Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 5
. *.* ** • • J, Það er eitthvað viö jólin sem kemur viö barnió í okkur öllum. Um stund gleymum við áhyggium og sleppum okkur í verslun jólagjafa, bakstri og skreytingum. Jóíablaðið sendi út póst vítt og breytt um héraðið og forvitnaðist um jólahald héraósbúa. in min jóhanna E. Pálmadóttir Akri í Húnavatnshreppi Fjölskyldan saman besta jólagjöfin Hvað kemur þér í jólaskap? -Vetrar- snjór, kanil- og negullykt, jólalög og tilhlökkun til jólanna í faðmi fjölskyldunnar. Svo þegar krakkarnir eru komnir heim í jólafrí og foreldrar mínir komnir norður til okkar, þá geta jólin komið. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Ekki er það nú alltaf. Einu sinni urðum við fyrir óhappi hér í nóvember. Skipta þurfti öllu innbúi út og endurnýja alla liæðina. Við fluttum inn daginn fyrir Þorláksmessu, bakaðar voru þrjár smákökusortir í hvelli ásamt jólaísnum og pakkað inn gjöfum. Hér hjálpuðust allir að. Þetta eru dásamlegustu jól sem ég man eftir á mínum fullorðinsárum. Allir heilir heima um jólin. Efst í huga okkar var þakklæti fyrir að allir voru saman þessi jól. Sönn jólahátíð í bæ. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -White Christmas með Bing Crosby. Yndislegt lag. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Besta jólagjöfin er að fjölskyldan sé öll frísk og njóti jólanna saman. Hvað gefur þú margar jólagjafir? -Eitthvað u.þ.b. fimmtán ef ég tel rétt. Bakar þú fyrir jólin? -Já, alltaf. Oftast eiga það að verða örfáar sortir en endar alltaf í að bakaðar eru sömu sortirnar. Helga dóttir mín hefur stjórn á hvað eigi að baka og breytingar á þessu sviði eru ekki henni að skapi. Allir vilja fá „sína" sort. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Mömmukökur og súkkulaðibita- kökur tengdamóður minnar (þegar þær heppnast). Rakel Runólfsdóttir sveitarstjórnarkona Húnaþingi vestra Bóndinn sér um jólabaksturinn Hvað kemur þér í jólaskap? -Ég kemst I would like to buy the world a Coke. ekki í almennilegt jólaskap fyrr en ég hef séð gömlu Coca cola auglýsinguna Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Nei, það er mikið að gera hjá mér í desember í fjárhagsáætlunargerð fyrir sveitarfélagið mitt fyrir utan hefðbundna vinnu. Ég hengi upp jólaseríur í byrjun desember, en ég er yfirleitt frekar sein með aðrar skreytingar og jólagjafainnkaupin. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -Snjókorn falla með Ladda. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Mig langar í nýja diskinn með Hjálmunum og svo finnst mér ómissandi að fá eina bók, Arnaldur Indriðason er í uppáhaldi hjá mér. Ég á bæði eftir að lesa Myrká og Svörtuloft. Hvað gefur þú margar jólagjafir? -19. Bakar þú fyrir jólin? -Nei, maðurinn minn sér um bakstur og matargerð fyrir jólin. Égsé um desertinn á aðfangadag og að opna Macintosh dollurnar. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Súkkulaðibitakökurnar hjá eiginmanninum og Kossarnir hennar mömmu. Ég má ekki gera upp á milli. Arnar Freyr Frostason nemi og meólimur Bróöur Svartúlfs Hræri klunnalega í glögginu Hvað kemur þér í jólaskap? -Þessi hugljómun kemur vanalega yfir mig þegar ég vaki og aðrir sofa, og ég veit fyrir víst að morgundagurinn verður frávik frá rútínu vetrarins. Heimkoma bróður míns vegur einnig þungt. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Minn undirbúningur fyrir jólin felst einfaldlega í því að Ijúka skólaönninni af alefli, hreinsa samviskuna, koma heim áhyggjulaus og hafa þ.a.l. fullan rétt á því að sinna minni mestu ástríðu; gera ekkert, léttklæddur (nema mamma skipi mér að gera það). Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -Happy Xmas (War is Over) með John Lennon er allavega það lag sem ég setti á repeat þegar ég var lítill snáði, og get enn hlustað á. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Bamalega hluti sem ég sjálfur er of snauður til að eyða í og góðar bókmenntir. Hvað gefur þú margar jólagjafir? -U.þ.b. einn tug. Þessir heppnu einstaklingar ættu að leggjast á bæn með mér um þyngd desember- uppbótarinnar. Bakar þú fyrir jólin? -Ég malla i mesta lagi kókó í pott og hræri klunnalega í jólaglögginu. Hver er uppáhalds smákökusortin þín ? -Einhversortsemmammatóknýlega upp á því að baka. Ég veit ekki hver hráefnin eru fyrir utan súkkulaðibita, en þær bragðast allavega eins og ást á skítugum bar. \ l Bjarki Árnason, kennari Hofsósi Jólahjól jólalag allra jólalaga Hvað kemur þér í jólaskap? -Þegar ég skoða skóladagbókina mína og sé að það séu fáar vikur fram að jólum. Þá kemst ég í jólaskapið. Byrjar |ui snemma að undirbúa jólin? -Ég er nokkuð rólegur hvað það varðar. í fyrra var ég reyndar örugglega með þeim fyrstu, þar sem kennararnir skreyttu fyrir okkur fjölskylduna meðan við vorum erlendis og þegar við komum heim um miðjan nóvember var húsið skreytt jólaskrauti og seríum, innan sem utan. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -Við segjum Jólahjól með Sniglabandinu. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? -Það er ekkert sérstakt á listanum þetta árið. (Fótboltaferð á Anfield á leik hjá Liverpool!) Hvað gefur |iú margar jólagjafir? -Þær eru ansi margar, enda komin mörg systkinabörn hjá mér og konunni minni. Bakar þú fyrir jólin? -Nei, en ég er rosalega hjálpsamur við að borða það sem konan bakar. Þar er ég að standa mig. Hver er uppáhalds smákökusortin þín ? -Vanilluhringir eru í lang efsta sæti á mínum lista.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.