Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 26

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Qupperneq 26
FRÉTTIR A F FRAMHALDSNÁMI Könnun á viðhorfi til sjálfræðis og forræðis í umönnun aldraðra Síðan í apríl 1995 hafa sjö íslenskir iðjuþjálfar stundað framhaldsnám til meistaragráðu og er það að mestu skipulagt sem fjar- nám. Um er að ræða sam- starfsverkefni Háskóla ís- lands og Florida Interna- tional University í Bandaríkj- unum. Það var Gail Ann Hills, prófessor í iðjuþjálfun sem skipulagði námið í samvinnu við IÞÍ. Nemendur sinna allir störfum samhliða náminu sem áætlað er að Ijúki í mars á næsta ári og eru þeir byrj- aðir að vinna í rannsóknar- verkefnum sínum. Þær Ingi- björg Ásgeirsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Valerie Harris og Sigrún Garðarsdóttir greina hér stuttlega frá loka- verkefnum sínum. Við erum þrír iðjuþjálfar í meistara- námi með öldrunarfræði sem sérgrein. Lokaverkefni okkar munu fjalla um viðhorf þriggja hópa til sjálfræðis og forræðis í umönnun aldraðra. Rannsóknarverkefnin tengjast stærri rann- sókn iðjuþjálfa sem hefur meðal annars verið gerð í Bandaríkj- unum, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. I þessari rannsókn eru notaðir spurningalistar sem voru gerðir af Victor G. Cicirelli við Purdue University í Bandaríkj- unum. Við höfum þýtt og aðlagað spurning- amar að íslenskum að- stæðum. Ætluninerað kanna viðhorf hjá iðju- þjálfum, til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra, hjá öldruðum sem búa utan stofnana á Stór- Reykjavíkursvæðinu og að lokum hjá umsjárað- ilum þeirra og er þá eingöngu átt við uppkomin böm. Auk þess spyrjum við almennra spurninga. Aldraðir og um- sjáraðilar þeirra eru spurðir um mál- efni er snerta heilsufar, fjármál, sjálf- stæða búsetu o.fl. Við vonumst til að í þessari könnun fáist meðal annars aukin vitneskja um, hvað leggja beri áherslu á í þjónustu og umönnun aldraðra. Öldmðum á Islandi fer fjölg- andi og snertir það iðjuþjálfa, þar sem æ fleiri aldraðir munu þurfa á þjón- ustu þeirra að halda. Lykilhugtak í iðjuþjálfun er að styðja fólk til sjálfs- bjargar og sjálfræðis í daglegu lífi. I því felst meðal annars að styrkja einstak- linginn til þess að taka ákvarðanir um málefni er snerta eigin umsjá, sjálf- stæða búsetu og virka þátttöku í sam- félaginu. Við teljum mikilvægt fyrir iðjuþjálfa á íslandi að kynnast viðhorf- um til sjálfræðis og forræðis í umönn- un aldraðra, ásamt því að gera sér grein fyrir eigin afstöðu til þessara mála. Álitið er að viðhorf hafi áhrif á framkomu og samskipti fólks og það hvernig aðstoð er veitt. Nú á tímum kjósa flestir aldraðir að búa sem lengst á eigin heimili og fá aðstoð heim til sín. Yfirleitt eykst þörf fyrir aðstoð og um- önnun með hækkandi aldri, og eftir því sem fólk þarf meiri aðstoð aukast líkurnar á að sjálfræði þess sé ekki virt. Einnig hafa rannsóknir sýnt að stuðn- ingur og umönnun af hálfu fjölskyld- unnar er það sem á stærstan þátt í því að fólk geti búið á eigin heimili sem lengst. Þess vegna er mikilvægt að kanna viðhorf aldraðra og umsjáraðila þeirra til sjálfræðis og forræðis. V0 stefnum að því að leggja spumingalista fyrir þátttakendur fyrir jól. Til þess að niðurstöðumar verði sem áreiðanlegast- ar er milvægt að sem flestir sjái sér fært að svara spurningalistunum, þar á meðal iðjuþjálfar. En eins og áður var 26 IÐJUÞJÁLFINN 2/97

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.