Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Síða 34
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 201434 Lífsstíll Samtalsmeð- ferð við sjálfs- vígshugsunum Samtalsmeðferð er einföld en ár­ angursrík leið til að koma í veg fyrir að fólk í sjálfsvígshugleiðing­ um skaði sig. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Lancet Psychiatry. Vísindamenn fylgdu tíu þús­ und Dönum eftir yfir 18 ára tímabil. Í ljós kom að þeir sem höfðu reynt sjálfsvíg og fengu í kjölfarið samtalsmeðferð hjá fagaðila voru 26% ólíklegri til að reyna sjálfsvíg aftur en þeir sem höfðu reynt sjálfsvíg en ekki feng­ ið meðferð. Að auki voru þeir sem fengu samtalsmeðferðina 38% ólíklegri til að deyja af einhverjum völdum næsta áratuginn. Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Bókajól Bókapúði 11.840 kr með ðurfyllingu Dúkkan Lúlla hjálpar ungbörnum að sofa E yrún Eggertsdóttir er stofn­ andi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins RóRó. Fyrr í vikunni fengu hún og samstarfskonur henn­ ar, Birna Bryndís Þorkelsdóttir og Sólveig Gunnarsdóttir, styrk frá Hönnunarsjóði Aurora til hönnun­ ar umbúða fyrir brúðuna Lúlla, sem og kynningarefnis og þátttöku í vörusýningum erlendis. Ofnæmisprófuð dúkka Lúlla er tuskudúkka úr náttúruleg­ um bómull og fyllt með ofnæmis­ prófuðum örtrefjum. Hún líkir eft­ ir líkamlegri nærveru með mjúkri snertingu og upptöku af hjartslætti og andardrætti. „Við vildum ekki hafa mekanísk hljóð,“ segir Eyrún. „Því fórum við í upptökuver og tókum upp andardrátt og hjart­ slátt jógakennara sem var í djúp­ slökun í tvo klukkutíma. Úr upp­ tökunum fengum við 20 mínútna hljóðbút sem er bundinn saman í báða enda og hægt er að spilað í samtals átta klukkutíma, þang­ að til hún slekkur á sér sjálf. Það er samt hægt að slökkva á henni fyrr en þetta var valið svo hún gæti sof­ ið yfir heila nótt eða heila vakt á spítala.“ Sefur með börnum alla nóttina Lúlla er ólík öðrum mjúkum leik­ föngum með svona hljóðum með­ al annars vegna þess hversu lengi hún spilar hljóðin. „Aðrar dúkkur sem við vitum um spila aðeins í 20–45 mínútur og eru bara ætlaðar sem svæfingartæki, að hjálpa börn­ um að sofna. Okkar dúkka er hins vegar hugsuð til þess að sofa með börnunum til að auka líkurnar á því að þau sofi lengur, ekki bara svo þau sofni. Tilgangur hennar er líka að halda þeim stöðugum í andar­ drætti og hjartslætti á meðan þau sofa.“ Nærvera róar ungbörn Hugmyndin að dúkkunni kemur út frá rannsóknum í sálfræði og lækn­ isfræði sem Eyrún las. „Það eru fjöldamargar rannsóknir sem hafa sýnt fram á það að þegar börn eru í alvöru líkamlegri nálægð við for­ eldri eða í nálægð við þessi andar­ dráttar­ og hjartsláttarhljóð þá kemst meira jafnvægi á hjartslátt og andardrátt þeirra því hann fer að fylgja taktinum sem þau heyra. Það leiðir til þess að þau ná að sofa lengur og betur og ná meiri ró­ svefni. Lengri svefn þýðir líka að taugaþroski eykst og þau þyngjast hraðar. Það eru í raun bara jákvæð áhrif frá því að börn heyri andar­ drátt og hjartslátt. Upphaflega hugmyndin var að gera dúkkuna fyrir fyrirbura, sem eru viðkvæm­ ustu einstaklingarnir og þurfa að vera einir yfir heilar nætur í hita­ kössum. En dúkkan er líka fyrir veik börn eða jafnvel börn sem eiga veika foreldra eða mæður sem hafa verið í keisaraskurði.“ Hjálpar við daglega lífið Dúkkan hefur verið í þróun síðast­ liðin þrjú ár en á þeim tíma hefur komið í ljós að hægt er að nota hana á mjög víðtækan hátt. „Hún gagnast börnum við svefn og hjálpar þeim að sofna. Það er hægt að leggja dúkkuna hjá börnun­ um þegar þau taka sér lúr eða eru í vagninum. Eins er hægt að leggja dúkkuna hjá þeim í bílstólinn. Það eru ótrúlega margar aðstæður þar sem maður er hjá barninu en samt ekki alveg upp við það. Þannig að dúkkan hjálpar til við alvarlegustu tilfellin sem og hið daglega líf.“ Eldri börn nota hana líka Hugmyndin óx yfir prófunartím­ ann og fóru þær hjá RóRó að hugsa um eldri börnin. „ Foreldrarnir sem voru að prófa þetta fyrir okk­ ur voru farnir að leyfa eldri krökk­ um á leikskólaladri að nota hana. Það var þá til þess að hjálpa þeim að sofna, sum börn eiga erfitt með það og eru kannski að vakna á nóttunni. Eins hafði þetta góð áhrif á börn sem eru með tvö heimili. Sum voru að fara í pöss­ un, skipta um rúm eða hætta með snuddu. Það voru alls konar tilfelli sem komu upp og þá var dúkkan svolítið eins og knús. Knús getur nefnilega bætt ýmislegt og gert hlutina betri.“ Styrkurinn mikil viðurkenning Nú er þróunarhlutanum lokið og eru þær að reyna að safna fyrir seinni hluta framleiðslunnar. Þær hafa fengið styrki frá Tækni­ þróunarsjóði og Atvinnumálum kvenna síðustu þrjú árin en nú eru þær að reyna að safna með hópfjármögnun, en styrkurinn frá Hönnunarsjóði Auroru kemur að góðum notum. „Hægt er að styrkja okkur ef farið er inn á roro.is en það var mjög mikilvægt að fá þennan styrk frá Auroru. Eins var það mikil viðurkenning því við höfum alltaf lagt mikið upp úr allri hönnun og útliti á dúkkunni. Það var pælt í öllu, hvaða stærð hún ætti að vera miðað við ungbörn, hversu mikil fylling ætti að vera svo hún væri ekki of mjúk eða of hörð. Að hún liti út eins og manneskja, því börn frá tveggja daga aldri vilja helst horfa á andlit. Bleiki og blái litur­ inn er svo hún henti báðum kynj­ um og bláa hárið er svo hún henti öllum kynþáttum, svo hún sé ekki eins og neinn í rauninni. Auroru­styrkurinn mun hjálpa okkur að styrkja þessi atriði og hjálpa okkur að búa okkur til sér­ stöðu og vörumerki. Til að verja okkur fyrir stuldi. Það fer ofboðs­ lega mikill tími í að þróa svona vöru en það fer ekki mikill tími í að stela henni,“ segir Eyrún að lokum. n n Andar og með hjarta sem slær n Fyrir ungbörn, fyrirbura og leikskólabörn Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is RóRó-teymið Eyrún Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi RóRó, Birna Bryndís Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður og ljósmyndari, og Sólveig Gunnarsdóttir markaðstjóri. Lúlla Dúkkan er með blátt hár svo hún henti öllum kynþáttum og sé ekki eins og einhver sérstakur. Blái og bleiki liturinn er fyrir bæði kynin.„Það eru í raun bara jákvæð áhrif frá því að börn heyri andardrátt og hjartslátt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.