Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 9
Vikublað 4.–6. nóvember 2014 Fréttir 9 Ríkisstjórn á skilorði Óvinsæll Framsóknarflokkur n Öldudalur hrunsins alvarlegri en menn hugðu Grétar Þór Eyþórsson stjórnmála- fræðingur við Háskólann á Akureyri rekur fylgishrun ríkisstjórnarinnar og vaxandi óánægju nú meðal kjósenda, sem birtist meðal annars í mótmælum, fyrst og fremst til fylgishruns Fram- sóknarflokksins. „Það var sá flokkur sem gaf út stærstu kosningaloforðin, skuldaleiðréttinguna, sem fólk bíður enn eftir. Umræðan um hana hefur verið gagnrýnin og það hefur komið í ljós eftir kosningar að það sem átti að setja í leiðréttingarnar var hreint ekki jafn mikið og lofað var. Það er von að einhverjir telji sig svikna. Ég rek óvin- sældir ríkisstjórnarinnar að nokkru leyti til vaxandi óþreyju. Fólk bíður eftir því að eitthvað gerist, en við skulum bíða með endanlegan dóm þangað til búið er að taka upp úr kössunum. En þetta var stóra málið í kosningabaráttunni.“ Langþreyta almennings Grétar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafi tekið við sviðinni jörð og ætlað að laga margt án þess að það tækist að öllu leyti. Þetta skapaði óþolinmæli. „Nú gerast svipaðir hlutir. Miklu var lofað en efndirnar láta bíða eftir sér. Það tel ég að skýri lítið fylgi ríkisstjórnarinnar nú.“ Ýmsir hagvísar benda til þess að ástandið sé ekki alslæmt. Grétar telur engu að síður að það dugi ekki til meðan ekki bólar á efndum varðandi til dæmis skuldaniðurfærsluna. „Það hlustaði enginn heldur á Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon þegar þau töl- uðu um jákvæðar hagtölur. Kjósendur voru að hugsa um skuldir sínar og kjör. Einnig er ástandið ótryggt nú vegna átaka á vinnumarkaðnum. Læknar eru í verkfalli og stöðugar fréttir berast af vondu ásigkomulagi Landspítalans. Þetta hjálpar ekki.“ Mótmæli nú eru einhver birtingar- mynd þess að mati Grétars að fólk sé orðið langþreytt og óþreyjufullt. „Það er að renna upp fyrir fólki að öldudalur kreppunnar er alvarlegri og lengri en menn ætluðu. Kannski vildu menn ekki horfast í augu við það í upphafi en átta sig nú á að batinn tekur lengri tíma. Það er svekkjandi. Við erum veiðimannaþjóðfélag og höfum oft bjargast einhvern veginn, stundum með þorskgöngum frá Grænlandi þegar illa árar. Nú upplifum við það að ekki eru til neinar skyndilausnir og í fyrsta skipti er fólk ef til vill að átta sig á því. Síðast ætluðum við að fá erlenda kröfuhafa til að taka skellinn með okkur að einhverju leyti. Það virðist ekki vera alveg eins einfalt og menn töldu. Ég held mig talsvert við þann skilning enn, að óvin- sældir ríkisstjórnarinnar séu nátengdar loforðunum um skuldaniðurfærslu heimilanna og tilfinningu manna um vanefndir í þeim efnum.“ Fylgishrun Framsóknar Grétar Þór Ey- þórsson stjórn- málafræðingur telur að skýra megi óvinsældir ríkisstjórnarinnar með tortryggni al- mennings um efndir á kosningaloforð- um Framsóknar- flokksins. S amkvæmt heimildum DV innan embættis tollstjóra er hugsanlegt smygl á 250 vél­ byssum litið alvarlegum aug­ um. Greint var frá því á Vísi sem og vef RÚV um helgina að geymsla Landhelgisgæslunnar á öryggisvæði Keflavíkurflugvallar, þar sem hríð­ skotabyssur er geymdar, hafi verið innsigluð stuttu eftir að DV greindi fyrst frá innflutningi byssanna. Með því að flytja til landsins tugi hríðskota­ byssa án þess að tilkynna tollinum það hafi Landhelgisgæslan ekki virt framvísunarskyldu og hafi því mögu­ lega brotið lög. Samkvæmt tollalögum er ekkert sem bendir til að Landhelgisgæslan sé undanskilin þeirri skyldu. Framvísunarskylt óháð túlkun Samkvæmt frétt RÚV hafði Land­ helgisgæslan ekki framvísað pappír­ um sem sýndu fram á að byssurnar væru gjöf frá norska hernum. Ástæð­ an fyrir þeim skorti á pappírum er nokkuð augljós, norski herinn hefur ítrekað fullyrt að ekki væri um gjöf að ræða og fyrirhugað væri að rukka fyr­ ir byssurnar. Talsmenn norska hersins hafa ít­ rekað fullyrt að reikningur verði send­ ur vegna byssanna innan skamms sem og að, að beiðni Landhelgisgæsl­ unnar, greiðslu hafi verið frestað. Allt bendir til þess að Landhelgisgæslan hafi ekki séð ástæðu til að tilkynna tollinum um innflutning á hríðskota­ byssum, mögulega vegna þess að stofnunin hafi litið á byssurnar sem gjöf. Starfsmaður tollsins bendir á að þrátt fyrir að byssurnar hefðu í raun verið gjöf breytti það engu um fram­ vísunarskyldu. Talið smygl af tollinum Samkvæmt heimildum DV innan toll­ gæslunnar er beinlínis rætt um að innflutningur Landhelgisgæslunn­ ar á hríðskotabyssunum frá Noregi sé smygl. „Við í tollinum erum hrein­ lega algjörlega hneyksluð á þessu og þá ekki út frá gjöldunum. Lögreglan og Landhelgisgæslan virðist halda að þau þurfi ekki að virða framvísunar­ skyldu, sem er algjört grundvallar­ mál, þegar kemur til landhelgi,“ seg­ ir heimildarmaður DV. Hann segir enn fremur að strangt sé tekið á inn­ flutningi embættis Ríkistollstjóra sem og starfsmanna þess og því skjóti það skökku við að sama eigi ekki við um lögregluna né Landhelgisgæsluna. Engin heimild í lögum Þegar lög um tollgæsluvald eru skoðuð kemur í ljós að áhafnir varð­ skipa hafi aðeins tollgæsluvald þegar þær annist eða aðstoði við tollgæslu. Ekki er hægt að sjá hvernig innflutn­ ingur á hundruð hríðskotabyssa geti flokkast undir aðstoð við tollgæslu. Enn fremur segir í 152. grein tollalaga að „tollstjóri getur falið starfsmönn­ um Landhelgisgæslu Íslands að ann­ ast tollgæslu“. Í ljósi þess að byss­ urnar hafi verið innsiglaðar er afar ólíklegt að slík heimild hafi verið fyr­ ir hendi. Því er varla hægt að komast fram hjá því að innflutningur Land­ helgisgæslunnar hafi ekki verið lög­ legur miðað við tollalög. n Vélbyssusmygl á Keflavíkurflugvelli n Landhelgisgæslan virti ekki framvísunarskyldu n Braut mögulega lög Tunglfararnir lentu í tollinum En þrátt fyrir að Landhelgisgæslan telji sig ekki þurfa að láta tollayfirvöld á Íslandi vita þá eru ólíklegustu menn í heimi látnir útbúa tollskýrslur vegna innflutnings. Þannig var það með tunglfararana Buzz Aldrin, Neil Armstrong og Michael Collins þegar þeir komu tilbaka úr frægðarför sinni til tunglsins en þá urðu þeir að fara í gegnum tollinn í Bandaríkjunum. Engu breytti þótt þeir væru að koma úr einni frægustu för NASA-geimvísindastofn- unarinnar til þessa, tollayfirvöld vildu ekki sleppa þeim við þá hefðbundnu skýrslugerð sem allir, enn til dagsins í dag, þurfa að fylla út þegar snúið er tilbaka á heimaslóðir. Samkvæmt tollskýrslu- blaði, sem NASA birti á 40 ára afmæli tunglferðarinnar og tunglfararnir fylltu út, þá tóku þeir með sér tunglsteina, ryk og önnur sýni en öllu þessu urðu þeir að framvísa við komuna til landsins. „Það er sama hver verkefnið er, jafnvel geimfarar þurfa að fara í gegnum tollinn,“ sagði yfirmaður hjá NASA. Innsiglaði geymsluna Tollurinn innsiglaði geymslu Landhelgisgæslunnar stuttu eftir að DV greindi frá byssukaupum. stjórnvöld sanni sig Atli Már Gylfason Hjálmar Friðriksson atli@dv.is / hjalmar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.