Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 28
KLÚBBURINN GEYSIR
/
Fountain House d Islandi
Anna Guörún
Arnardóttir
Anna Valdemars-
dóttir
Þær Anna Guörún Arnardóttir
og Anna Valdemarsdóttir,
iöjuþjálfar tóku þátt í alþjóö-
legri ráöstefnu um Fountain
House sem haldin var í Gauta-
borg síöast liöiö sumar.
Alþjóðleg samtök
Fountain House var upphaflega
stofnað í New York fyrir um það bil 50
árum síðan. Fyrsti vísirinn að samtök-
unum varð til um 1940 þegar sjúkling-
ar, sem höfðu verið á geðdeild í N.Y.
tóku sig saman og hjálpuðu hvorum
öðrum að finna atvinnu, húsnæði og
leiðir til þess að uppfylla félagslegar
þarfir og gerast þannig virkir þáttak-
endur í samfélaginu. Hópurinn kall-
aði sig WANA (We Are Not Alone).
Árið 1948 urðu þáttaskil þegar hópur-
inn festi kaup á húsi þar sem allir
hjálpuðust að við að gera það sem
þurfti. I bakgarðinum var gosbrunnur
og þannig varð nafnið „Fountain Hou-
se" til. Sagan hefur síðan endurtekið
sig og í dag eru starfandi 340 klúbbar
í 22 löndum, meðal annars á öllum
Norðurlöndunum. Síðustu árin hafa
verið stofnaðir um það bil 25 nýir
klúbbar á ári. Allir þessir klúbbar eru
hluti af alþjóðlegum samtökum og
fylgja ákveðnum gæðastöðlum. Á
nokkrum stöðum í heiminum eru
þjálfunarstöðvar fyrir Fountain Hou-
se. Þar eru haldin námskeið þar sem
farið er yfir hugmyndafræðina og
hvernig daglegt starf gengur fyrir sig.
Þegar nýr klúbbur er stofnaður eru
sendir fulltrúar starfsfólks og félaga
í þriggja vikna þjálfun og einn úr
styrktarfélaginu í eina viku. Þegar
starfsemin er komin í gang eru full-
trúar sendir af og til í þjálfun til að
halda þessari sameiginlegu alþjóð-
legu hugmyndafræði lifandi. Einnig
eru starfandi ýmsar nefndir á veg-
um alþjóðasamtakanna þar sem full-
trúar eru frá öllum heimshornum.
Þannig eru öflug tengsl á milli
klúbba um allan heim. Ein þessara
nefnda er gæðanefnd sem ferðast á
milli klúbba og fer yfir starfsemina
og gefur síðan út ítarlega skýrslu um
hvað sé í góðu lagi og hvað megi bet-
ur fara. Hver klúbbur þarf að upp-
fylla ákveðnar gæðakröfur til þess að
fá viðurkenningu frá alþjóðasamtök-
unum ICCD (International Center
for Clubhouse Development).
Starfsemi
Eitt af því erfiðasta í starfi okkar iðju-
þjálfa á geðdeildinni er það þegar
sjúklingar eru búnir að vera í þjálfun
er oft ekkert sem tekur við. Skrefið út
í samfélagið er fyrir marga óyfirstíg-
anlegt þegar fólk er búið að vera lengi
í vernduðu umhverfi og hefur lítið
þurft að takast á við ábyrgð, skipu-
lagningu og ákvarðanatöku. I
Fountain House er unnið að því að
brúa bilið milli stofnunar og samfé-
lags. Þar er fólk ekki lengur sjúkling-
ar heldur félagar og allir bera sam-
eiginlega ábyrgð á daglegum rekstri.
28 IÐJUÞJÁLFINN 2/97