Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 31

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 31
★ hátíð Ijóss og friðar Séra Gunnar i góðum félagsskap þeirra Örvars og Hákons sem héldu tombólu í haust til styrktar RKÍ. Að láta gott af sér leiða Jólin eru Jólin eru hát'ð Ijóss og friðar, auk þess sem flest okkar líta á jólin sem hát'ð fjölskyldunnar, samveru, góðra gjafa og matar. Jólablaðið hafði samband við séra Gunnar Jóhannesson á Hofsósi, en hann er einnig formaður Skagafjarðardeildar Rauða kross íslands. Við spurðum með hvaða hætti þeir sem aflögufærir eru geti látið gott af sér leiða fyrir þessi jól. -Við getum öll látið gott af okkur leiða með margvíslegum hætti. Það er auðvitað misjafnt hvað fólk getur leyft sér í þessum efnum. En það er ekki er til stærri gjöf en sú sem gefin er af kærleiksríkum hug og heilu hjarta - hversu „lítiT sem hún kann að virðast. Gjöf sem mætir þörfum fólks verður ekki metin út frá umfangi eða magni. Fólk sem á þess kost að láta eitthvað af hendi rakna getur snúið sér í fleiri en eina átt. Deildir Rauða krossins taka að sér að miðla áfram gjöfum þangað sem þeirra er þörf. Hjálparstarf kirkjunnar tekur einnig við persónulegum framlögum fólks og kemur þeim í góðar þarfir. Þá má einnig minna á starf Mæðrastyrksnefndar sem fólk getur stutt með framlagi sínu. Þá má minna á sóknarprestinn, sem gjarnan er í aðstöðu til að miðla áfram góðum gjöfum til þeirra sem þurfa þeirra með. Gunnar, nú eru margir sem eiga erfitt fyrir þessi jól sökum fjárhagslegra erfiðleika. Margir þeirra bera kannski harm sinn í hljóði og vilja ekki leita hjálpar. Hvernig geta vinir og aðstandendur þessa fólks náð til þeirra og veitt aðstoð án þess að fara yfir hið svokallað „strik“? -Við megum aldrei láta nein „strik‘j raunveruleg eða ekki, standa í vegi fyrir því að við bjóðum öðrum hjálp - ef hjálpar er þörf og það er á okkar færi að hjálpa. En svo áköf þurfum við heldur ekki að vera að við göngum á sjálfsvirðingu og reisn fólks. Hér skiptir máli að lesa rétt í aðstæður og tilfinningar og finna liðsinni okkar viðeigandi farveg. Höfum í huga að það er mörgum erfiðara að biðja um aðstoð en að þiggja aðstoð. Látum vita að við viljum hjálpa og spyrjum af kærleika með hvaða hætti við getum hjálpað. Stundum er líka einfaldast að sýna vilja sinn í verki. Kannski getur það falist í því að mæta með svuntu og bökunarvörur og taka þátt í smákökugerð; eða koma með eitt hangikjötslæri. Eða einhverju allt öðru! Hvað með okkur sem eigum pening aflögu eða jafnvel óslitin spariföt sem börnin eru vaxin upp úr. Hvert eigum við að snúa okkur sem viljum láta gott af okkur leiða? Hvað með matvöru, kökur og fleira sem hægt að gefa? Hvert á þá að fara með varninginn? -Hægt er að snúa sér til þeirra sem ég nefndi áðan. Hjálparstarf kirkjunnar tekur við matvörum og fatnaði sem og Mæðrastyrksnefnd. í stað matvöru væri einnig hægt að gefa peninga til deilda Rauða krossins sem yrði aftur úthlutað í formi matarúttekta. Nú þekkjum við flest einhvern sem hefur misst ættingja eða ástvin á árinu eða jafnvel skilið og stendur frammi fyrir því að eyða jóiunum í fyrsta sinn án ástvina. Hvernig er hægt að nálgast og aðstoða þá sem eru í þessum sporum? -Já! Jólin eru ekki síst tími sem við eigum með ástvinum okkar. Helgi jólanna snertir við okkur með svo sérstökum hætti og vekur svo margt gott í okkur sem skilar sér inn í samskiptin við ástvini okkar. Þeir fá aukið vægi. Með sama hætti minna jólin okkur á það ef ástvin okkar vantar. Jólin gera fjarveru ástvinar sérstaklega þungbæra því sjaldan er jafn ljóst en einmitt á þessum tíma að einhvern vantar. Hér má minna á hið margkveðna, að góðvild og kærleikur •** * ★ ★ Jiiil Í1 er fyrst og fremst dyggð hjartans, ekki handanna. Það sem ég á við er að oft varðar meira um að vera heldur en að gera. Nærvera og hlýja miðlar dýrmætum stuðningi. Lofið fólki að fínna að þið eruð til staðar. Stundum teljum við best að vera ekki of mikið fyrir. Það kann að eiga við. En betra er að umgangast vini sína og ættingja með eðlilegum hætti þrátt fyrir allt og fara ekki hljóðlega í kringum það sem gerst hefur, heldur vera til staðar og styðja og hlusta með þeim hætti sem okkur er unnt. Eru að þínu mati margir sem þurfa aðstoð fyrir þessi jól? -Já. Hvort sem það eru jól eða ekki þá eru of margir sem þurfa aðstoð í okkar samfélagi. Þvi miður eykur tími jólanna oftar en ekki á þörf þeirra. En að sama skapi - og sem betur fer - gera jólin einnig marga næmari en ella fyrir neyð náungans. Eru það fleiri en undanfarin ár? -Já. Ég held að það fari ekki framhjá neinum. Sú breyting sem orðið hefur á efnahag landsins hefur orðið til að íjölga í þeim hópi. Allir finna fyrir þeim þrengingum sem ganga nú yfir með einum eða öðrum hætti. Þeir sem stóðu höllum fæti fyrir eiga enn erfiðara uppdráttar nú en áður. Eitthvað að lokum? -Ég vona að fólk sníði jólunum sínum viðeigandi stakk. Mörgum finnst að jólin séu ekki jól nema allur ytri umbúnaður sé réttur og samkvæmt venju. Ytri umbúnaður er sannarlega góður og gildur en hefur fátt að segja ef innri umbúnaður er lítill eða enginn. Það var ekki mikið skraut í fjárhúsinu hin fyrstu jól. Enda var þess ekki þörf. Jólin eru hátíð þess ljóss, friðar og vonar, sem birtist í barninu í jötunni, sem fæddist, dó og reis upp frá dauðum til að við mættum lifa. Sú gjöf stendur okkur öllum til boða. Við þurfum bara að þiggja hana. Guð gefi okkur gleðileg jól. Skagfirðingar, Húnvetningar og aðrir nærsveitamenn Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viöskiptin á árinu. Skoöunarstöðvar okkar eru á Blönduósi, Hvammstanga, Sauöárknóki og Siglufinöi, Nánani upplýsingan enu á heimasíðu Fnumhenja www.fnumhenji.is íét% Qtd&ííét rY//rvO' Ósízum öCCum gCeðíCegrajóCa ogfarsœCcCar á nýju árí, ýöCCum cjóoa jóátttöfzu íjercfum sumarsíns oq víðCurðacCegínum 15. ágúst. Á STURLUNGASLÓÐ í SKAGAFIRÐl

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.