Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 3
 mnm i Ferðaþjónustan á Hólum Auglýsa eflir minjagripum tengdum Hólum Ferðaþjónustan á Hólum auglýsir eftir tilboðum um nýjar vörur sem tengjast Hólum í Hjaltadal og yrðu til sölu á staðnum sem minjagripir. Minjagripurinn þarf að vera af heppilegri stærð og gerð fyrir ferðafólk til að taka með sér, en fyrst og fremst þarf hann að hafa tengingu við Hóla í sögu og/ eða samtíð. Bæði handgerðir og fjöldaframleiddir gripir koma til greina. Þeir, sem hafa áhuga eru beðnir að senda sýnishorn/ frumgerð af vörunni ásamt stuttri greinargerð um hvernig hún tengist Hólum, upplýsingar um fjölda/magn sem hægt er að framleiða og verðhugmynd, fyrir 15.janúar2010. Ferðaþjónustan á Hólum áskilur sér rétt til að taka og/eða hafha öllum tilboðum. Nánari upplýsingar veitir Claudia Lobindzus í síma 455 6333 eða á netfanginu booking@ holar.is. Nýja Kaupþing - Arion banki Mótmæla lokun á Hofsósi Þá Nýi Kaupþing banki, nú Arion banki, tilkynnti í síöustu viku um fækkun útibúa á landsbyggðinni en meðal útibúa sem verður lokað er útibú bankans á Hofsósi. Byggðarráð Skagafjarðar mótmælti á fundi sínum í síðustu viku áformum þessum. í ályktun ráðsins segir; „Byggðarráð mótmælir áformum um lokun afgreiðslu bankans á Hofsósi, ekki síst í ljósi þess að engin önnur bankaafgreiðsla er á staðnum. Lýsir ráðið undrun á að gripið sé tO þessara aðgerða hjá ríkisbanka sruttu áður en nýir eigendur taki við rekstri hans. Þjónusta bankans hefur haft mikla þýðingu fyrir íbúa svæðisins og bent er á að langt er i næstu bankastofnanir. Byggðarráð skorar á srjórn bankans að endurskoða þessi áform þar sem þau munu án efa leiða til fækkunar viðskiptavina og ólíklegt að þau skili bankanum þeim fjárhagslega ávinningi sem stefnt er að. Verði lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka að veruleika skorar byggðarráð á aðrar bankastofnanir að opna afgreiðslu á staðnum og stuðla þannig að góðri þjónustu við íbúa þessa víðfeðma svæðis." Kristin, Iðunn og Kolbrún imyndatöku að lokinni keppni. Mynd: Norðanátt.is Húnaþing vestra Órion vann til verð- launa í Stílnum 2009 Félagsmiðstöðin Orion á Hvammstanga gerði góða ferð suður á keppnina Stílinn 2009 og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Þær Iðunn Berta, Kolbrún Lára og Kristfn Karen eru allar í 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra og kepptu fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Órion. Eins og áður er unnið út frá ákveðnu þema og er þema keppninnar í ár var endur- vinnsla. Feykir óskar Órion til ham- ingju með árangurinn Óskum Skagf irðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári FLOKKA H Borgarteigur 12 550 Saudárkrókur Sími 453 5000 flokka@flokka.is Flokka er móttökuaöili fyrir allan úrqang sem fellur tifviö rekstur heimila og fyrirtækja. Flokkun og endurvinnsla úrgangs er framtíöin! Sjá opnunartima á www.flokka.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.