Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 37
Vikublað 4.–6. nóvember 2014 Fólk 37
Ferðast um landið
með upptökuvél
Haukur, Herbert og Sindri ætla að tala við skemmtilegt fólk og vonandi gera sjónvarpsefni
F
yrir um tveimur dögum
sátum við félagarnir, ég, Her-
bert Mckenzie og Sindri Reyr
Smárason, á Prikinu í kaffi og
veltum upp þessari hugmynd.
Við gerðum okkur grein fyrir því að
við höfðum lausan tíma í viku og
það hefur alltaf blundað í okkur búa
til eitthvað sjónvarp,“ segir Haukur
Hólmsteinsson í samtali við DV. En
þeir félagarnir héldu á miðviku-
daginn af stað hringinn í kringum
landið með myndbandsupptökuvél
og ætla sér að hitta skemmtilegt fólk,
spjalla við það, taka herlegheitin upp
og sjá hvað úr verður.
Verkefnið lítið mótað
„Við höfum áður talað um að gera
þetta en frestuðum því á þeim tíma,
þannig að núna hugsuðum við með
okkur að eina leiðin væri að gera
þetta strax,“ bætir Haukur við, en
þegar blaðamaður náði af honum
tali voru þeir félagarnir staddir á Sel-
fossi, nýbúnir að taka fyrsta viðtalið.
Haukur segir verkefnið í raun ekki
vera mótað að miklu leyti, en það sé
eitthvað sem gerist á leiðinni.
Þeir fengu myndbandsupptöku-
vél og linsu lánaða og fjárfestu í
hljóðnema. „Við erum svolítið að
læra á þetta núna og ég hugsa að
það verði hluti af þessu ferli. Við að
klúðra þessu á meðan við erum að
gera þetta. Það er hluti af sjarman-
um,“ segir Haukur og hlær.
Í versta falli skemmtilegt
ferðalag
Þá vita þeir heldur ekki alveg hvað
þeir ætla að gera við afraksturinn,
en hafa þó ákveðin markmið. „Það
eina sem er komið á hreint er að ferl-
ið fer á Snapchat og svo erum við
að spá í að búa til Facebook-síðu
þar sem fólk getur fylgst með okk-
ur. Við ætlum bara að hitta fólk, eiga
í skemmtilegum samtölum og taka
upp efni. Svo klippum við efnið til
og búum til einn „pilot“-þátt af fyrsta
deginum. Svo ætlum við að fara með
þetta til einhverra sjónvarpsstöðva
og sjá hvort einhver vill kaupa þetta.
Ef enginn vill kaupa þetta þá selj-
um við þetta samt einhvern veginn,“
segir Haukur sem er sannfærður um
að eitthvað gott komi út úr ferðalagi
þeirra félaga.
„Okkar nálgun á þetta er sú að
í versta falli þá verður þetta bara
skemmtilegt ferðalag okkar um
landið. Svo vonandi kemur eitthvað
sjónvarp út úr þessu. Við vitum í
raun ekkert hvað við erum að gera
og það er ákveðin blessun í því,“ segir
hann hreinskilinn.
Vilja hitta venjulegt fólk
Áður en þeir lögðu af stað birti birti
hann færslu á Facebook-síðu sinni
og sagði frá fyrirætlunum þeirra
tveggja. Þá sagðist hann endilega
vilja fá ábendingar um skemmti-
legt fólk um allt land. Aðspurður
segir Haukur að þeir hafi fengið all-
nokkrar ábendingar um áhugavert
fólk sem er að gera merkilega hluti.
Hann segir þá þó ekki endilega vera
að leita eftir því. „Við erum aðallega
að leita að kaffispjalli við venjulegt
fólk. Við fórum til dæmis á Kaffi krús
á Selfossi og hittum þar mjög hressa
afgreiðslukonu,“ segir Haukur.
Þeir hafa í raun ekki úr neinu
fjármagni að moða svo þetta mun
koma til með að verða frekar ein-
falt og heimilislegt, hvað gistingu
og fleira varðar. Fyrstu nóttina gistu
þeir til að mynda í sumarbústað
frænku Hauks. „Við sóttum ekki um
neina styrki eða neitt slíkt, enda
ákváðum við þetta eiginlega bara
í gær. Þetta styrkjakerfi á Íslandi
virkar ekki nógu hratt fyrir okkur.
Það er alltaf einhver skriffinnska
sem tefur,“ segir Haukur að lokum
og skellir upp úr. n
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
„Við vitum í
raun ekkert
hvað við erum að
gera og það er ákveðin
blessun í því
„Mjög skrýtin tilfinning“
Bergrún Íris skrifaði og myndskreytti barnabók um veðrið
Þ
að eru um tvö ár síðan ég
horfði með syni mínum út
um gluggann á laufin fjúka
út um allt. Ég fór að ræða við
hann hvernig vindurinn blæs lauf-
unum eins og þau væru að dansa og
samtalið varð að sögu. Svo hljóp ég
og skrifaði þetta niður,“ segir Berg-
rún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur,
myndskreytir og fjölmiðlakona, um
tilurð barnabókarinnar Vinur minn,
vindurinn.
„Það er svo gaman að þegar
maður talar við börn þá setur mað-
ur sig í öðruvísi stellingar og tek-
ur eftir hlutum sem maður tæki
annars ekki eftir,“ bætir hún við.
Bergrún Íris átti því söguna ofan
í skúffu og ætlaði sér alltaf að gera
eitthvað meira við hana. Svo komst
hún í kynni við Mörtu Hlín Magna-
dóttur og Birgittu Elínu Hassel hjá
Bókabeitunni og þær urðu mjög
hrifnar af hugmyndinni að bókinni.
„Það vantaði alveg svona barna-
bók um veðrið fyrir íslensk börn.
Veðrið er mjög stór hluti af lífi ís-
lenskra barna og Íslendingar hafa til-
hneigingu til að persónugera veðrið
rosalega mikið, ólíkt öðrum þjóðum.
Svo eru öll þessi mismunandi nöfn á
vindinum sem aðrar þjóðir kannski
hafa ekki jafn mikið af.“
Bergrún Íris hefur gert tölu-
vert af því að myndskreyta bæk-
ur og að sjálfsögðu sér hún um að
myndskreyta sína eigin barnabók.
Bókin er því alfarið hennar verk,
frá A til Ö. „Það er mjög
skrýtin tilfinning,“ viður-
kennir hún. „Ég er vön
því að gera þetta í sam-
starfi við aðra.“
Bergrún Íris segir
bókina vera bæði krútt-
lega og eigulega og
henti breiðum aldurs-
hópi, allt frá ungbörn-
um til sex ára aldurs.
„Sagan er ekki flókin
en hún getur kveikt svo
áhugaverðar samræð-
ur á milli barna og for-
eldra, eða þess sem les
bókina,“ segir hún. n
solrun@dv.is
Með bókina Bergrún Íris horfði
með syni sínum út um gluggann
þegar henni datt í hug saga sem
varð svo að barnabók.
Á ferðinni
Strákarnir höfðu
lausan tíma og
ákváðu að skella
sér í ferðalag
kringum landið.
„Slutty“
Solla stirða
Fyrrverandi fegurðardrottning,
Manuela Ósk Harðardóttir, tók
þátt í hrekkjavöku um helgina
og klæddi sig upp sem „Slutty
Solla stirða“ eins og hún orðaði
það sjálf á Instagram. Á íslensku
mætti þýða það sem kynferðis-
lega ögrandi Solla stirða. Und-
ir myndinni segist hún hafa orðið
að vinna með það sem hún hafði
við höndina og má því ætla að hún
hafi skellt sér í búning af dóttur
sinni. Kunnu margir Instagram-
fylgjendur Manuelu að meta bún-
inginn en rúmlega áttatíu manns
líkaði við myndina.
Hrekkjavaka er að ryðja sér til
rúms á Íslandi og sífellt fleiri klæða
sig upp í búninga af því tilefni,
þann 31. október. Oft teygist þetta
þó yfir heila helgi með tilheyrandi
partístandi og búningabrjálæði.
Sk
jÁ
Sk
o
t
a
f
In
S
ta
g
R
a
M
Lagstur í rúmið
Tónlistarmaðurinn Bubbi
Morthens tilkynnti Facebook-
vinum sínum það á mánudag að
hann ætlaði að leggjast í rúmið
og leyfa sér að vera veikur. „Jæja
nú get ég loksins lagst í rúmið
og leyft mér að vera veikur. Ég
er búinn að vera með flensu í 14
daga og ofan í það lungnabólgu,
verð að viðurkenna hef oft ver-
ið betri, en nú er vinnutörninni
lokið og rólegir dagar taka við:-)“
skrifaði kóngurinn á síðuna sína.
Hann stóð meðal annars fyrir
tónleikum til styrktar níumenn-
ingunum sem dæmdir voru í
Héraðsdómi Reykjaness vegna
mótmæla sinna í Gálgahrauni.
Tónleikarnir voru haldnir þann
29. október síðastliðinn og lagði
Bubbi mikið í undirbúninginn.
Það gafst því enginn tími til veik-
inda á meðan. Margir Facebook-
vinir Bubba gefa honum góð ráð
og senda óskir um skjótan bata.
Skilur ekki
mótmælin
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
borgarfulltrúi Framsóknar og
flugvallarvina, virðist ekki alveg
skilja hvers vegna tónlistarkennar-
ar eru að mótmæla, ef marka
má skrif hennar á Facebook. Þar
skrifar hún: „Hverjir eru að mót-
mæla hverju?“ Birtir hún frétt af
Vísi þar sem fjallað er verkfall tón-
listarkennara sem staðið hefur í
um tvær vikur. Í fréttinni kemur
skýrt fram hverjar kröfur tónlistar-
kennara eru, að laun þeirra verði
sambærileg launum leikskóla- og
grunnskólakennara.
Í fréttinni kemur einnig fram
að nemendur og foreldrar barna í
tónlistarnámi hafi boðað til sam-
stöðufundar þar sem Degi B. Egg-
ertssyni verði afhent áskorun um
að semja sem fyrst við tónlistar-
kennara. Fréttin er því ekki óljós að
neinu leyti, en Sveinbjörg virðist
þó ekki átta sig á hvað sé í gangi.