Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2014, Side 27
Lífsstíll 27Vikublað 28.–30. október 2014 Bókablogg stofnað í búsáhaldabyltingu B ókabloggið Druslubæk- ur og doðrantar var stofn- að af Þorgerði E. Sigurðar- dóttur útvarpskonu og Þórdísi Gísladóttur rithöf- undi á kaffihúsi eftir að þær höfðu verið að berja í potta á búsáhalda- byltingunni. Síðan þá hefur blogg- ið undið upp á sig, meðlimirnir orðnir fjórtán og verkefni hópsins ýmiss konar. DV settist niður með tveimur meðlimum hópsins, þeim Hildi Knútsdóttur rithöfundi og Kristínu Svövu Tómasdóttur ljóð- skáldi. Taka að sér verkefni „Núorðið er þetta orðið að vin- kvennahópi sem heldur kokteil- og matarboð,“ segir Hildur. „Við erum líka vinnusamtök því við tökum að okkur verkefni sem hópur en finn- um út seinna hver af okkur muni svo sjá um þau,“ bætir hún við. „Við erum til dæmis búnar að vera með jólabókanámskeið hjá Endur- menntun í tvö ár,“ segir Kristín Svava. „Okkur hefur verið boðið að halda það aftur nú um áramótin. Það er sem sagt alltaf haldið í jan- úar og námskeiðið er afskaplega skemmtilegt.“ Hildur segist ekki geta verið með að þessu sinni: „Ég mun ekki geta verið með þar sem ég er að eignast barn á jóladag. Ég planaði þessa óléttu ekki alveg nógu vel.“ Skrifa um þær bækur sem þeim sýnist Nafnið var fengið frá útvarpsþætti sem Þórdís og Þorgerður voru með þegar þær bjuggu bloggið til. „Yfir- skriftin er að við skrifum um þær bækur sem okkur sýnist, á þann hátt sem okkur sýnist þegar okk- ur sýnist,“ segir Hildur. „Við erum ekki búnar að vera eins virkar upp á síðkastið og við höfum stundum verið en það kemur alltaf eitthvað inn. Það mætti eiginlega segja að síðan væri frekar eins og lestrar- dagbók því við erum ekki bóka- klúbbur þar sem allir lesa sömu bókina,“ útskýrir hún. „Ég og Guð- rún Elsa Bragadóttir höfum verið með spjallblogg, þar sem við les- um sömu bókina og spjöllum síð- an um hana,“ segir Kristín. „Fyrir nokkru lásum við lesbísku skáld- söguna The Well of Loneliness og spjölluðum um hana. Á dagskrá er að vera með annað spjallblogg um aðra lesbíska skáldsögu, sem heitir Orlando. Sögurnar eru mjög ólíkar en gefnar út sama ár.“ Bókakvöld í Gerðubergi Nú í vetur hefur hópurinn tek- ið að sér að vera með bókakvöld í Gerðubergi þar sem farið verður yfir nokkrar bækur og svo sest að spjalli. „Borgin hafði samband við okkur um að halda bókakaffikvöld í Gerðubergi einu sinni í mánuði nú í haust,“ segir Kristín. „Hildur og Sigfríður Gunnlaugsdóttir bók- menntafræðingur voru með fyrsta kvöldið þar sem fjallað var um inn- flytjendabókmenntir með áherslu á höfunda sem hafa flutt til og frá Afríkulöndum. Ég og Hildur sáum um kvöld númer tvö, þar sem fjall- að var um sjálfsævisögur kvenna. Þriðja kvöldið verður haldið í lok nóvember þar sem fjallað verður um femínískar og hinsegin bók- menntir.“ Best að geta spjallað Á kvöldunum fara þær yfir bæk- ur sem þeim finnst skemmtilegar en reyna líka að fjalla um bækur sem margir hafa lesið. „Það er lang- skemmtilegast ef við getum spjallað við fólkið sem kemur en við laum- um líka inn hinum og þessum bók- um sem við höfum mikinn áhuga á,“ segir Hildur. „Við erum orðnar eins og hálfgerð umboðsskrifstofa fyrir Halldóru Kristínu Thorodd- sen sem skrifaði bókina 90 sýni úr minni mínu,“ bætir Kristín við og hlær. „Við erum allar alveg svaka- lega hrifnar af henni og teljum hana alltaf upp sem eina af uppáhalds- bókunum okkar. Við höfum fjallað um hana á námskeiði hjá Endur- menntun og fjölluðum um hana á síðasta bókakvöldi.“ Jólabókanámskeið eins og bókaklúbbur Jólabókanámskeiði Endur- menntunar er öðruvísi háttað en þá hafa allir lesið bækurnar sem fjallað er um á námskeiðunum og meira farið út í merkingar og stíl. „Við reynum að vera með fræði- lega vinkla til að opna umræðurn- ar aðeins og kannski beina þeim á ákveðna braut,“ segir Hildur. „Það koma tveir höfundar alltaf til að ræða bækurnar sínar sem er ótrú- lega gaman,“ segir Kristín. „Sjón kom einu sinni til að ræða Mána- stein sem var algjörlega frábært. Hann var mjög tilbúinn til að túlka bókina en það eru ekki allir höf- undar til í það. Mörgum finnst fólk eigi að mynda sína eigin skoðun. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði og síðasta bókakvöldinu í nóvem- ber,“ segir Kristín að lokum. n Jólabókanámskeið og bókakvöld haldið í Gerðubergi Kristín Svava Tómasdóttir og Hildur Knútsdóttir Flestar í hópnum eru menntaðar í hugvísindum. Kristín er sagnfræðingur og Hildur með BA-gráðu í ritlist með bókmenntafræði sem aukafag. Þrátt fyrir keimlíkar háskólagráður er rætt um allt frá ættfræði að pólitík þegar þær hittast. Mynd SiGTryGGur Ari Helga dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is „Við reynum að vera með fræði- lega vinkla til að opna umræðurnar aðeins og kannski beina þeim á ákveðna braut. Hvernig þvo á gallabuxur Reyndu að halda út í óhreinum buxum eins lengi og þú getur F lestar flíkur koma með ein- földum þvottaleiðbein- ingum á miða. Þegar kem- ur að gallabuxum er málið hins vegar aðeins flóknara, enda gallabuxnaframleiðendur margir hverjir þeirrar skoðunar að ekki eigi að þvo þær yfir höfuð. Bara aldrei. Þá er helst átt við buxur úr ómeðhöndluðu gallaefni. Hörð- ustu gallabuxnaaðdáendurnir fara kannski eftir því, en flestir vilja ef- laust þvo buxurnar sínar einhvern tímann. Þá er gott að miða við að þvo gallabuxurnar ekki fyrr en eft- ir að þær hafa verið notaðar í sex mánuði. Því lengur sem þú held- ur út án þess að þvo buxurnar, því lengur haldast þær eins og nýjar og efnið heldur styrk og endist lengur. En hvað á þá að gera ef það koma í þær blettir eða vond lykt? Eins og stundum vill gerast með föt sem notuð eru í langan tíma. Ef buxurnar eru orðnar blettóttar er best að nudda blettina úr með með rökum klút. Strjúka honum varlega yfir, en alls ekki nudda of fast. Ef þær eru hins vegar farnar að lykta illa og þú getur eiginlega ekki hugs- að þér að fara í þær aftur óþvegn- ar, prófaðu þá að hengja þær út á snúru á vindasömum og sólrík- um degi. Best er að snúa þeim á rönguna og hrista þær vel áður en þær eru hengdar upp. Ef þér finnst ennþá eins og buxurnar séu mosa- vaxnar af óhreinindum, þá er kom- inn tími til að þvo þær. n solrun@dv.is Ekki þvo Margir framleiðendur mæla með því að gallabuxur séu aldrei þvegnar. Guðdómleg Rice Krispies- kaka Þessi kaka er alveg ótrúlega ein- föld og hana þarf ekki að baka. Hún er tilvalin í barnaafmælið eða saumaklúbbinn, enda þyk- ir öllum hún góð, ungum sem öldnum. Það sem til þarf er: Botninn n 100 gr suðusúkkulaði n 100 gr Pipp-karamellusúkkulaði (það er hægt að nota annað kara- mellufyllt súkkulaði, líkt og Rolo eða Galaxy) n 100 gr smjör n 4 msk. síróp n 4 bollar Rice Krispies Oreo-rjómi n 1 peli rjómi n 12 Oreo-kexkökur Aðferð Smjör, súkkulaði og síróp sett saman í pott og látið bráðna og blandast saman við vægan hita. Athugið að hræra vel í blöndunni svo hún brenni ekki við. Rice Krispies er sett í stóra skál og þegar súkkulaðblandan er til- búin er henni hellt varlega yfir og þessu svo blandað vel saman. Þegar því er lokið er gums- ið sett í bökunarform eða mót og kælt inni í ísskáp í nokkrar klukkustundir – jafnvel yfir nótt. Þeyta skal rjómann rétt áður en kakan er borin fram og bæta út í hann smátt söxuðu Oreo-kexi. Blanda þessu vel saman og skella ofan á kökuna. Njótið vel. Hunang ekkert betra en sykur Það er oft talað um að hunang sé mun hollara en sykur, og sé í raun frekar hollt, svona heilt yfir. En getur verið að það sé byggt á misskilningi? Hunang er til að mynda um 55 prósent frúktósi og líkaminn bregst því við hunangi á mjög svipaðan hátt og hann gerir þegar hann fær venjulegan sykur. Blóðsykurinn hækkar til dæmis og líkaminn fer að fram- leiða insúlín. Það getur leitt til þyngdaraukningar og hjarta- og lifrarsjúkdóma. Þá hafa rann- sóknir sýnt að frúktósi dregur úr upptöku steinefna í líkamanum. Þá er hunangið einnig bæði slæmt fyrir tennur og húð, líkt og sykurinn. Það veldur ekkert síður tannskemmdum og húðvanda- málum eins og venjulegur sykur getur gert. Hungang hefur verið markaðs- sett mikið sem heilsuvara og þess vegna telur fólk í lagi að borða mjög mikið af því. Mun meira en það myndi nokkurn tíma gera af sykri. Þar liggur vandinn að miklu leyti, í því að nota of mikið. Þegar þú færð þér margar skeið- ar af hunangi út á hafragrautinn á morgnana þá gætirðu allt eins hrúgað sykri á diskinn í staðinn. Best er því að gæta hófs í hun- angsáti, líkt og flestu öðru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.