Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 4.–6. nóvember 2014 Hún er alltaf í mér samt Ég á son Ég kaus að gera það ekki Bjarni Bernharður Bjarnason hefur ekki fengið geðklofakast í sjö ár. – DV Teitur Magnússon vann sig út úr andlegum veikindum. – DV Íslensk móðir stundar vændi um pabbahelgar. – DV F rá hruni bankakerfisins hef­ ur verið of mikið um laust fé í kerfinu og Seðlabankinn hef­ ur leitast við að binda það. En í stað þess að hækka bindi­ skylduhlutfallið, sem hefði verið ódýr og skilvirk leið að settu marki, hefur Seðlabankinn boðið bönkun­ um ríflega vexti fyrir að leggja inn fé í Seðlabankann. Vaxtagreiðslur Seðla­ bankans til banka hafa numið hátt í 30 milljörðum á fjórum árum. Með því að hækka bindiskylduna hefði Seðlabankinn trúlega getað sparað sér helminginn af þeim kostnaði og greitt ríflegan arð í ríkissjóð. Með því að hækka bindiskyldu­ hlutfallið hóflega hefði að mátt lækka vaxtakostnað Seðlabankans um helming. Með því hefði mátt skylda bankana að leggja 50–100 milljarða inn á bindiskyldureikn­ inga í Seðlabanka sem hefðu borið 0% vexti í stað 5% vaxta. Þannig hefði Seðlabankinn getað sparað sér 2,5 til 5,0 milljarða árlega og greitt mikinn arð til ríkissjóðs. Arðurinn hefði þá nýst til að lækka skatta, lækka ríkis­ skuldir eða jafnvel hefja byggingu á nýjum spítala. Allt hefði það kom­ ið heimilum landsins miklu betur en að fóðra bankana á þessum háu vaxtagreiðslum. Það er á valdi Seðlabankans að ákveða vexti á bindiskyldureikning­ um og fróðlegt að vita hvers vegna seðlabanki sem getur greitt 0% kýs að greiða 5% vexti á bindiskyldu­ reikninga. Þetta virðist óþarflega rausnarlegt gagnvart bönkum sem ekki eru á flæðiskeri staddir, ekki síst í ljósi þess að það var 8 milljarða tap á rekstri Seðlabankans árið 2013. Það má eflaust deila um hvort Seðlabankinn eigi að hámarka hagn­ að í rekstri sínum, en það verður seint deilt um að Seðlabankanum er skylt að ná fram markmiðum um verðstöðugleika án óþarfa kostnað­ ar. Vilji Seðlabankinn draga úr kostnaði um nokkra milljarða á næsta ári, þarf hann að bretta upp ermar, auka bindiskyldu bankanna hóflega og lækka samtímis vexti á bindiskyldureikningum í 0%. Enn er ekki of seint að afstýra milljarða tapi á næsta ári. n Illa farið með milljarðana Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokks Kjallari Milljarðar kr. 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 20 11- 01 20 11- 03 20 11- 05 20 11- 07 20 11- 09 20 11- 11 20 12 -0 1 20 12 -0 3 20 12 -0 5 20 12 -0 7 20 12 -0 9 20 12 -11 20 13 -0 1 20 13 -0 3 20 13 -0 5 20 13 -0 7 20 13 -0 9 20 13 -11 20 14 -0 1 20 14 -0 3 20 14 -0 5 20 14 -0 7 20 14 -0 9 Innlán og innstæðubréf banka alls í Seðlabanka sem hafa skilað bönkum 5% til 5,75% vöxtum Línurit: Undanfarin fjögur ár hafa bankarnir verið með á bilinu 100–200 milljarða króna í ávöxtun hjá Seðlabankanum á 5 til 5,75% vöxtum. Myndin Stund milli stríða Laganna verðir eiga stund milli stríða í þokkalegasta haustveðri við Höfðatorg. Mynd SIgTryggur arI 1 Læknir birtir launaseðil: 276.000 útborgað fyrir fulla dagvinnu Þóra Elísabet Kristjánsdóttir, læknir við Landspítalann og sérnámslæknir í heimilislækningum, birti á Facebook launaseðil sinn frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu frá 1. september þar sem kemur fram að hún fékk 276 þúsund krónur útborgaðar fyrir 100 prósenta dagvinnu. Læknar eru í verkfallsaðgerðum um þessar mundir og berjast fyrir því að fá allt að 30 prósent launahækkun. Lesið: 59.167 2 Á tíu milljóna króna jeppa Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., ekur um á glænýjum tæplega tíu milljóna króna Mercedes Benz-jeppa sem er í eigu Strætó bs. Bíllinn var nýskráður í febrúar á þessu ári og Strætó keypti hann í október. Lesið: 30.338 3 „Ég er mjög ósátt við Stöð 2 sport“ „Ég er mjög ósátt við Stöð 2 sport, hvernig þeir bara virðast „kötta“ algjörlega á kvennabolt- ann,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir sem er nýkrýndur Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Hún segir að umfjöllun um kvennafótbolta í sumar hafi verið tals- vert ólík umfjölluninni um karlaboltann. Farið sé yfir helstu atriðin úr kvennabolt- anum en víðtækari umfjöllun fari fram um karlaboltann og lítið hafi verið sýnt frá kvennaboltanum. Lesið: 21.810 4 „Tók mér hlutverk hálfgerðs þorpsfífls“ Ljóðskáldið og myndlistarmaðurinn Bjarni Bernharður Bjarnason rifjaði upp barnæskuna í helgarviðtali DV. „Ég varð fyrir ákveðnu einelti og til að verja mig í þessu þorpi þá tók ég mér hlutverk hálfgerðs þorpsfífls. Það var svona vörn gegn því að fá á sig áföll,“ sagði hann um uppvaxtarárin á Selfossi. Lesið: 18.347 5 Stjörnur sem hafa mannslíf á samviskunni Í helgarblaði DV var að finna umfjöllun um Hollywood-stjörnur og tónlistarfólk sem hefur orðið öðrum að bana. Nokkrir hafa valdið banaslysi með glæfra- eða ölvunarakstri, þar á meðal leikarinn Matthew Broderick sem ók bíl sínum á röngum vegarhelmingi og ók á bíl sem kom á móti honum. Lesið: 15.588 Mest lesið á DV.is E inn kafli vekur strax athygli í efnis yfirlitinu á skýrslu Geir Jóns um mótmæli frá 2008 til 2011 enda er hann á skjön við það sem er sagt vera umfjöllunarefni skýr­ slunnar. Sá kafli ber heitið Viðbúnaður vegna Fáfnismanna, 7. mars 2009. Þegar viðkomandi kafla er svo flett upp þá stendur eftirfarandi um skipulag: „Skipulag: Ákveðið var að sýna Fáfnismönnum að lögreglan ætli að fylgjast með samkomu þeirra, en þeir höfðu boðið Hells Angels (HA) félög­ um víðsvegar um heim til fagnaðarins. Búast mátti við einhverjum árekstrum og því yrði mætt af fullum þunga.“ Ekkert bendir til þess í lýsingu á skipulagi að um mótmæli sé að ræða eða að búist sé við að mótmælt verði við Fáfnisheimiilið vegna komu Hells Angels til landið. Í framhaldi kemur svo atvikalýsing sem hljómar svo: „Atvikalýsing: Lögreglan bjó sig undir mjög fjölmenna veislu Fáfnis­ manna, enda væru þeir að tengjast Hells Angels og búist var við að um 100 manns myndi sækja fagnaðinn og þá um 40 HA meðlimir erlendis frá. Undirbúið var á Keflavíkurflugvelli að vísa þeim frá landi ef þeir mættu. Reiknað var með að það gæti tekið nokkurn tíma að vísa þeim úr landi, eða koma þeim úr landi og því var ákveðið að aðgerðasveit LRH myndi aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við verkið. Ákveðið að aðgerðasveit LRH annaðist gæslu við félagsheimili Fáfnismanna að Gjáhellu 5 frá hádegi þennan dag. Voru lögreglumenn fram­ an við innkeyrslu í húsið og því tryggt að allir gestir sem færu í félagsheim­ ilið fari í gegnum þennan eftirlitspóst lögreglu. Settur var upp eftirlitspóst­ ur á bak við félagsheimilið ef einhver reyndi að komast þar inn. Tryggja átti að náð yrði til allra þeirra erlendu HA félaga ef þeir kæmu á staðinn. Kl. 16:00 sást fjöldi Fáfnismanna inni í félagsheimilinu og var verið að bera inn húsgögn, stóla og borð. Kl. 17:30 var byrjað að grilla utan við hús­ ið, en allt var með kyrrum kjörum. Kl. 20:53 fóru ARM og KHÞ til að ræða við fulltrúa Fáfnis og kynntu þeim nálg­ un lögreglu og eins hvaða heimild­ ir þeir þyrftu vegna veitinga og víns. Kom í ljós að minni aðsókn var á þessa skemmtun þeirra en þeir höfðu bú­ ist við. Fækkað var eitthvað í hópi lög­ reglumanna því ljóst var að lítið yrði úr þessari samkomu. Kl. 23:55 var kom­ in nokkur hreyfing á gestina og fleiri fóru en komu og áætlað var að um 30 til 40 manns væru á staðnum. Kl. 01:05 var eftirliti lögreglu hætt því síð­ ustu gestirnir voru að fara. Talið var að þegar flestir voru í húsnæðinu hafi verið þar um 100 manns, en engin af­ skipti voru höfð af þeim og allt var ró­ legt.“ Ekkert í atvikalýsingu bendir held­ ur til þess að um mótmæli hafi verið að ræða. Þetta vekur því upp spurningar um hugarfar Geirs Jóns og hugarfarið inn­ an lögreglunnar til mótmælenda. Eru mótmælendur viriklega sam­ bærilegir við Hells Angels og/eða aðra skipulagða glæpastarfsemi í huga lög­ reglumanna? Ef svo er, er það þá helsta ástæðan fyrir því að sumir lögreglumenn hafa reynt að nota mótmæli sem ástæðu fyrir því að vopna eigi lögreglu með teiserum og vélbyssum? Það er óhuggulegt hugarfar. Og á meir skylt með fasisma held­ ur en frelsi. n Eru mómælendur sambærilegir við Hells Angels? agnar Kristján Þorsteinsson Af blogginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.