Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 24

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 24
.**•*.* ;mjwmibb*.v*v* Heimsókn aó Miklabæ Einstök samvinna varö aö fallegri altaristöflu I sumar var vígd ný altaristafla í kirkjunni á Miklabæ en taflan er forláta bútasaumsteppi sem nokkrar listakonur í sókninni sátu við og saumuðu. Verkið tók þrjú ár og er listilega vel gert. Jólablaðið heimsótti séra Döllu og forvitnaðist um söguna á bak við teppið, vinnuferlið og örlítið um jólahald prófastsins. Það er bjartur og fallegur nóvemberdagur er blaðamann ber að garði. Dalla kemur brosmild til dyra og handtakið er hlýtt og þétt. Við göngum til stofu og komum okkur þægilega fyrir. Ég spyr Döllu hvernig það hafi komið til að ákveðið var að hafa altaristöfluna með þessu óhefðbundna sniði? -Mig hafði dreymt um þetta lengi en hugmyndin kviknaði hjá mér árið 1983 þegar ég fór á þing Alkirkjuráðs sem eru alþjóðleg samkirkjuleg samtök. I fundarsalnum var risastórt bútasaumsteppi sem mér fannst svo fallegt. Það var í fallegum litum og hafði verið saumað af konum. Mér þótti bæði teppið og hugmyndin á bak við það svo falleg að ég man að ég hugsaði með mér að þetta ætti vel heima í kirkju. Á þessum árum hafði ég þó enga kirkju sem svona teppi gæti átt heima í svo hugmyndin lagðist í dvala, útskýrir Dalla. Dalla og Agnar bjóða alltaf upp á aðalbláber að vestan í eftirrétt um jól. Uppskriftin er einföld. Frosin berin eru sykruð og þeim síðan hrært saman við þeyttan rjóma. Síðan er möndlu komið fyrir í berjunum áður en þeim er skipt niður í skálar. Dalla segir að fjölskylda Agnars sendi þeim alltaf bertil að hafa á jólunum og að Agnar leggi blátt bann við því að berin séu notuð fyrir jólin. -Ef ég set ber á köku þarf ég alltaf að fullvissa hann um að þetta séu ekki jólaberin, segir Dalla og hlær. -------¦-¦--¦¦mmtmmm^^^^tf^ *• Þremur árum síðar kom Dalla sem sóknarprestur að Miklabæ. Kirkjan á Miklabæ var ung en hún var vígð árið 1973 og er Dalla þriðji presturinn sem þar hefur þjónað. Áður höfðu þar þjónað séra Sigfús J Árnason og síðar Þórsteinn Ragnarsson. Það er í hinni nýju kirkju sú eldri brann með svo til öllum munum sem henni tilheyrðu. Segir Dalla að þegar byggingu kirkjunnar hafi verið lokið hafi fjármunir verið á þrotum og því hafi verið brugðið á það ráð að hafa stóran kross að baki altarinu í stað hefðbundinnar altaristöfiu. -Sem var vel við hæfi og gildir krossinn fyllilega sem altaristafla enda er hann okkar sterkasta tákn um sigur lífsins, útskýrir Dalla. Sjö ára meögöngutími Dalla segir að það hafi síðan verið fyrir um sjö árum síðan sem hún fór aftur fyrir alvöru að hugsa um að hrinda í framkvæmd þeirri hugmynd sem hafði blundað með henni öll þessi ár. Að fá konur til þess að sauma bútasaumsteppi sem fengi það hlutverk að vera altaristafla. -Það var ekki síður hugmyndin að baki töflunnar og sú samvinna sem hún boðaði sem mér þótti mikils virði. Ég ákvað því að færa þessa hugmynd mína í tal við konur og strax var ég ákveðin í því að engin væri betur til þess fallin að vera verkstýra verksins en Svanhildur Pálsdóttir á Stóru- Ökrum. Svanhildur, eða Svana eins og hún er kölluð, er lærður textílkennari auk þess að hafa þetta í sínum genum, en móðir hennar Helga Friðbjörnsdóttir, er mikil hannyrðakona. Svana tók strax mjög vel í þessa hugmynd mína og við fórum í framhaldinu að skoða ýmsar bækur um bútasaum en mér fannst heillandi að teppið yrði byggt upp með myndum úr biblíusögum í bland við sögur úr okkar daglega lífi hér í sveitinni. Svana fór strax að teikna upp á blað hvað myndimar ærtu að vera margar, hvað teppið ætti að vera stórt og svo framvegis. Síðan litaði hún myndina og má segja að teppið sé ótrúlega líkt þessu frumrissi hennar, segir Dalla. Svana á svipaða sögu og Dalla; -Hún sagði mér frá því að þegar hún var stödd í einhverjum útlöndum með mömmu sinni hafi þær komið inn í kirkju þar sem stórt bútasaumsteppi hékk uppi þar sem gylltur kross var saumaður á fiólubláum grunni. Hún heillaðist algjörlega af þessum bútasaumi og ekki síður litunum og sagði að það hefði verið engu líkara en krossinn stigi fram. Hún hafði því látið sig dreyma um að sauma svona teppi og setja upp. Þaðan kemur því miðjan á teppinu nema hvað að ég lagðist gegn því að notast yrði við fjólubláa litinn í miðjunni. Fjólublár er í okkar kirkju litur föstu og sorgar og því fannst mér betur við hæfi að hafa miðjuna græna enda er græni liturinn langmest notaður á kirkjuárinu. En að öðru leyti held ég að þær konumar hafi náð fram þessum áhrifum með krossinn, útskýrir Dalla. Dalla segir að þær hafi strax gert sér grein fyrir að vinnan við teppið yrði mjög mikil og því var ákveðið að leita aðeins til þeirra kvenna sem vitað var til að hefðu lagt stund á bútasaum. Fóru konurnar að hittast fljótlega eftir jólin 2006 og á endanum fór það svo að sjö konur ákváðu að taka verkið að sér. Settur var á einn saumafundur í viku en þangað mættu þær konur sem gátu í það og það skiptið. Verkinu miðaði því alltaf eitthvað áfram. Síðan fór hver með sitt stykkir heim og hélt áfram að vinna í því þar fram að næsta saumafundi. Teppið er því unnið með margskonar handbrögðum; handsaumað, vélsaumað, bróderað og svo framvegis. Þá lágu þær yfir sniðum, teikningum litum og

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.