Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 14

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 14
IÐJUÞJÁLFUN VERÐUR ÍSLENSK FRÆÐIGREIN STAÐA OG ÞRÓUN - NÁM Á IÐJUÞJÁLFUNAR- BRAUT HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Guðrún Pálmadóttir. Grein þessi er byggð á erindi fiuttu af höfundi á ráðstefnudegi heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri þann 27. september 1997. Ráðstefnudagurinn var haldinn í tiiefni af 10 ára afmæli deildarinnar, en heilbrigðisdeild var önnur tveggja deilda, sem tóku til starfa við stofnun Há- skólans á Akureyri fyrir 10 árum síðan. Viðfangsefni þessarar greinar er tvíþætt. í fyrsta lagi er fjallað um stöðu og þróun iðjuþjálfunar, bæði á heimsvísu og á íslandi. í öðru lagi er rifjaóur upp aðdragandinn að stofnun háskólanáms í iðju- þjálfun á íslandi og uppbygging og skipulag námsbrautarinnar viö Háskólann á Akureyri kynnt. Frá hugsjón til vísinda Rætur iðjuþjálfunar má rekja næstum því þrjú hundruð ár aftur í tímann. Iðjuþjálfun varð til vegna þess að það voru einstaklingar sem trúðu því að það sem fólk hefði fyrir stafni dags daglega hefði áhrif á heilsufar þess og almenna líðan (Reed, 1993). Fyrir miðja 18. öld ruddi sú hugmynd sér til rúms bæði í Evrópu og Ameríku að nota mætti störf og tómstundaiðju til að flýta fyrir bata geðsjúklinga (Reed, 1993). Þessi hugmynd grundvallað- ist á mannlegri visku, þar sem litið var á manninn sem heild og iðjuþjálf- un þessa tíma taldist til hugvísinda. Þetta var blómatímabil iðju með stað- fastri trú á að maðurinn hefði þörf fyr- ir virkni og að iðja hefði lækninga- mátt. Hlutverk iðjuþjálfa var að gefa honum tækifæri til að stunda iðju (Cl- ark & Larson, 1993; Reed, 1993). í fyrri heimsstyrjöldinni var þessi sama aðferð notuð til að bæta líðan og flýta fyrir bata slasaðra hermanna og tengsl mynduðust rnilli iðjuþjálfunar og læknavísindanna. Upp úr því var iðjuþjálfun skilgreind sem heilbrigð- isstétt undir yfirráðum lækna (Reed, 1993). Þörfin fyrir iðjuþjálfa jókst gífur- lega á tímum síðari heimsstyrjaldar- innar og eftir það breiddist iðjuþjálf- un ört út um heiminn. Miklar fram- farir urðu í líkamlegri endurhæfingu, sem varð til þess að hugsjón gömlu spekinganna hvarf í skuggann og iðjuþjálfar gáfu fyrirmæli um athafn- ir er beindust að ákveðnum sjúk- dómseinkennum (Reed, 1993; Clark & Larson, 1993). Iðjuþjálfar þessa tíma aðhylltust smættarhyggju og urðu sérfræðingar á afmörkuðum sviðum. Oft var því erfitt að sjá mun- inn á iðjuþjálfun og öðrum fræðigrein- um. Þetta var tímabil kreppu í faginu þar sem toguðust á þörfin fyrir heild- arhyggju og iðjusýn annars vegar og þörfin fyrir vísindalega viðurkenn- ingu hins vegar (Clark & Larson, 1993; Kielhofner & Burke, 1977). Undanfarna tvo áratugi hafa iðju- þjálfar verið að endurskoða viðhorf sitt til iðju. Þeir fóru að skrifa, gera rann- sóknir og þróa kenningar og á þann hátt hefur þeim tekist að sanna gildi hinna upprunalegu viðhorfa og að- ferða í iðjuþjálfun án þess að missa niður alla þá þekkingu og reynslu sem stéttin öðlaðist á tímum smættar- hyggjunnar (Clark & Larson, 1993). Afraksturinn er að orðið hefur til ný grein innan félagsvísinda, iðjuvís- 14 IÐJUÞJÁLFINN 2/97

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.