegar Palest-
ínumenn óska þess stafar fyrst og
fremst af harðri andstöðu Banda-
ríkjanna og Ísrael. Það er athyglis-
vert að einu rökin sem í fyrri um-
ræðu málsins á Alþingi voru nefnd
gegn tillögunni var einmitt and-
staða Bandaríkjanna og evrópskt
hik. Fráleitt væri að láta það ráða
afstöðu Íslands. Við erum sjálfstætt
ríki og tökum eigin ákvarðanir út frá
eigin siðferðilegum gildum, stefnu í
utanríkismálum og viðhorfum okk-
ar til mannréttinda.“
Ísland er auðvitað ekki stórt land
eða öflugt í alþjóðasamfélaginu
og voru viðbrögð Ísraelsmanna
við ákvörðun Íslendinga ekki mik-
il í samanburði við viðbrögð þeirra
við ákvörðun Svía. Þannig skrifaði
utanríkisráðherra Ísraels, Avigdor
Lieberman, aðsenda grein í sænska
dagblaðið Dagens Nyheter fyrr í
október sem slegið var upp á for-
síðu blaðsins. Lieberman sagði að
ákvörðun Svíþjóðar stríddi á móti
allri lógík og gerði frekar illt verra í
deilunni á milli Ísraels og Palestínu.
„Ég varð fyrir miklum vonbrigð-
um þegar ég heyrði af fyrirætlun
Stefans Löfvens um að viðurkenna
palestínskt ríki. Slík einhliða aðgerð
mun ekki leiða til neinnar lausnar
í deilunni á milli Ísrael og Palest-
ínu. Þvert á móti mun aðgerðin gera
stöðuna verri.“
Þessar tvær einhliða aðgerð-
ir ríkisstjórnar Íslands árið 2011 og
ríkisstjórnar Svíþjóðar árið 2014
gætu hins vegar leitt til víðtækari
stuðnings innan Norðurlandanna
um að viðurkenna palestínskt ríki.
Þá verða ákvarðanir þjóðríkjanna
tveggja ekki lengur bara einhliða
heldur mun félagsskapur Norður-
landanna hafa komið sér saman um
slíka niðurstöðu. Í henni mun þá
einnig felast að hin Norðurlöndin
– Danmörk, Noregur og Finnland
– munu þurfa að viðurkenna sjálf-
stæði Palestínu eitt og sér.
Slík samnorræn viðurkenning
á Palestínu mun örugglega leiða af
sér enn frekari reiði Ísraelsmanna
og nógu pirraðir voru þeir þegar
ríkisstjórn Stefans Löfvens gaf fyr-
irheit sitt um viðurkenninguna. Í
grein sinni í Dagens Nyheter sagði
Avigdor Liebermann, og biðlaði
þar með til ríkisstjórnar Svíþjóðar
um að hætta við viðurkenninguna,
að vinaþjóðir létu ekki svona hver
við aðra. „Vinaþjóðir hegða sér ekki
með þeim hætti að grafið sé undan
þjóðaröryggi vina þeirra og telja sig
ekki vita betur hvernig þeir eiga að
bregðast við þeim áskorunum sem
þeir standa frammi fyrir. Viturleg-
ast væri fyrir sænsku ríkisstjórnina
að hugsa sig betur um og hætta við
slíka aðgerð gegn vini sínum, Ísrael.
Þar með myndi ríkisstjórnin leið-
rétta óheppileg mistök og aðstoða
við að finna lausn á deilunni á milli
Ísraels og Palestínu.“
Forvitnilegt verður því að sjá
hver viðbrögð ríkisstjórnar Ísraels
verða ef hinar þrjár Norðurlanda-
þjóðirnar fylgja fordæmi Íslands og
Svíþjóðar. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Kjallari
„Ég varð fyrir mikl
um vonbrigðum
þegar ég heyrði af fyrir
ætlun Stefans Löfvens
um að viðurkenna palest
ínskt ríki.
n Ísland og Svíþjóð hafa riðið á vaðið. Hvað með hin Norðurlöndin?
Tvö af fimm Tvö af Norðurlöndunum fimm – Ísland og Svíþjóð – hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Össur Skarphéðinsson lagði fram
tillöguna þegar hann var utanríkisráðherra 2011 og ný ríkisstjórn Stefan Löfvens ber ábyrgð á viðurkenningunni fyrir hönd Svía.
17
„Frábært! Þetta
smartland er
eitthvað það
hallærislegasta sem ég sé í
fjölmiðlum á íslandi í dag,“
segir Thorunn Sif Elínardótt-
ir í athugasemd við frétt þess
efnis að Nanna Árnadóttir
íþróttafræðingur sé hætt pistlaskrifum
á Smartlandinu á vefsíðunni mbl.is.
Nanna segist hætta af prinsippástæð-
um, Smartlandið ali á útlitsdýrkun og
gildum sem hún telur ekki vera rétt.
„Ekki nema von
að lögreglan
hríðskota
vopnavæðist. HEIL
MANDARÍNA. Blessaður sé
Geir Jón,“
segir Jón Ingvar Jónsson, í
athugasemd við frétt þar sem
fjallað er um ungan dreng sem
kastaði mandarínu í Alþingishúsið í mót-
mælunum í janúar 2013. Nafn drengsins
kemur fram í skýrslu lögreglunnar um
mótmælin 2008–2009.
„Athyglisvert.
Illugi þorir
ekki að mæta
Guðbjarti í útvarpsþætti og
heimtar að fá að vera einn
og SME samþykkir það.
Illugi er þar með farinn að
stjórna þætti SME. Ég hélt
að SME væri blaðamaður
(útvarpsmaður) en ekki
senditík Illuga. Er það rangt
hjá mér?“
spyr hagfræðingurinn og fyrr-
verandi alþingismaðurinn Þór
Saari. Tilefnið er frétt DV um
að Guðbjartur Hannesson, þingmaður
Samfylkingarinnar, hafi verið afboð-
aður úr þætti Sigurjóns M. Egilssonar,
Sprengisandi, á sunnudag. Þar átti hann
að mæta menntamálaráðherra, Illuga
Gunnarssyni. Sigurjón segist sjálfur hafa
gert mistök þegar hann bauð Guðbjarti
í þáttinn.
„Allir hafa rétt
til eigin skoðana
og rétt til að tjá
þær skoðanir, án þess er
ekkert lýðræði og ekkert
þingræði heldur, lögreglan
hefur safnað upplýsingum
um ákveðna hópa sem
ekki falla í kramið hjá
stjórnvöldum hverju
sinni, í eina tíð voru það
kommúnistar, í dag eru
það svokallaðir anarkistar
og aðgerðrsinnar, hvaðan
skyldu nú þessi heita
hafa komið inn í kerfið
og af hverjum, hvað má
kalla stjórnvald sem
safnar upplýsingum leynt
og ljóst um borgara og
lekur svo hluta af slíkum
upplýsingum í valda
fjölmiðla?“
segir Héðinn Ó. Skjaldarson.
Tilefnið er umfjöllun DV um
Evu Hauksdóttur og skýrslu
lögreglunnar um búsáhaldaskýrsluna
svokölluðu. Eva telur efni skýrslunnar
staðfesta að lögreglan safni upplýsing-
um um óbreytta borgara á grundvelli
stjórnmálaskoðana og fjölskyldu-
tengsla.
14
12
7