Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 24
24 Neytendur Vikublað 4.–6. nóvember 2014 Þetta eru bestu dekkin fyrir íslenskan vetur n Bestu negldu dekkin frá Nokian n Goodyear og Nokian best í flokki ónegldra vetrarhjólbarða N okian Hakkepeliitta 8 negldu vetrardekkin eru þau bestu sem þú færð fyrir krefjandi vetraraðstæður á nyrstu slóðum Evrópu eins og á Íslandi. Þetta er niður- staða árlegrar könnunar sérfræðinga TestWorld í Finnlandi og birtist í bílatímaritum í ríkjum Skandinavíu og í Rússlandi. Í könnuninni voru gerðar strangar og ítarlegar prófanir á þrettán negldum og tólf ónegld- um dekkjum. Fjallað er ítarlega um vetrar dekkjakönnunina í blaði Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem fékk könnunina frá norska systurfélagi sínu NAF. FÍB veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um niður- stöðurnar hér. Gæðamerkin skora hátt Þekkt gæðamerki raða sér að vanda í efstu sætin en í FÍB-blaðinu segir að þrátt fyrir það sé samt ekki hægt að segja að beint samhengi sé milli verðs og gæða þar sem ódýr dekk, meðal annars frá Kína, Kóreu og Taí- van, komu sum hver merkilega vel út. Könnunin sýnir líka að neytend- ur ættu að varast að láta glæsileg gerðarheiti dekkja og markaðsslag- orð blekkja sig þar sem þau reynist oftar en ekki marklaus. Dæmi um það séu kínversku Sunny-dekk- in Snowmaster sem af nafninu að dæma ættu að vera hreint fyrirtak í snjó og ís. Raunin var allt önnur og segir um þessi dekk í FÍB-blaðinu: „Það er einfaldlega ekki hægt að ráð- leggja nokkurri manneskju að fá sér það undir bíl á Íslandi.“ Aðstæður á norðlægum slóðum eru það krefjandi og sérstakar að framleiðendur hanna og framleiða sérstaka hjólbarða með þær í huga. Vetrardekkin hér þurfa fyrst og fremst að gera aksturinn öruggari í snjó og hálku meðan hjólbarðar fyr- ir suðlægari slóðir þurfa að ryðja vel frá sér vatns- og krapaelg á vegum og hraðbrautum. Mismunandi fjöldi nagla Öll dekkin í prófunum eru af sömu stærð, eða 205/55 R16, en í flestum þeirra ríkja sem niðurstöðurnar birt- ast hafa nýjar reglur tekið gildi sem takmarka fjölda nagla í hverju dekki við mest 50 nagla á hvern ferilmetra. Það þýðir að flest negldu dekkin í þessum prófum eru með tæplega 100 nagla, en þó ekki öll. Undan- tekningin er meðal annars Nokian- dekkin sem vissulega koma best út en þau státa af 190 nöglum í hverju dekki. Framleiðendur geta nefni- lega fengið undanþágu frá reglu- gerðinni ef þeim tekst að sýna fram á að hinn aukni naglafjöldi hafi ekki í för með sér aukið vegslit. Fjöldi nagla gerir þó ekki gæfumuninn þar sem fleiri þættir hafa áhrif í prófunum. DV bendir áhugasömum á að ítar- legri upplýsingar um prófið og dekk- in sem hér er fjallað um er að finna í FÍB-blaðinu sem félagsmenn geta nálgast á www.fib.is. Hér er aðeins stiklað á stóru. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Pirelli Ice Zero „Pirelli er eitt af bestu vetrardekkjunum í ár. Með svona dekkjagang ertu vel í stakk búinn að takast á við erfiða vetrarfærðina fram undan. Hemlunareiginleikar þess í vetrarfærðinni eru afbragð en eins og títt er um slík dekk eru góðu vetrareiginleik- arnir dálítið á kostnað hemlunareiginleika í bleytu. Þá er dekkið heldur háværara en sum önnur þeirra bestu.“ Einkunn: 8,6 Umsögn um versta neglda dekkið: Umsögn um bestu ónegldu dekkin: Sunny Snowmaster SN3830 „Á sama hátt og neglda vetrardekkið frá Sunny er óneglda Sunny dekkið einnig í sérflokki – á botninum. Þetta dekk er slæmt á ís og langt frá því að vera gott í snjó. Það er hins vegar best ónegldu dekkjanna á blautu malbiki en það er bara ekki nóg til þess að hægt sé að mæla með því. Það hæfir einfaldlega ekki vetraraðstæðum á norðlægum slóðum en gæti hentað vel við mið-evrópskar vetraraðstæður. “ Einkunn: 6,1 Tegund – Gerð Heildareinkunn 0–10 Verð á 4 stk. Söluaðili Nokian Hakkapeliitta 8 8,8 152.368 kr. Max1 Continental ContiIceContact 8,6 135.960 kr. Sólning Pirelli Ice Zero 8,6 139.960 kr. Bílabúð Benna Goodyear Ultra Grip Ice Arctic 8,4 139.960 kr. Klettur Gislaved Nord Frost 100 8,3 X X Hankook Winter I*Pike RS 8,1 103.960 kr. Sólning Dunlop Ice Touch 8,0 X X Michelin X-Ice North 3 7,9 139.960 kr. N1 Bridgestone Blizzak Spike-01 7,7 X X Vredestein Arctrac 7,5 103.856 kr. BJB Jinyu Winter yw53 7,1 X X Nordman 4 7,1 X X Sunny Winter-Grip SN386 5,9 X X Negldir hjólbarðar Tegund – Gerð Heildareinkunn 0–10 Verð á 4 stk. Söluaðili Goodyear Ultra Grip Ice2 8,2 128.800 kr. Klettur Nokian Hakkapeliitta R2 8,2 152.368 kr. Max1 Continental ContiVikingContact 6 7,8 131.960 Sólning Michelin X-Ice XI3 7,8 135.960 kr. N1 Maxxis Arctictrekker 7,7 X X Bridgestone Blizzak WS70 7,3 151.904 kr. Betra Grip Sailun Ice Blazer WSL2 7,2 X X Pirelli Icecontrol Winter 7,2 X X Dunlop SP Ice Sport 6,8 X X Vredestein Nord-Trac 2 6,7 X X KumhoÍ Zen KW31 6,6 X X Sunny Snowmaster SN3830 6,1 X X Ónegldir hjólbarðar Umsögn um bestu negldu dekkin: Nokian Hakkapeliitta 8 „Nokian er sá framleiðandi sem gefur forskriftina að því hvernig vetrardekk fyrir norðurslóðir eigi að vera og hvað þau eigi að geta í snjó og á ís. Hakkapeliitta 8 fær hæstu einkunn í öllum prófunarþáttum. Það hemlar vel og skilar ökumönnum þægilegri öryggistilfinningu á erfiðum vetrarvegum. Að vísu er það fylgifiskur afburðagóðra vetrareiginleikanna sá að að hemlunarvegalengd í bleytu lengist eilítið og rásfestan er örlítið síðri. Frábært vetrardekk.“ Einkunn: 8,8 Continental ContiIceContact „Continental aftur í einu af efsta sætun- um eins og í fyrra. Dekkið hlýtur hæstu einkunnir fyrir akstur á ís, hvort heldur sem um er að ræða hemlun, veggrip, rásfestu og aksturstilfinningu. Í snjó er dekkið einnig ágætt en eilítið síðra þar en Nokian. Hemlar vel í bleytu og er afar rásfast, einnig í hjólförum á vegi eins og þeim sem tíðkast svo mjög hér á Íslandi. Mikil núningsmótstaða dregur heildar- einkunnina niður.“ Einkunn: 8,6 Nokian Hakkapeliitta R2 „Nokian er eina óneglda vetrardekkið sem stendur sig betur í snjó og á ís heldur en Goodyear. Raunin er sú að það hefur jafn stutta hemlunarvegalengd á ís og snjó og sum negldu dekkjanna. En það hefur þann slæma veikleika að hemla ekki nógu vel í bleytu. Þar er hemlunarvegalengdin sú lengsta. Kannski er þetta sönnun þess að ekki er hægt að vera bestur í öllu. Nokian hefur einfaldlega valið að vera best í snjó og á ís.“ Einkunn: 8,2 Goodyear Ultra Grip Ice2 „Goodyear fer rakleitt á toppinn meðal ónegldu vetrarhjólbarðanna. Einkenni dekksins er hversu jafngott það er í öllum prófunarþáttum. Stendur sig vel á ís og snjó og einnig og ekki síður á votu malbiki. Þetta er erfitt að sameina í einu og sama dekkinu en nú hefur verkfræðingunum hjá Goodyear tekist það. Til viðbótar þessu er dekkið mjög rásfast og lágvært og því að öllu samanlögðu afbragðs vetrardekk.“ Einkunn: 8,2 Sunny Winter-Grip SN386 „Hið kínverska vetrardekk Sunny er í sérflokki í þessari könnun – í botnflokknum. Eiginleikar þessa vetrardekks eru margir þeir sömu og hjá dæmigerðu Mið-Evrópu vetrardekki. Það er ágætt á votu og þurru malbiki. Þar gefur það góða aksturstilf- inningu og hefur gott veggrip. En á ís og í snjó gegnir öðru máli. Þar er það alls ekki viðunandi. Það þýðir það að engin ástæða er til að setja það undir bílinn og aka síðan út í erfitt og varasamt íslenskt vetrarfæri.“ Einkunn: 5,9 Umsögn um versta óneglda dekkið: Slabb í borginni Í Reykjavík hefur undanfarin ár verið rekin herferð gegn nagladekkjum og þau sögð óþörf. Það er mikið til í því enda hægt að fá mjög góða og örugga óneglda vetrarhjól- barða. Mynd dV efH / SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.