Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 33

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 33
Gjafir til handa þeim sem eiga allt en vilja gjarnan eitthvað gómsætt < ★ * ★ ★ * * mmi 5í Gómsætt í jólapakkann Þaö getur verið þrautinni þyngra aö finna jólagjafir handa afa og ömmu eöa smágjöf handa vini sem hefur reynst manni vel á árinu. Ekki er svo auðvelt í dag að finna ódýrar gjafir og eins langar manni oft að gefa eitthvað sem lögð hefur verið vinna í. Væri ekki tilvalið að gefa þessu fólki fallegar krukkur með sultu, heimagerðu rauðkáli, hummus eða súrsuðu grænmeti? Eins er tilvalið að baka jólabrauð og skella með í litla körfu og allt í einu er komin þessa fína gjöf sem gæti glatt meira en “búðarkeypt” konfekt eða sokkapar. Krukkurnar og eða körfurnar má síðan skreyta afkostgæfni og jafnvel láta fylgja með heimagerð listaverk frá börnunum. Þær færustu geta heklað ofan á krukkurnar eða dúk í botninn á körfunni. Við hinar getum látið okkur nægja að kaupa fallegar servíettur og skella í botninn eða klippa til ofan á krukkurnar. Jólablaðið fann til nokkrar hugmyndir til þess að koma ykkur af stað. Heimalagað Rauðkál 1 stk. rauðkálshöfuð, um 1 kg 50-75 gr. smjör 1 tsk. salt 3 stk. negulnaglar 4 stk. piparkorn 1/2 tsk. pipar 1 msk. rauðvínsedik 2 msk. rifsberjahlaup 1 dl. hindberjasafí 1 stk. epli 1/21 vatn Skerið rauðkál og epli smátt. Bræðið smjörið í stórum potti og látið rauðkál og epli krauma í því í nokkrar mínútur. Bætið kryddi, ediki, rifsberjahlaupi, vatni og saft saman við. Setjið negulnagla og piparkorn í grisju, þannig að auðvelt sé að fjarlægja að suðu lokinni. Látið þetta krauma undir loki í um 45 mínútur, eða þar til kálið er orðið mjúkt. Hrærið öðru hverju. Bætið örlitlu vatni út í ef þarf. Súrsað grœnmeti 1 gúrka, skorin í V2 sm þykkar sneiðar 2 rauðar og 2 gular papnkur, fræhreinsaðar og skornar í sneiðar 1-2 gulrætur, skornar í sneiðar 500 gr. laukur, skorinn íþunnar sneiðar 100 gr. gróft salt 5 dl. eplaedik 1 dl. vatn IV2 msk. dillfræ 1 tsk. sellerífræ 1 tsk. gul mustarðskorn V2 tsk. svört piparkorn 1 dl. jómfrúarolía Allt grænmetið er sett í skál ásamt saltinu og svo miklu vatni að rétt fljóti yfir, hrært þar til saltið er uppleyst. Farg lagt ofan á og látið standa yfir nótt á svölum stað. Grænmetið skolað vel í rennandi vatni en síðan er sem mest af vökva pressað úr því og það þerrað með viskastykki eða eldhúspappír. Sett í heitar, dauðhreinsaðar krukkur. Edik, vatn og krydd sett í pott, hitað að suðu og látið sjóða í um 5 mínútur. Kælt ögn og olíunni hrært saman við. Hellt í krukkurnar og hrært örlítið með sleifarskafti til að eyða loftrýmum og dreifa kryddinu sem best. Ef lögurinn þekur ekki grænmetið þarf að sjóða ögn meira og hella yfir. Krukkunum lokað vel og þær geymdar í a.m.k. hálfan mánuð, en grænmetið ætti að vera óhætt að geyma í eitt ár. Súrscet paprika og laukur 12 paprikur (rauðar, grænar og gular) 6 laukar Lögur: 5 dl. edik 650 gr. sykur 1 msk. salt Þvoið paprikuna og fræhreinsið. Paprika og laukur skorin niður í litla bita. Sett i skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Látið standa í 10 mín. Hellið vatninu af. Lögur soðinn úr ediki, sykri og salti. Paprika og laukur sett út í og soðið í 12 mín. Sett í hreinar krukkur og lokað með þéttu loki. Norskt jólabrauð V2 bolli smjör 2 bollar mjólk V2 bolli vatn 8bollar hveiti 2 pakkarger V2 bolli sykur 2 tsk. salt V2 tsk. kardimommur 2 bollar þurrkaðir ávextir Mjólk Bræðið smjörið ásamt mjólk og vatni. Setjið 4 bolla af hveiti í stóra skál ásamt þurrefnunum og blandið við smjörblönduna. 1 dl. sykur 50 gr. smjörliki eða smjör 1 msk. kakó 0,5 dl. hveiti 0,5 dl. síróp 75 gr. Ijóst súkkulaði til þess að hjúpa konfektið Hellið sykri, sírópi, kakói, hveiti og smjörlíki í pott. Látið þetta sjóða við lágan hita og hrærið i, þar til þetta er orðið þykkt. Hellið blöndunni á plötu klædda bökunarpappír. Skerið í bita á meðan þetta er ennþá hálf volgt. Brjótið súkkulaðið í bita og bræðið það yfir vatnsbaði. Penslið konfektið með súkkulaðinu. MESÍO CoJllfáJ COIO öfimfifiuu Útbúið á Þorláksmessu, sett í fallega flösku og þá geta amma og afi hitað sér te með morgunmatnum á Jóladag eða þegar þau gæða sér á góðgæti úr körfunni góðu. Betra þó að benda þeim á að geyma teið í ísskápnum. 5 negulnaglar 1-2 kanilstangir 1 tepoki 1 Itr. epiasafí 4 dl vatn 1 tsk. hunang Allt látið í pott og hitað að suðu, smakkað til og kryddað meira ef þurfa þykir. Sett á fallegar flöskur þar sem börnin hafa jafnvel teiknað á límmiðann og skellt í gjafakörfu. Hrærið þurrkuðum ávöxtum saman við og bætið við afganginum af hveitinu. Hnoðið deigið og látið lyfta sér í klukkustund. Mótið í tvo brauðhleifa og burstið með mjólk. Látið þá lyfta sér í 45 mínútur. Bakið við 190 gráður í 30 til 40 mínútur. Hummus Kjúklingabaunamauk borðað með brauði eða lambakjöti. 2-3 msk. ólífuolía Safí úreinni sítrónu (3-4 msk.) 1 miðlungs hvítlauksgeiri 1/4 b. Tahini (sesamsmjör) 500 gr. kjúklingabaunir Kjúklingabaunirnar þarf að leggja í bleyti í 12 klst. og sjóða i 2 klst. Setja allt í blandara nema kjúklingabaunirnar og mixið. Bætið kjúklingabaununum saman við ásamt örlitlu af soðinu. Sett í krukkur og geymt í kæli þar til það er gefið. fíldan sttttarfclag facrir fclagsmönnum sínum, scm og íbúum öllum á ‘Doröurlandi ocstra, bcstu óskir um glcöilcg jól og farsild á komandi árí

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.