Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Side 7

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Side 7
Góð tengsl MILLI HÁSKÓLANS Á AKUREYRI OG ATVINNULÍFSINS í LANDINU segir Dr. Þorsteinn Gunnarsson rektor Starfsemín hófst með kennslu á tveimur brautum, iðnrekstrar- og hjúkrunar- braut haustið 1987. Það voru samtals 31 nemandi sem hófu nám í þá daga. Há- skólinn á Akureyri var þó ekki stofnaður meö lögum frá Alþingi fyrr en vorið eftir. Áhersla er lögð á hnitmiðað nám sem tengist vettvangi atvinnulífsins og býr nemend- ur undir iíf og starf í ís- lensku nútímaþjóðfélagi. Námsbrautum fjölgar Nú sem fyrr er stefnan ad bjóða upp á nýjungar í hákólanámi á Islandi. Á peim tíu árum sem háskólinn hefyr verið starf- ræktur hafa orðið stórstígar breytingar. - Sjávarútvegsdeildin hóf göngu sína árið 1990 og var það fyrsta raunveru- lega nýjungin í háskólakennslu, en rekstrarfræði hafði verið kennd áður og hjúkrunarfræði við Háskóla Is- lands. Húsnæðið sem háskólinn hafði til afnota, í upphafi voru tvær kennslustofur í íþróttahöllinni og skrifstofuaðstaða fyrir tvo starfsmenn var í Þingvallastræti 23. Fyrstu hjúkrunarfræðingarnir, ellefu talsins voru brautskráðir 1991. Næsta nýj- ungin var stofnun kennaradeildar- innar árið 1993 þar sem boðið var upp á nám til grunnskólakennaraprófs og árið eftir tókum við upp kennslu í uppeldis- og kennslufræði fyrir nem- endur sem lokið höfðu háskólaprófi en vantaði kennsluréttindin. Á síðasta ári hófst síðan kennsla við matvæla- braut innan sjávarútvegsdeildar og leikskólakennarabraut við kennara- deildina. Á tíu ára afmæli heilbrigðis- deildar nú í haust hóf svo göngu sína námsbraut í iðjuþjálfun. í dag stunda samtals 460 nemendur nám við Há- skólann á Akureyri og er heilbrigðis- deildin sú fjölmennasta, en nemend- ur þar eru 150 talsins, segir Þor- steinn. Háskólaumhverfi Akureyri hefur löngum verið nefndur skólabær og þar er háskólaumhverfi í örri próun. í framtíðarskipulagi er gert ráð fyrir byggingum á Sólborgarsvæðinu sem hýsa munu alla starfsemi háskólans. Stefyan er einnig að byggja stúdenta- garða ínálægum íbúðahverfym. - Það var árið 1995 að við fengum af- hent húsnæðið á Sólborg og þá var stjórnsýslan flutt hingað. Sólborgar- svæðið er síðasta óbyggða svæðið í miðri Akureyri og því fylgja 10 hekt- arar lands. Það dugar því til þess að byggja háskóla sem rúmar um það bil 2000 nemendur. Efnt var til sam- keppni meðal arkitekta og á þeim teikningum, sem urðu fyrir valinu liggur fyrir skipulag framtíðarhús- næðis og svæðisins í heild. Við gerum ráð fyrir að Ijúka fyrirhuguðum ný- byggingum, í áföngum á næstu fimm árum. Bókasafn sem og lesstof- ur hafa þegar verið teknar í notkun á Sólborg. Fjórir stúdentagarðar, 50-60 húsnæðiseiningar bæði fyrir einstak- Dr. Þorsteinn Gunnarsson, rekt IÐJUÞJÁLFINN 2/97 7

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.