Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 7
María Kristín Magnúsdóttir skóhönnuóur Skóáhuginn kviknaði snemma Mana Krist'n Magnúsdóttir hefur starfað sem skóhönnuður frá þvf að hún útskrifaðist frá Cordwainers College sem er í dag London College of fashion árið 2001. Áhuginn á skóm og skóhönnun kviknaði þegar Mana var ung að árum og segir hún aðspurð að það hafi aldrei komið til greina að læra neitt annað. Maria hefur frá þvf fyrr á árinu starfað sem sölumaður hjá Sjávarleðri og er því flutt til Sauðárkróks. Jólablaðið forvitnaðist örlítið um Mariu, skóna hennar og jólahefðir. Upphaflega frétti Feykir af komu Maríu til Sauðárkróks í gegnum sögur af þvi að fyrir utan hjá henni væru raðir af konum að versla skó, en María flutti með sér lager af skóm og ökklaböndum. Konur eru jú og verða sjúkar í skó. Sjálf smitaðist María af skóáhuga sínum ung að árum. -Bæði amma og mamma áttu ofboðslega mikið af fallegum og vönduðum skóm. Ég hef alltaf verið veik fyrir vönduðum skóm, helst úr leðri, útskýrir María og hlær. -Amma mín var klæðskeri og var því hrifin af tísku og vandaðri hönnun eins var hún í mjög litlu númeri eða númer 35. Mamma átti líka mikið af tískuskóm og stígvélum og ég dundaði mér oft í botninum á fataskápnum hjá þeim að skoða skó, bætir hún við. Endanlega segist María hafa tekið ákvörðun um að læra skóhönnun þegar hún var 11 ára gömul en þá þegar var hún byrjuð að teikna og hanna skófatnað. -Ég á í fórum mínum skóteikningar frá því að ég var barn. En það er svo skrítið að ég teiknaði alltaf bara skó, ekki föt eða neitt annað. María er landsbyggðar- stelpa í húð og hár fædd og uppalin í útjaðri Selfoss en síðustu ár hefur hún búið í Reykjavík þar sem hún rak verslanirnar Verksmiðjuna og Emblu sem voru verslanir sem •** ^ ★ ★ ★ JóttMiM 7 seldu vörur íslenskra hönnuða í Reykjavík. -Síðan ég kláraði námið þá hef ég verið meira og minna í skóbransanum. Að hanna skó fyrir önnur merki og fyrirtæki og síðar fyrir mig sjálfa auk þess að standa í verslunarrekstri. Síðan eftir að kreppan kom hafa verksmiðjurnar sem María framleiddi í lokað og öll þróunarvinnan varð fyrir bi svo að María sá fram á að búðinni yrði lokað vegna vöruskorts og síðan hefur hún verið að selja úr skólínu sinni í aðrar verslanir en hennar eigin. - Það koma um 30 mismunandi verksmiðjur að því að framleiða einn skó og þegar þær góðu fara að týna tölunni getur ferlið orðið flóknara og verri framleiðsla fyrir vikið. Ég tók því þá ákvörðun að vera ekki að framleiða á meðan ástandið er svona ótryggt, útskýrir María. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg hugmyndina á bak við margar verksmiðjur á bak við einn skó alin upp í nágrenni við skóverksmiðju á Akureyri. Ég spyr því nánar út í þetta. -Já, í dag eru verksmiðjurnar svo sérhæfðar. Það er ein sem sérhæfir sig í hælum, önnur í rennilásum í skóm, sú þriðja í sólum, enn ein í sniðum og svo framvegis og síðan er öllu sameinað í verksmiðjuna sem skórnir eru settir saman. En þú hefur ekkert velt því fyrir þér að fara að framleiða þína skó hér heima á íslandi? -Ég hef alveg hugsað um það en ég játa að ég hef svo sem ekki kafað neitt ofsalega djúpt ofan í þau mál. Ég veit ekki einu sinni hvaða tæki og tól eru til á landinu til þess að fara að framleiða skó. SérþekJdngin til að framleiða skó er þó til staðar hér á landi og þá hér fyrir norðan. Ég þarf hreinlega að kynna mér þetta betur, svarar María og á fasi hennar má lesa að hún útilokar elckert. En hvernig skildi það hafa komið til að María endaði hér á Sauðárkróki að selja skinn og roð fyrir Sjávarleður? -Ég hef verið að nota roð héðan síðan ég var í náminu því ég gjörsamlega heillaðist af hráefninu þegar ég kynntist því fyrst. Þegar Gunnsteinn hringdi og bauð mér vinnu var ég því nokkuð fljót að taka ákvörðun. Enda stóð ég eins og svo margir á ákveðnum tímamótum í þessari kreppu. Sá fram á að eiga hvorki verslun til þess að selja vörur né geta látið framleiða fyrir mig þar sem verksmiðjurnar sem voru að framleiða fyrir mig í Kína voru að loka, svarar María. -Ég er komin með mikla þekkingu á roðinu, eiginleikum þess og kostum og það var það sem Gunnsteinn sá sem kost í því að fá mig í vinnu. Ég með minn bakgrunn sem hönnuður get því ráðlagt UPPSKRIFTIR -Ég nota aldrei nákvæma uppskrift heldur slumpa ég og slampa saman í réttina. Rauðkálshöfuð, smjörklípa, niðursneytt beikon og epli. Allt soðið saman og smakkað til með rifsberja- eða bláberjasultu. Látið sjóða þangað til það er orðið alveg mjúkt. Ég læt þetta alltaf malla alveg lengi. -Dill, sýrður rjómi, majónes, sterkt sinnep, hunang og púður- sykur. Eins og áður slumpað og slampa saman og smakkað til. Best að útbúa þetta daginn áður svo sykurinn verð búin að jafna sig og sósan að taka sig. V21 þeyttur ijómi 2 egg (Skilja eggjahvítur og rauður að) 2 msk. sykur 1 stórjarðarberjadós 6 blöð matarlím Byrja á að skilja jarðarberin og safann frá og stappa jarðar- berin. Setja matarlímið í kalt vatn. Þeyta eggjahvíturnar og svo rjómann. Hella vatninu af matarlíminu - setja í pott og látið bráðna yfir gufú. Eggjarauður og sykur þeytt saman, jarðarberjasafanum bætt út í og matarlíminu hellt í mjórri bunu og þeytt vel. Síðan eru jarðarberin sett út í og rjóminn á eftir og hrært varlega saman. Eggjahvitum bætt út í og hrært rólega saman. Sett í skál og látið stífna í kæli í 24 tíma.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.