Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 27

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 27
 Jólin í augum barnanna ¦^mmtn; „Ég man ekki hvaö hann heitir en veit aö hann er lítill" Fjölmiðlahópur Árskóla tók viótal við hluta 1. bekkjar Árskóla við Freyjugötu en við hittum krakkana í Árvist. Krakkarnir voru hressir og skemmtilegir og gaman að tala við þá, þó kom á óvart að aðeins einn vissi af hverju við hölclum jólin. Mikael Birgir Sigurbjörnsson Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Til að fá pakka. Hvað langar þig í jólagjöf? -Mig langar í Benten bílabrautina. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Stekkjastaur. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Opna pakkana. Ingimar Ólafsson Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Ég bara veit það ekki. Hvað langar þig í jólagjöf? -Mjög margt og mikið. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Margir, næstum þvíallir. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Skreyta ogopna pakkana. Viktor Kárason Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Af þvf að pabbi á afmæli. Hvað langar þig í jólagjöf? -Fjarstýrðan bát. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Stekkjastaur. Af því að hann gefur mér alltaf Playmobile. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Að fara útað leika. Þorgrímur Svavar Runólfsson Aldur: 5 ára Af hverju höldum við jólin? -Til að fá jólasveinana. Hvað langar þig í jólagjöf? -Fiska. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Allir. Hvað er það skemmtilegasta víð jólin? -Gjafirnar. Helena Erla Árnadóttir Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Útaf þvf að Jesú á afmæli á jólunum. Hvað langar þig í jólagjöf? -Sfma. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Kertasníkir. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Þegar við fáum pakka. Stefanía Hermannsdóttir Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Veit það ekki. Hvað langar þig í jólagjöf? -Pet Shop. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Stekkjastaur, af því að hann gaf mér blöðru í skóinn. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Að klappa kisu. Andrea Maya Chirikadzi Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Mér bara dettur ekkert íhug. Hvað langar þig í jólagjöf? -Bara eitthvað skemmtilegt. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Hurðaskellir. Af því að hann skellir hurðum. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Að vera hjá ömmu ogafa íjólamat. Birta Silvía Ómarsdóttir Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Til að fá pakka. Hvað langar þig í jólagjöf? -Trampólín, af því að það ergaman að hoppa. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Ég man ekki hvað hann heitir en veit að hann er lítill. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Að fá pakka. Þórður Ari Sigurðsson Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Kannski útaf jólasveinunum? Hvað langar þig í jólagjöf? -Bíl sem er með fjarstýringu. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Kertasníkir. Útaf því að hann er hrifinn af kertum eins og ég. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Opna gjafirnar. Berglind Gísladóttir Aldur: 6 ára Af hverju höldum við jólin? -Ég veit það ekki. Hvað langar þig í jóTagjöf? -Dúkkuföt. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? -Stúfur. Hvað er það skemmtilegasta við jólin? -Opna pakkana.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.