Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 4.–6. nóvember 2014 Fréttir 13 Varkárni og skyn- semi ofar arðsemi n Æðstu ráðamenn OECD, Þýskalands og Finnlands sendu skýr skilaboð á Artic Circle V ið erum bókstaflega á hálum ís,“ sagði José Ángel Gurría, aðalrit- ari Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu- sambandsins (OECD), um málefni loftslagsbreytinga og norðurslóða. Gurría var einn þeirra sem hélt ræðu á Arctic Circle í Hörpu á föstu- dag. Ræðu Gurría var sjónvarpað sem og ræðu Angelu Merkel Þýska- landskanslara en bæði lögðu þau mikla áherslu á að varlega væri far- ið þegar kæmi að málefnum norður- slóða. Það gerðu einnig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra og Sauli Niinistö, forseti Finn- lands, sem sagði málefni norður- slóða snúast um jafnvægið milli tækifæra og þeirrar gríðarlega miklu áhættu sem fælist í nýtingu þeirra. Allir sem tóku til máls þökkuðu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands, og aðstandendum Arctic Circle fyrir að skapa vettvang, þann stærsta sinnar tegundar, til að ræða málefni norðurslóða. Engin önnur leið en grænn vöxtur „Við þurfum hagvöxt. En hann þarf að vera grænn. Það er engin önnur leið,“ sagði aðalritari OECD einnig í ræðu sinni. Gurría talaði um að hagkerfi heimsins væru farin að sjá hægan og nokkuð ójafnan hagvöxt á ný eft- ir heimskreppuna 2008 en að ríki heims yrðu að læra af þeirri kerfis- villu sem hafi valdið hruninu. Hrunið sjálft væri gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar til framtíðar. Gurría sagði þjóðir heims stefna í harðan árekstur við náttúruna vegna loftslagsbreytinga og engir aðrir val- kostir væru í stöðunni en að breyta til. „Á norðurslóðum höfum við einstakt tækifæri til þess að gera hlutina rétt. Þjóðir á þessum slóðum horfa eðlilega á tækifærin sem liggja í nýtingu auðlinda og opnun sigl- ingaleiða. En það væri skammsýni að einblína á efnahagslegan ávinn- ing til skamms tíma. Skammtíma- gróði getur blindað okkur gagnvart þeirri áhættu og mögulegu kerfis- villu sem liggur í framtíðinni. Lofts- lagsbreytingar eru stærsta kerfisvilla heims.“ Forysta í umhverfismálum Gurría benti réttilega á að áhrif- um loftslagsbreytinga gætti hvergi hraðar en á norðurslóðum, þar sem þær eru tvisvar sinnum hraðari en annars staðar í heiminum. Hann nefndi hinar ýmsu aðgerðir sem ráð- ast þyrfti í til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda og endaði svo ræðu sína á að senda þjóðum norð- ursins skilaboð: „Hvernig þið bregð- ist við í málefnum norðurslóða gæti sett fordæmi fyrir allar þjóðir heims um hvernig eigi að nálgast þessi mál. Lönd á norðurslóðum gætu verið í forystu í heiminum í umhverfismál- um og komið í veg fyrir stórslys í viðkvæmu umhverfi.“ Mikil áhætta Angela Merkel Þýska- landskanslari undirstrikaði einnig mikilvægi samstarfs og mikilvægi þess að huga að því viðkvæma vistkerfi sem norðrið hefði að geyma. Einnig lagði hún áherslu á mikilvægi þess að fylgja þyrfti lögum og reglum þegar kæmi að málefnum norðurslóða. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, kom sér beint að kjarna málsins í sinni ræðu þegar hann sagði að mál- efni norðurslóða væru hið viðkvæma jafnvægi á milli þeirra tækifæra sem þar liggja og þeirrar miklu áhættu sem felst í nýtingu þeirra. Umræð- an um norðurslóðir hefur oft á tíð- um verið einsleit þar sem arðsemi og auður eru í forgrunni en Niinistö benti réttilega á að mikil áhætta væri fólgin í iðnaði á þess- um slóðum. Þegar hefði verið gerð mistök sem þyrfti að læra af. Vísindi horn- steinn ákvarð- anatöku „Þau samfélög sem þrifist hafa á þessum slóðum í þúsundir ára verða að vera í forgrunni þegar kemur að stefnumótun. Einnig vand- aðar rannsóknir og vísindi,“ sagði finnski forsetinn og varpaði fram spurningunni: „Hvernig er hægt að tryggja sjálfbærni á norður- slóðum? Þar er engar skyndi- lausnir að finna. Hágæða rannsóknir og vísindi eru lykillinn og ættu að vera hornsteinn ákvarðanatöku. Það er hvergi mikilvægara en á norðurslóðum.“ Þá talaði forsetinn um að ekki væri sama hvaða tækni væri notuð á norðurslóð- um. Það yrði að vera „hrein tækni“. Þörf á matvælaframleiðslu Sigmundur Davíð forsætisráðherra hóf ræðu sína einnig á að ræða lofts- lagsbreytingar og áhrif þeirra á íbúa heimsins. Hann nefndi að íshellan á norðurslóðum hefði minnkað um 11 prósent hvern áratug frá því árið 1970. En nú væru fréttir um að hægt hefði á því ferli. Í tengslum við það má nefna að undanfarin ár hafa mælingar einnig sýnt að hafís Suðurheimskautsins sé að stækka. Í sumar kom út vís- indagrein sem gerði því skóna að ís á Suðurpólnum væri ekki að aukast heldur væri um reikniskekkju að ræða. Sigmundur nefndi að loftslags- breytingar gerðu það að verkum að aukin þörf væri á matvælafram- leiðslu á norðlægum slóðum. Það væri í takt við aukna þörf á heims- vísu en Sigmundur nefndi einnig hið mikla magn af fersku vatni sem gæti reynst ómetanlegt þegar fram líða stundir. Mikill samdráttur í siglingum Sigmundur Davíð sem og fleiri sem héldu ræðu á opnunarathöfn Arctic Circle nefndu auknar siglingar um Norðurpólinn á undanförnum árum. Sigmundur nefndi að árið 2013 hefði 71 skip farið þar um en 46 árið 2012. Þá kom einnig fram í ræðu Sam Tan Chin Siong, innanríkisráð- herra Singapúr, að þau hefðu verið tvö skipin árið 2010. Því sé aukningin mikil í því ljósi. Að sami skapi má nefna að aðeins hafa 29 skip siglt um þessar slóð- ir það sem af er árinu 2014. Gert er ráð fyrir að þau verði að hámarki 32 í ár. Því er um helmings fækkun að ræða. Ástæðan er sú að ís hefur aft- ur aukist á milli ára. Þar er á ferðinni gott dæmi um þá miklu óvissu sem fylgir siglingum á norðurslóðum. Í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver skipaumferð á svæðinu verður í framtíðinni og því gæti reynst erfitt og áhættusamt að ráðast í ótímabær- ar fjárfestingar tengt slíkri starfsemi. Nýr markaður á norðurslóðum Þrátt fyrir óvissu þegar kemur að siglingum kom fram í ræðu Mikå Mered, forstjóra Polarisk Analytics, að samkvæmt greiningu fyrirtækis- ins sé gert ráð fyrir því að siglingar á svæðinu gætu orðið 2.000 tals- ins árið 2035. Þar væri mest um að ræða magnflutning (e. bulk). Þá taldi hann ólíklegt að sú umferð sem nú er og verður um Suez- og Panama- skurðina muni færast norður. Þvert á móti muni norðursiglingar skapa sinn eigin og nýjan markað. Í umræðum, sem Heiðar Már Guðjónsson stýrði, nefndi Laurence C. Smith, prófessor við UCLA-há- skólann, að umræðan um norður- slóðir væri oft á tíðum óraunhæf. Til dæmis þegar kæmi að siglingum á þessu svæði. Mikið væri einblínt á mögulega arðsemi en lítið fjallað um óvissuþætti. Þá kallaði hann einnig eftir umræðu um landflæmið á þess- um slóðum og innviði þess. Því ekki sé aðeins nóg að ræða þá möguleika sem séu á sjó. Smith nefndi einnig að oft væri talað um norðurslóðir sem eins konar óskrifað blað en sú væri alls ekki raunin. Mikilvægur vettvangur Líkt og fram kom áður töldu allir sem tóku til máls að samstarf og sam- ráð væru lykilatriði þegar kæmi að norðurslóðum. Í ræðu sinni tilkynni Ólafur Ragnar að þegar væri búið að ákveða dagsetningar Arctic Circle- ráðstefnunnar á næstu árum. Ísland og Harpan verða því áfram einn mik- ilvægasti umræðuvettvangur norður- slóðamála á komandi árum. n „Við þurfum hagvöxt. En hann þarf að vera grænn. Það er engin önnur leið. Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Sigmundur Davíð Talaði meðal annars um áhrif loftslagsbreytinga og mikilvægi þess að efla matvælaframleiðslu. Mikilvægur samræðuvettvangur Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Dorrit Moussaieff forsetafrú, aðmíráll Robert J. Papp, sérstakur talsmaður Bandaríkj- anna á norðurslóðum, og Vincent Rigby, meðlimur í Arctic Council fyrir hönd Kanada. MyNDir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.