Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 2
tv i JÓWIÍÍíWi * ★ ★ ★* * Guöni Þór Ólafsson, Melstaö Það vitaflestir, oghafa kannski reynt. Þegar égfór að sjá og heyra auglýsingar umjólin snemma í nóvember var ég staðráðinn í að leiða þær hjá mér. Ég var staðráðinn í aðjólaskapið mœtti ekki komafyrr en í fyrsta lagi í desember, helst ekkifyrr en svona viku eða tíu dögum fyrir jól. Þá skyldi éghrökkva ígírinn ogvera svo í hátíðaskapi sem aldreifyrr þegar hátíðin gengi í garð. Þangað til cetlaði ég að loka úti allar hugsanir sem tengdust jólum. Margtfer öðruvísi en œtlað er. í glugganum fyrir framan mig logar kertaljós. Milt og hlýlegt, smátt og viðkvæmtfyrir harkalegri umgengni og áreiti af einhverju tagi. Fátt tekur þessu Ijósi þó fram í fegurð. Áður fyrr var kertaljós í glugga fastur siður á jólanóttinni. Ekki til að lýsa, heldur til að sýna að það voru haldin jól á bænum. Til hátíðabrigða. Til vitnisburðar. Tilaðgleðja. Það var líka lítið Ijós sem boðaðifyrstjól. Stjarna á himni, ein afmilljónum, en nógu björt til að skera sig úr og leiða í Ijósfrelsara manna. Kærleika Guðs til manna. Sigur lífs yfir myrkrinu. Ég œtlaði ekki að tendra þetta Ijósfyrr en nærjólum. Ég ætlaði ekki að skynja boðskap þess fyrr en á hátíðinni sjálfri. En svo rann uppfyrir mér að þessi boðskapur er sístæður og verður að vera vakandi afl. Alltaf. Hann er ekki bara hátíðapunt, Þegar égfer að velja gjafir handa ástvinum, og það reyni ég að gera snemma, tekst valið best ef gjöfm getur túlkað þennan boðskap á einn eða annan hátt. Kærleika til náungans. Gleði lífsins. Væntingar okkar til jólanna verða stundum miklar. En margtfer öðruvísi en ætlað er. Þaðgeta komið þeir tímar að okkurfmnst nær óhugsandi að halda gleðilegjól. Þá erujólin ekki söm ogfyrr. En boðskapur þeirra ogeðli er þó óbreytt. Og þá er í raun gott aðjólin koma hvað sem hver segir, og minna á sig með voldugum kœrleika, sem er öllum góðum gjöfum meiri. Með voldugu Ijósi sem er allri Ijósadýrð bjartari. Jólin eru kannski þér erfiður tími, en hugsaðu þá til þess, hvar þú værir ef þú hefðir ekki jólin. Sérstaklega þegar þú átt erfiða tíma og væntir kannski einskis. Við erumfyrir löngu hœtt að þurfa að kveikja á kerti til að lýsa í skammdeginu. Rafmagnið sérfyrir því. Enfátt er beturfallið til að koma okkur í gott skap en logandi kertaljós, færa okkur nær því að fmna kyrrð og frið og velvild ígarð allra manna. Það sem við viljum að einkenni jólin. Til að svo megi verða þarf hugur okkar að vera opinnfyrir þörfum annarra allt árið, hverja stund. Margtfer öðruvísi en ætlað er. Stundum er það til góðs. Guð gefi þér opinn hug til að taka á móti gleðilegum jólum. Guðni Þór Ólafsson, Melstað Samstaða Ályktar um réttindi atvinnulausra Atvinnuleysisbætur eru mikilvæg réttindi launafólks og þær eru til komnar vegna langrar baráttu verkalýöshreyf- ingarinnar. Hér á landi hefur ungt fólk sem orðið er 16 ára notiö allra réttinda í stéttarfélögum, í lífeyrissjóðum, hjá atvinnuleysistryggingum, í sjúkra- og fræðslusjóðum o.s.frv. f samræmi við þátttöku sfna á vinnumarkaöi. Þær hugmyndir sem félags- málaráðherra hefur kynnt um skerðingar á bótarétti ungs fólks eru í algerri andstöðu við grundvallarregluna um áunn- inn rétt. Það er alvarlegt ef stjórnvöld æda þannig að mismuna fólki og brjóta á því mannréttindi, sá hópur ungs fólks sem um ræðir hefur áunnið sér réttindin hvort sem það býr í heimahúsum eða ekki. Verður næst farið að borga fólki minni bætur ef það býr í eigin húsnæði ? Stéttarfélagið Samstaða hafnar alfarið hugmyndum félagsmálaráðherra um að taka út einn hóp þeirra sem eru án atvinnu og skerða bætur hans. Það er mikið óréttiæti og myndi ekki skila hagnaði fýrir neinn. Sljórnvöld verða að setja meira fjármagn til virkra vinnumarkaðsaðgerða sem hjálpa fólki gegnum það mikla böl sem atvinnuleysi er fyrir þá sem fýrir því verða. Norðurljós - Kveiktu á perunni Ykkar eldmóður er ykkar áhugasvið -Ykkar eldmóður er þar sem ykkar áhugasvið er, sagði Ásdís Guðmundsdót- tir starfsmaður Atvinnumá- la kvenna í upphafi fyrsta fundar af þremur sem átta aðilar á Norðurlandi vestra stóðu fyrir í síðustu viku undir yfirskriftinni: Norðurljós - kveikjum á perunni. Voru fundirnir liður í alþjóðlegri athafnaviku víða um heim en tilgangurinn er m.a. að benda á að lausn vandamála felst í athafnasemi og að allir geta lagt hönd á plóg við að færa ffam eitthvað jákvætt til samfélagsins. Einnig er markmiðið að koma af stað öflugri hugmyndavinnu þar sem unnið er með tækifæri og möguleika á svæðinu. Fundarstaður fýrsta fund- arins var á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki og þangað mættu tæplega 20 manns. Dagskrá fúndarins var á þann veg að fýrst ræddi Ásdís Guðmundsdóttir um þá þætti sem einkenna frumkvöðla og þar komu orð eins og - eldmóður - orka - trú á sjálfúm sér - jákvæð hugsun og þrautseigja - svo nokkur séu nefnd. Effir það var þátttakendum skipt í hópa þar sem unnið var með hugmyndir sem fram komu. Skagafjörður____ Útsvar íhæstu hæðum Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sfnu f síðustu viku tillögum um að útsvarsprósenta í Sveitarfélaginu Skagafirði verði hæsta leyfilega gildi vegna ársins 20 iO eða 13,28%. Stúlknakór Alexöndru ÁFrost- rósatón- leikunum Alexöndru Chernyshovu var boðið að taka þátt í Frostrósatónleikunum sem haldnir verða í Skagafirði 7. og 8.des. ásamt nemendum sínum. Þrennir tónleikar verða haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði. Um tuttugu stúlkur verða fúlltrúar Söngskóla Alexöndru á tónleikunum og er það bæði heiður og um leið ævintýri fýrir stúlkurnar að taka þátt í svona stóru verkefni. Reynslusaga ffumkvöðuls var næst á dagskrá og þar fræddi Kristján Blöndal, annar eigandi Kjalfells á Blönduósi, viðstadda um reynslu sína af því að stofna og reka fyrirtæki. Auk þess að benda á að slíkt verkefni sé langhlaup í sjálfu sér þá lagði hann m.a. áherslu á sveigjanleika og að vera alltaf að skoða nýja möguleika. í lok fundar kynntu fúndarboðendur þá þjónustu og möguleika sem felast í þeirra störfúm en allir sinna þeir aðstoð við ffumkvöðla á Norðurlandi vestra og aðra þá sem vilja stofna fyrirtæki eða standa fýrir viðburðum. Blaðamaður: Páll Friðriksson pall@leykir.is Forsíðumynd: ÓHArnar Brynjarsson Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Bitstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir gudny@feykir.is feykir@feykir.is Simi 455 7176 Prófarkalestur. Karl Jónsson Áskrift& dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7176 feykir@feykir.is Umbrot & prentun: Nýprent ehf. Jólablaðið erprentað I 3600 eintökum og er dreiftfrittiöllhúsi Skagafirði og í Húna- vatnssýsium. Hjónin á forsiðunni eru í eigu Hólmfriðar Guðmundsdóttur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.