Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 29
Lífsstíll 29Vikublað 4.–6. nóvember 2014 Gæði fara aldrei úr tísku Lestur og samvera hefur engin áhrif Það hefur oft verið talið að það auki greind barna að lesa fyrir þau fyrir svefninn. Uppbyggileg samtöl og að fjölskyldan borði öll saman kvöldmat hefur líka verið talið hafa jákvæð áhrif á gáfnafar barna. En vísindamenn við Florida Uni- versity hafa hrakið þessar kenn- ingar. Niðurstöður rannsókna þeirra benda til þess að allt sem nefnt er hér að framan hafi engin áhrif á greindarvísitölu eða gáfna- far barna. Vissulega hafi það já- kvæð félagsleg áhrif á börn að eiga uppbyggileg samtöl við foreldrana og að lesið sé fyrir þau fyrir svefn- inn, en svo virðist sem það nái ekki lengra. Ef marka má niðurstöður rannsóknarinnar hafa erfðir lang- mest um greind barna að segja. Vísindamenn lögðu greindar- vísitölupróf fyrir unglinga í efstu bekkjum grunnskóla og fylgdu þeim svo eftir þangað til þeir urðu 32 ára, með reglulegum samtölum og prófum. Þá báru þeir saman hópa af fólki sem hafði verið ætt- leitt og þá sem bjuggu hjá líffræði- legum foreldrum sínum. Góður svefn er Gulls íGildi s kammdegisþunglyndi er al- gengt á Íslandi en það er að einhverju leyti tilkomið vegna þess að líkamsklukk- an fer í rugl í myrkrinu og þar af leiðandi framleiðsla svefnhorm- ónsins melatóníns. Til eru nokkr- ar leiðir til þess að laga klukkuna án þess að fara út í búferlaflutninga til landa með jafnari dagsbirtu. Láttu rafmagnstæki vera klukkutíma fyrir svefn. Þegar rökkva tekur fer líkaminn að undirbúa sig fyrir svefn. Gerviljós, hvort sem það kemur frá lampa, sjónvarpi eða símanum þínum, get- ur ruglað líkamann og fengið hann til að halda að þú eigir að vera vak- andi í staðinn fyrir að hægja á. Nú- tímatækni hefur ruglað líkamsklukk- una svo mikið að við förum seinna að sofa en við ættum. Við fáum þá of lítinn svefn og fáum okkur koffín á morgnana til þess að vekja okkur. Ef þú sleppir því að fara með sím- ann, tölvuna eða spjaldtölvuna upp í rúm getur það hjálpað til en það er hægara sagt en gert fyrir suma. Hins vegar ef þú ferð á stað þar sem enginn möguleiki er á að vera nettengdur mun það auðvelda líkama þín- um að falla í rétt horf. Flugþreyta án þess að fara í langt flug Það þarf ekki að fara í langt flug í önn- ur tímabelti til þess að líkaminn haldi að þú hafir gert það. Í raun þarf ekki ann- að en að fara seinna að sofa um helgar og vakna seinna en þú gerir virka daga. Að breyta svefnvenjum um helgar ruglar lík- amsklukkuna sem gerir að verkum að þú munt eiga erfitt með að sofna á sunndagskvöldi og þar af leið- andi muntu eiga erfiðan mánudags- morgun. Þetta fyrirbæri kallast fé- lagsleg flugþreyta. Til þess að koma alveg í veg fyr- ir félagslega flugþreytu ráðleggja sér- fræðingar fólki að fara að sofa og vakna á um það bil sama tíma á hverjum degi, líka um helgar. Ef það er ekki möguleiki þá er gott að fá góðan skammt af dags- birtu á morgnana til þess að koma líkamsklukk- unni á rétt ról á ný. Það gefur auga leið að það getur verið erfitt á vet- urna á Íslandi, en til eru dagsbirtulampar sem virka vel. Gen í samvinnu við líkamsklukkuna Gen stjórna meðal annars líkamshita, blóðsykri og jafn- vel skapinu. En í rannsókn þar sem fólk var sett á 28 klukkustunda sól- arhring þar til svefnvenjur höfðu raskast og fólk fór að sofa 12 klukku- stundum síðar en við eðlilegar að- stæður þá fór allt úr skorðum og í ljós kom að einnig var búið að rugla í genunum. Kom í ljós að genin eru meðal annars ástæða þess að manni líður illa þegar maður þjáist að flug- þreytu eða vinnur óreglulegar vaktir. Langflestir hafa sennilega lent í því að vinna á of litlum svefni og verða svo fárveikir. En svefnleysi hefur áhrif á ónæmiskerfi líkamans. Nýlegar rann- sóknir sem gerðar hafa verið á dýrum hafa sýnt að sum gen sem vinna með ónæmiskerfið eru tengd líkamsklukk- unni. Rannsóknir á þessu sviði geta haft það í för með sér að í framtíðinni verður hægt að ráðleggja fólki hvað það getur gert, til dæmis hvað svefn varðar, til að komast hjá veikindum. n Leiðir til að draga úr skammdegisþunglyndi og mánudagsþreytu Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is Svefntruflanir Líkamsklukka margra Íslendinga fer í rugl á veturna þegar dagsbirtan er lítil. Gervibirta truflar Gott ráð til að festa svefn fyrr er að sleppa því að taka símann með sér upp í rúm. Hreyfing minnkar líkur á krabbameini Ný rannsókn sýnir að miðaldra konur sem stunda reglulega líkamsrækt eru ólíklegri til þess að fá brjóstakrabbamein. Hálftími af kraftmikilli hreyfingu á dag minnkar lík- urnar um fimmtung. Eins fundu vísindamenn að of feitar konur voru 50% líklegri til að fá brjóstakrabbamein en þær sem voru grannar. Rannsóknin var gerð í Ox- ford-háskóla og var fylgst með 126.000 konum í þrjú ár sem höfðu farið á breytingaskeiðið til að sjá hvort þær fengju sjúkdóminn. Það skiptir hins vegar máli hvernig hreyfingin er, því að- eins þær sem stunduðu kraft- miklar æfingar minnkuðu lík- urnar á krabbameini en ekki þær sem til dæmis skokkuðu eða gengu mikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.