Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Side 17

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Side 17
Námslönd iðjuþjálfa 1995 □ Danmörk ■ Svíþjóö ■ Noregur □ N-Ameríka ■ V-Evrópa ■ Ástralía 4. mynd lenskir iðjuþjálfar hafa því formlega háskólagráðu, sem hefur takmarkað mjög möguleika þeirra til framhalds- náms (Guðrún Pálmadóttir, 1996; Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson, 1996). Aðdragandi að íslensku námi Nám í iðjuþjálfun hér á landi hefur verið fremsta baráttumál Iðjuþjálfafé- lags Islands frá upphafi (Guðrún Pálmadóttir, 1996). Eftirspurn eftir náminu hefur verið rnikil í langan tíma, en sífellt erfiðara verður að kom- ast í nám erlendis. Það var þó ekki tímabært að hefja virka baráttu fyrir námi fyrr en á 9. áratugnum vegna fæðar í faginu. Árið 1988 var skipuð nefnd af Menntamálaráðuneyti til að kanna möguleikana á að koma á fót íslensku námi í iðjuþjálfun og skilaði sú nefnd áliti 1989. Nefndin lagði til að við Háskóla íslands yrði skipulagt 120 eininga nám í iðjuþjálfun er lyki með BS gráðu (Menntamálaráðuneyt- ið, 1989). Þingsályktunartillaga til stuðnings þessari ályktun var sam- þykkt á Alþingi árið 1995. Samstarf hófst milli Háskóla Islands og iðju- þjálfafélagsins 1992 og stóð yfir allt til haustsins 1996 án þess að til veru- legra tíðinda drægi. Ekki náðist sam- staða innan veggja háskólans urn að koma náminu á fót, þrátt fyrir að ýmsir aðilar þar væru því rnjög hlynntir. Reynsla sú og vinna er af þessu samstarfi hlaust átti samt eftir að koma sér vel við undirbúning námsins norðan heiða. Á fyrsta formlega deildarfundi heilbrigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri 1990, var rætt um þann mögu- leika að stofna námsbraut í iðjuþjálf- un við háskólann (Elsa B. Friðfinns- dóttir, Guðrún Pálmadóttir, Her- mann Oskarsson og Snæfríður Þóra Egilson, 1997). Uppihald varð á þess- ari umræðu þar til síðla árs 1994 er þingsályktunartillagan lá fyrir Al- þingi. I mars síðast liðnum hófst svo formlegt samstarf milli Háskólans á Akureyri og Iðjuþjálfafélags Islands, og þann 3. aprfl skipaði háskólarekt- or, Þorsteinn Gunnarsson, starfshóp til þess að móta tillögur um náms- braut í iðjuþjálfun við háskólann, uppbyggingu hennar og skipulag. Starfshópurinn skilaði minnisblaði og greinargerð til háskólarektors 9. maí sem síðan voru lögð fyrir há- skólanefnd þrem dögum síðar, þar sem rektor var falið að vinna að mál- inu. Málið var lagt fyrir Björn Bjarna- son menntamálaráðherra þann 21. maí og lokaskýrslu skilaði starfshóp- urinn af sér 2. júní. Á fundi 9. júní samþykkti háskólanefnd Háskólans á Akureyri að hefja kennslu í iðju- þjálfun innan heilbrigðisdeildar á haustmisseri 1997, fengjust til þess nauðsynlegar heimildir stjórnvalda. Svar menntamálaráðherra barst svo tveim dögum síðar þar sem ráðuneyt- ið veitti leyfi sitt. Iðjuþjálfunarbraut Iðjuþjálfunarbraut Háskólans á Akur- eyri lætur sig varða heilsu og lífsgæði landsmanna og leggur áherslu á að þjónusta iðjuþjálfa sé í boði þar sem hennar er þörf (Elsa B. Friðfinnsdóttir og félagar, 1997). Námið tekur mið af þörfum íslensks heilbrigðiskerfis og fer langt fram úr því að mæta alþjóð- legum staðli. Iðjuþjálfunarbrautin menntar nemendur til BS gráðu í iðju- þjálfun sem jafnframt veitir þeim starfsréttindi sem iðjuþjálfar. Þeir nemendur er ljúka námi í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri skulu hafa tileinkað sér færni og þekkingu IÐJUÞJÁLFINN 2/97 17

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.