Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Side 37
koma með beinum hætti að samn-
ingsgerðinni og er það vel. Það eru
flestir á einu máli um að þrátt fyrir
þetta aukaálag, þá hafi þessi vinna
haft margt gott í för með sér og hefur
ýtt við yfirmönnum stofnana og okk-
ur sjálfum. Það er ekki ónýtt að fá
tækifæri til að ræða mál eins og starfs-
mannastefnu, skipurit og starfslýs-
ingar iðjuþjálfa við yfirboðarana.
Þetta er aðeins upphafið að breyttum
tímum, starfið er rétt að hefjast.
ÍWf® A N£WU
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur
/ / /
milli Iorðanefndar IÞI og Islenskrar málstöðvar
urn að birta íðorðasafn iðjuþjálfa í orðabanka á
Netinu. Orðabankinn var kynntur á málþingi í
haust og þar voru flutt erindi frá nokkrum
höfundum íðorðasafna, þar á meðal íðorðanefnd IÞÍ. Vinna við hönnun
tölvukerfis fyrir bankann hófst í janúar 1996. Markmiðið með samstarfi af
þessu tagi er að orðanefndir og aðrir höfundar orðasafna fái netaðgang í
sérhönnuðu tölvuskráningarkerfi, sem er hluti af hugbúnaði orðabankans
og ætlaður til skráningar, vinnslu og varðveislu á orðasöfnum. Orðasöfiiin
birtast síðan í svokölluðum birtingarhluta, opnum hverjum þeim er aðgang
hafa að Interneti. I tilefni af degi íslenskrar tungu var orðabankinn opnaður
formlega af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og er hann þar með að-
gengilegur almennum notendum.
. MffflNG ommmt ez-
http://www.ismal.hi.is/ob/
0
M
ÍSLENSK MÁLSTÖÐ
Islensk mátnefnd - Hiskóli íslands
Heimild:
Starfsmat og frammistöðumat í nýju
launakerfi, skýsla til miðstjórnar BHM
eftir Birgi Björn Sigurjónsson og
Vigdísi Jónsdóttur, návember 1997.
Fyrir hönd kjaranefndar,
Rósa Hauksdóttir
Sigríöur Kr. Gísladóttir
IÐJUÞJÁLFINN 2/97 37