Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 8
Á Sólborg er ný og
glæsileg aðstaða
fyrir bókasafn og til
lestrar.
BRAUTSKRÁÐIR NEMEND-
UR HÉÐflN ERU VIÐ
STÖRF í ÖLLUM LflNDS-
HLUTUM. VIÐ SEGJUM
ÞAÐ HREINT ÚT, AÐ VIÐ
ERUM AÐ MENNTA FÓLK
TIL ÞESS AÐ AUKA LÍFS-
GÆÐI OG ATVINNULÍF Á
LANDSBYGGÐINNI OG
STÖNDUM OG FÖLLUM
MEÐ ÞVÍ.
linga og fjöldskyldur eru hér á Akur-
eyri. Það hefur reynst auðvelt fyrir
nemendur að fá húsnæði hér og leigu-
markaðurinn virðist tiltölulega opinn.
Þrátt fyrir mikla fjölgun nemenda þá
hafa allir fengið húsnæði án teljandi
vandkvæða. Verið er að undirbúa
frekari byggingar á stúdentagörðum,
sem er auðvitað nauðsynlegt þegar
horft er til framtíðar. Stefnan er sú að
stúdentagarðar verði ekki inni á sjálfri
háskólalóðinni heldur í nálægum
íbúðahverfum þar sem þjónustan er.
Skipulag á gönguleiðum til og frá há-
skólahverfinu liggur fyrir, segir Þor-
steinn.
Að loknu námi
Nemendur sem útskrifast Imfa frá Há-
skólanum á Akureyri eru eftirsóttir til
verknáms og starfa. Markmiðið er að
veita nemendum þá víðtæku fræðilegu
undirstöðu sem gerir þá að háskólaborg-
urum. Unnið er að margvíslegum rann-
sóknum sem auka við þekkingargrunn
þjóðarinnar og bæta hagsæld hennar.
- Það er nánast biðlisti eftir sjávarút-
vegsfræðingum, svo eitthvað sé nefnt.
Það eru engir atvinnulausir kandi-
datar sem sýnir að við erum að bjóða
upp á nám sem hentar mjög vel at-
vinnulífinu. Við viljum þó ekki líta
svo á að ein braut sé tengdari at-
vinnulífinu en aðrar. Nemendur okk-
ar eru eftirsóttir í verknám inni á
stofnunum og í hagnýt verkefni hjá
fyrirtækjum. Þeir stunda verknám
um allt land og lokaverkefni, til
dæmis í rekstrardeild eru unnin úti í
fyrirtækjunum, þannig að nemendur
taka fyrir rauveruleg mál. Það hefur
tvímælalaust jákvæð áhrif fyrir Norð-
urland og alla landsbyggðina að hér
skuli vera háskóli. Tilhneigingin hef-
ur lengi verið sú að nemendur af
landsbyggðinni sóttu suður í nám á
háskólastigi og skiluðu sér illa til
baka. Hér er þetta öfug þróun. VS
tökum á móti nemendum af Reykja-
víkursvæðinu og landsbyggðinni og
margir skila sér aftur út á land að
loknu námi. Brautskráðir nemendur
héðan eru við störf í öllum landshlut-
um. Við segjum það hreint út, að við
erum að mennta fólk til þess að auka
lífsgæði og atvinnulíf á landsbyggð-
inni og stöndum og föllum með því.
Við tökum þetta hlutverk okkar al-
varlega, segir Þorsteinn.
Samstarf við
Háskóla íslands
Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi hvað
varðar samstarf háskólanna tveggja. Nú
þegar á sér stað góð samvinna um fjöl-
mörg verkefni til að mynda fjarkennslu,
fyrirlestra og útgáfu afýmsu tagi.
- Við stofnun háskólans hér mátti þó
merkja ákveðna togstreitu milli há-
skólakennara fyrir sunnan og okkar.
Sumir hverjir óttuðust að nemendur
yrðu teknir frá þeim. Reyndin hefur
orðið sú að samstarf milli háskólanna
er alltaf að aukast og til er samstarfs-
samningur um ýmis sameiginleg
verkefni eins og starfsmannamál,
fjarkennslu, nemenda- og kennara-
skipti, fyrirlestrahald og útgáfumál.
8 IÐJUÞJÁLFINN 2/97