Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 20
Grein þessi byggir á fyrirlestri sem fluttur var á 10 ára afmælis-
hátíö heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri þann 27. septem-
þer síöastliöinn. Tilgangurinn með fyrirlestrinum var aö kynna
viðstöddum nálgun og fræöasýn iðjuþjálfa.
IÐJA
Einn heimspekinga þessarar
aldar, Austurríkismaðurinn
Ludwig Wittgenstein, skrifaði
eitt sinn á þá leið, „að þeir hlutir sem
okkur eru mikilvægir séu oft huldir
sjónum okkar vegna þess hversu ein-
faldir þeir eru. Við álítum þá sjálf-
sagða þar til sjúkdómar, fötlun eða
breyttar aðstæður hindra okkur og
koma í veg fyrir að við getum sinnt
venjubundnum daglegum verkefn-
um, okkar daglegu iðju."
(Christiansen, 1993; Snæfríður Þóra
Egilson og Þóra Leósdóttir, 1997).
Skilgreining
á hugtakinu „iðja"
Iðjuþjálfar skilgreina iðju sem athafnir
og verk sem hafa gildi og þýðingu
fyrir einstaklinginn sjálfan og samfé-
lagið í heild. Iðja er því allt það sem
fólk tekur sér fyrir hendur til að ann-
ast sjálft sig, vera nýtir þjóðfélags-
þegnar og njóta lífsins (Elsa Friðfinns-
dóttir, Guðrún Pálmadóttir, Hermann
Óskarsson og Snæfríður Þóra Egilson,
1997). í stórum dráttum má skipta
iðju í þrjú svið og hér fyrir neðan má
sjá dæmi um verk sem falla undir
hvert þeirra:
eigin umsjá störf leikir og tómstundaiöja
snyrting heimilishald barnaleikir
hreinlæti nám íþróttir
fá sér aö boröa umönnun listsköpun
fara um innan húss og utan atvinna þátttaka í félagslífi
1. mynd
(heimildir: Guðrún Pálmadóttir, Kristjana Fenger, Rósa Hauksdóttir,
Sigrún Garðarsdóttir, Snæfríður Þóra Egilson og Þóra Leósdóttir, 1996).
Að vísu er þetta ekki svona slétt og
fellt í raun, heldur er töluverð skörun
á milli sviða. Það að snyrta sig og
greiða hár fellur undir eigin umsjá hjá
okkur flestum, en svo eru sumir sem
hafa slíka iðju að lifibrauði. Oft eru
skilin heldur ekki skörp á milli starfa
annars vegar og leikja og tómstunda-
iðju hins vegar (Primeau, 1996).
Birtingarform iðju
Iðja birtist ýmist sem alvöruþrungið
verkmiðað atferli, sem gleðiríkt skap-
andi atferli og allt þar á milli (Kiel-
hofner, 1993; Primeau, 1996). Það er
hverjum manni nauðsynlegt að ná
ákveðnu jafnvægi í iðjumynstri sínu.
Þetta lýsir sér í því að fólk sem vinnur
mjög formleg störf velur oft tóm-
stunda iðju af ólíkum toga.(Sjá 2.mynd)
Gildi iðju fyrir þroska
og aðlögun
Óhætt er að fullyrða að gildi daglegrar
iðju sé fjölþætt og skipti miklu fyrir
þroska og aðlögun hvers einstaklings.
Ef hennar nyti ekki við væri í raun lít-
ið sem aðgreindi manninn frá dýrum.
Snæfríöur Þóra
Egilson
20 IÐJUÞJÁLFINN 2/97