Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Síða 25
Neytendur 25Vikublað 28.–30. október 2014
Sekkur dýpra í mínus um hver mánaðamót
frekar til að eiga fyrir mat og nauðsynjum n Öryrkjar undir viðmiðum
hver örorkulífeyrinn frá Trygginga-
stofnun er.
„Í mínu tilfelli er ég með tvö
börn á framfæri og meðlagið er inni
í þessari tölu frá Tryggingastofn-
un. Stofnunin borgar svo barnalíf-
eyri sem er jafnhár meðlaginu með
þessum tveimur börnum. Allt þetta
samantalið er 208 þúsund krónur.
Stundum hef ég verið að fá meira, en
núna er þetta aðeins lægra af því að
þeir hafa metið rangt lífeyrissjóðs-
greiðslurnar mínar, þeim finnst þeir
hafa verið að borga mér of mikið og
ég þarf að endurgreiða. Ég held að
þetta sé mjög svipað hjá flestum ör-
yrkjum.“
Einhverjir gætu rekið augun í bíl-
inn sem Dagbjört hefur til umráða
og velt fyrir sér hvort það sé ekki lúx-
us sem öryrkjar þyrftu í einhverjum
tilfellum að sleppa. Staðreyndin er
sú að margir geta ekki verið bíllausir
og það er tilfellið hjá henni.
„Ég bý ekki í Reykjavík þar sem
allir mínir sérfræðingar eru staðsett-
ir. Ég er í Keflavík þannig að það seg-
ir sig sjálft að ég þarf að hafa aðgang
að bifreið. Ég var að rýna í neysluvið-
miðin og mér sýnist ekki muna miklu
á því sem ég er að áætla í rekstur á bíl
og því sem áætlað er í almennings-
samgöngur á mánuði þar.“
Getur ekkert leyft sér
Eins og gefur að skilja þá leyfir Dag-
björt sér engan munað og sem fyrr
segir þá kallar allt sem hún leyfir sér,
umfram nauðsynjar og reikninga,
á meiri skuldsetningu. Hún viður-
kennir að fjölskyldan hafi leyft sér
að fara í sumarfrí sem hún varð að
dreifa á greiðslukortið sitt.
En inn í tölurnar yfir útgjöld
Dagbjartar vantar matarkostnað og
nauðsynjar. Hvernig leysir hún það
þegar hún stendur í sex þúsunda
króna mínus þegar útgjöld hafa ver-
ið dregin frá tekjum?
„Ég hef þurft að leysa það með
VISA-kortinu sem þýðir auðvitað
bara meiri skuld.“
Aðspurð hvort hún hafi þurft að
reiða sig á matargjafir hjá hjálpar-
samtökum segir hún að það hafi
komið til þess. „En það er víst ekki
í boði að fara oftar en einu sinni í
mánuði til Fjölskylduhjálpar.“
Dagbjört sekkur því dýpra og
dýpra í mínus og skuld með hverj-
um mánuðinum sem líður. Á þriggja
mánaða fresti fær hún barnabætur
sem að hennar sögn fara beint í að
grynnka á skuldum.
Langþreytt og vonlítil
Þegar tölurnar eru skoðaðar þá má
auðveldlega sjá að þetta dæmi geng-
ur ekki upp og Dagbjört viðurkennir
að hún sé að gefast upp og í kringum
hana, í hennar nánustu fjölskyldu,
sé fólk að tapa trúnni á að stjórn-
völd á Íslandi muni gera nokkuð til
að þeir sem minna mega sín geti lif-
að mannsæmandi lífi.
„Ég fór ekki í framhaldsskóla og
byrjaði að vinna fyrir mér ung, strax
eftir grunnskóla. Ég hef þar af leið-
andi alltaf verið í láglaunastörfum og
það hefur alltaf verið erfitt hjá mér.
Ég hef alltaf þurft að passa hvern
eyri og mér finnst ég bara hafa ver-
ið dugleg að hafa náð að safna fyrir
þessari innborgun í íbúðina á sín-
um tíma. Maður er bara orðinn lang-
þreyttur á þessu eilífa basli. Maður
hugsar alltaf með sér: „Þetta hlýtur
að fara að verða léttara þegar fram í
sækir, það hlýtur eitthvað að vera að
fara að lagast.“ Síðan koma alls konar
óvæntir hlutir upp sem maður ræður
ekki við og skekkja enn meir það sem
maður hélt að yrði.“
Getur þú lifað á þessu ráðherra?
Í áðurnefndum pistli sem Dagbjört
skrifaði leggur hún til að ráðamenn
hér á landi reyni að lifa á launum
sem þessum, þó ekki væri nema í
þrjá mánuði. Þeir þyrftu ekki að vera
miklir stærðfræðisérfræðingar til að
átta sig á því að það væri ekki hægt.
„Mikið vildi ég gefa mikið fyrir að
fá að skipta á launum við eitthvert
ykkar bara til að prufa að eiga fyrir
mat út mánuðinn og geta leyft mér
einhverja tilbreytingu og jafnvel eiga
afgang. Hver er til í að skipta við mig í
þrjá mánuði? Tvo? Eða jafnvel einn?
Einhver??“
Aðspurð kveðst hún ekki hafa
látið verða af því að senda þing-
mönnum eða ráðherrum þessa
áskorun þó að hún hafi oft velt því
fyrir sér. Um pistilinn, þar sem hún
fjallar einnig um aðstæður sinna
nánustu, segir hún:
„Upphaflega voru þetta pælingar
hjá mér og mér þykir gott að skrifa
þær niður. Ég er bara að gefast upp,
ég sé ekki fram úr þessu og ég sé ekki
tilganginn í þessu eilífa basli, ekkert
bjart, ekkert skemmtilegt að hlakka
til. Og svona er þetta í kringum mig
og ég leyfi mér að efast um að svona
sé þetta bara í kringum mig.“ n
Þetta segir ríkið að við þurfum
Miðað við neysluviðmið þarf Dagbjört að vera með 335.000 á mánuði
Samkvæmt grunnviðmiði
í neysluviðmiðsreiknivél
velferðarráðuneytisins
þá eru heildarútgjöld
fullorðins einstaklings
með tvö börn á framfæri
í dreifbýli utan höfuð-
borgarsvæðisins, ÁN
húsnæðiskostnaðar,
210.093 krónur.
Séu svokölluð dæmi-
gerð viðmið skoðuð þá
hækkar þessi upphæð í
360.233 krónur.
Ef við tökum út
húsnæðiskostnaðinn
í dæmi Dagbjartar og
setjum inn grunnviðmið
fyrir neysluvörur í staðinn
líkt og reiknivélin gerir
ráð fyrir þá má áætla að
útgjöld hennar ættu að
vera 310.085 krónur á
mánuði á móti tekjum upp
á 278.912 krónur.
Innkoma Dagbjartar
dugar því ekki með neinu
móti. Sé miðað við grunn-
viðmiðið þar sem tekið
er tillit til mánaðarlega
útgjalda Dagbjartar vegna
íbúðaláns, fasteigna-
gjalda, rafmagns og hita
þá þyrfti hún að vera með
að minnsta kosti 335 þús-
und krónur á mánuði.
Naumt skammtað Dagbjört Þórunn fær rétt rúmlega 200 þúsund krónur frá Tryggingastofnun á mánuði. Hún lenti þar að auki í því að
þurfa að endurgreiða ofgreiddar bætur vegna lífeyrisgreiðslna. MyNd SiGtryGGur Ari
Seldu krökkum
sígarettur
Um miðjan september stóð
forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar
fyrir könnun á því hvort unglingar
gætu keypt sígarettur eða nef-
tóbak á sölustöðum í Hafnarfirði.
Ákveðið var að heimsækja fimmt-
án sölustaði og gátu unglingarnir
keypt á tveimur stöðum sígarettur
en á fjórum stöðum neftóbak.
Tveir unglingar úr 10. bekk
fóru á sölustaði undir eftirliti
starfsmanna Hafnarfjarðarbæj-
ar og reyndu að kaupa sígarettur
og svo nokkru seinna var reynt
að kaupa neftóbak. Á tveim-
ur sölustöðum af fimmtán gátu
unglingarnir keypt sígarettur
en á fjórum stöðum neftóbak.
Meirihluti sölustaða í Hafnarfirði
hefur gert sérstakt samkomulag
við forvarnarfulltrúa bæjarins,
en það samkomulag á að vera
þannig að leitað sé allra leiða til
að koma í veg fyrir sölu tóbaks til
barna. Í síðustu könnunum hafa
niðurstöður verið svipaðar og
nú en þó er aukning í neftóbaks-
sölu og samdráttur í sígarettu-
sölu. Bærinn hefur unnið að því
að setja skýrari reglur sem tryggja
að aldurstakmörk séu virt. Þá er
þetta kannað reglulega til að veita
sölustöðum aðhald.
Sölustöðunum er seldu
börnunum tóbak verður send
ábending frá forvarnarfulltrúan-
um. Búast má við því að þeir stað-
ir sem seldu börnum tóbak fái
áminningu frá Heilbrigðiseftirliti
eins og kveður á um í lögum um
tóbaksvarnir. Á einum sölustað
gátu unglingar keypt hvort tveggja
sígarettur og neftóbak.
Mikilvægt að
ormhreinsa
Nýverið greindist vöðvasullur í
sláturlambi hér á landi. Um er
að ræða lirfustig bandormsins
Taenia ovis, sem lifir í hundum
og refum. Að sögn Matvælastofn-
unar smitar þessi sullur ekki fólk
en getur valdið óþægindum fyrir
sauðfé og tjóni vegna skemmda
á kjöti. Þetta leiðir hugann að
öðrum og verri ormi sem tek-
ist hefur að útrýma hér á landi,
sullaveikibandorminum Echin-
ococcus granulosus, og jafnframt
bandorminum Echinococcus
multilocularis, sem aldrei hef-
ur greinst hér á landi. Mat-
vælastofnun hvetur fólk til að láta
bandormahreinsa hundana sína
reglulega og koma eins og kostur
er í veg fyrir að þeir komist í hrátt
kjöt og innyfli.
„Sullaveikibandormurinn er
útbreiddur um allan heim en sá
sem veldur sullaveikifári er frekar
að finna á norðlægum slóðum.
Hann hefur verið að breiðast út
um norðanverða Evrópu á síð-
ustu áratugum og finnst helst í
rauðref en þeir halda sig oft í ná-
lægð við mannabústaði. Rauðref-
ur fyrirfinnst ekki á Íslandi.“
Samkvæmt reglugerð um holl-
ustuhætti nr. 941/ 2002 er skylt að
ormahreinsa hunda árlega.
B
yggingavöruverslun-
in Bauhaus býður upp á
ódýrasta rafgeyminn fyr-
ir venjulegan, meðalstóran,
fimm manna fjölskyldubíl sam-
kvæmt niðurstöðu verðkönnun-
ar Félags íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB). Félagið birti niðurstöðurnar
á vef sínum á dögunum en kann-
að var verð á rafgeymum miðað við
algengustu afkastagetu sem miðast
við um og yfir 60 amperstundir.
Í umfjöllun um könnunina á
fib.is segir að nú þegar vetur sé að
ganga í garð þá geti margir bifreiða-
eigendur lent í því að koma að bif-
reiðum sínum straumlausum eft-
ir frostkalda nótt. Það er nefnilega
þannig að veikleikar rafgeymisins
koma best í ljós á haustin og þá þarf
að endurnýja hann.
Viðmið FÍB var rafgeymir fyr-
ir Ford Focus sem félagið seg-
ir hinn dæmigerða fjölskyldubíl.
Fram kemur að flestir geymarn-
ir í könnuninni voru einmitt 60
amperstundir en þrír heldur af-
kastameiri, eða 65 Ah.
Í ljós kemur að það getur mun-
að allt að 27 prósentum á verði. Í
Bauhaus kostar 62 Ah Exide-raf-
geymir 19.900 krónur en dýrastur
er 64 Ah Exide-rafgeymir í Ásco á
26.100 krónur.“ n
mikael@dv.is
Ódýrasti rafgeymirinn í Bauhaus
FÍB gerði verðkönnun fyrir meðalstóran fjölskyldubíl
Þetta kosta rafgeymar Í könnun FÍB var skoðað hvað rafgeymar fyrir meðalstóran fjölskyldubíl kosta. Sá ódýrasti er á 19.900 krónur
miðað við gefnar forsendur. MyNd FÍB