Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 25

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 25
MYND PÉTURINGI fleiru. Engin smáatriði fóru á teppið án mikillar umhugsunar og yfirlegu. -Við ákváðum í upphafi að hafa engan eindaga á verkinu heldur láta það ráðast. Við lágum mikið yfir helgisiðafræðum og hug- myndafræðiívinnslunnisjálfri. Fundarstaðirnir voru hér í safnaðarheimilinu, á hótelinu hjá Svönu, í Varmahlíðarskóla og í Héðinsminni. Konurnar skiptust á að koma með eitt- hvað með kafBnu og nokkrum sinnum var verið með langa laugardaga þar sem komið var með súpu eða eldað. Úr varð því mikil og góð samvera þó svo að ég hafi ekki alltaf getað verið með, segir Dalla. Sannkallaó alþýðulistaverk Dalla segir að mikill sprettur hafi verið settur í verkið undir lokin en teppið var sýnt í fyrsta sinn í fimmtugsafmæli Döllu sem haldið var upp á 5. júlí 2008 -Ég var með samverustund í tilefni dagsins og þar sem margir voru orðnir spenntir að sjá teppið ákváðum við að sýna þar sem búið var. Stundin byrjaði með söngvastund í kirkjunni og þegar henni var lokið fóru konurnar með teppið upp á loft og flettu því í sundur renning, fyrir renning og sagan á bak við teppið var sögð. Fyrst kom bara í ljós þunnur renningur en loks var það þarna í allri sinni dýrð. Eftir það tók við lokatörn í vinnslu teppisins og segir Dalla að þær konur hafi vakið nokkrar vor og sumarnætur á meðan teppið var klárað. Stundum var stoppað ef konurnar voru ekki alveg sammála um liti og samsetningu og eins þurfti að gjörhugsa og reikna boðungana utan með teppinu sem eru nákvæmlega eins báðum megin. Kostaði þetta mikla natni og yfirlegu og voru konurnar hvattar áfram af ást sinni á verkefninu. í upphafi kostaði kirkjan efnið en mest af því kom á endanumfrákonunumsjálfum. Kvenfélag Akrahrepps gaf * * w* , *★ ★ ★ * Í5 ram Þessa forláta dúka keypti Dalla á kirkjuþingi í Brasilíu, nánar tiltekið í héraði sem heitir Curitiba. -Það var einmitt í þessu héraði sem einhverjir af þeim íslendingum sem héldu til Brasilíu settust að. Þingið var haldið þarna í háskóla og einn daginn komu þarna nokkrar konur og voru að selja handverk sitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið afkomendur íslendinganna en mér þótti handverkið kunnuglegt. Dúkana set ég þvíalltaf upp á jólum þó svo að mér finnist litimir ekki fallegir en í þeim er sambland af einhverju framandi og heima. Sem barn drakk ég í mig sögur Brasilíufaranna þarsem segirfrá nokkrum Norðlendingum ogævintýmm þeirra. stunguna á teppinu en ákveðið var að senda það í stungu þar sem það yrði einfaldlega of mikið verk að vinna það heima. Það voru síðan tveir eiginmenn kvennanna þeir Jóns Sigurðsson á Ökrum og Kristján Jósepsson á Hjalla sem smíðuðu lista og hengdu teppið á vegginn. Það er ljóst að þarna fer sannkallað alþýðulistaverk og að líkindum munum við samtíðarfólkið átta okkur að fullu á því þvílíkt þrekvirki vinnan að baki altaristöflunni er auk þess að þarna hafi verið fengnar tO verksins alþýðulistakonur úr sveitinni en ekki þekktur listamaður. -Ég er mjög stolt af konunum. Bæði af þeirri samvinnu sem þarna fór fram og eins því að þær skyldu þora þetta og nenna að gefa sér tíma. Þetta er verk sem við getum öll verið mjög stolt af, segir Dalla. Konurnar sjö bróderuðu að loknu verki fangamerkin sín aftan á teppin. Jólalegt aö eiga bananabrauö Það er ekki hægt að kveðja prófastinn án þess að forvitnast örlítið um jólaundirbúninginn á Miklabæ. -Hann er alltaf aðeins á seinni skipunum. Ég er ekki ein af þeim sem er búin að öllu fyrir einhvern ákveðinn tíma þó ég ætli mér það oft, segir Dalla og brosir. -Mér hefúr þó einu sinni tekist það. Þá var ég í námsleyfi og skaust hingað norðurtvo effirmiðdaga og kláraði það sem ég þurfti að gera. Eins reyni ég að vera tímanlega í að kaupa gjafirnar því við eigum allt okkar fólk í burtu og þurfum því að senda gjafirnar frá okkur. Að því loknu reyni ég að gefa mig að því sem ég á eftir hér heima. Mér fmnst algjör draumur að vera snemma búin að skrifa ræðurnar fyrir jólin og geta notið þess að gefa mér tíma í að baka fyrir jólin og sitja við að skrifa jólakortin í stað þess að hlaupa í þau verk og enda þau með fljótaskrift. Þetta er svo góður og fallegur tími. Þegar fer að skyggja njótum við jólaljósanna frá nágrönnunum og þá er svo notalegt að dunda sér heima í sínu hlýja eldhúsi. Þegar strákarnir voru litlir þótt mér draumur að vera að hlusta á útvarpið á meðan lesið var úr nýjum jólabókum samhliða því að dunda við jólaundirbúning. Bakar þú mikið ? -Nei, ekki get ég sagt það. Ég baka svona þrjár til fjórar sortir og ekkert endilega þær sömu. Sumt baka ég þó alltaf eins og piparhnetur sem er gömul uppskrift og síðan er ég oft með kókoskökur. Eins þykir mér jólalegt að eiga bananabrauð þó svo að ég baki það oft annars. Synir Döllu og Agnars koma heim um jól og segir Dalla að jólamaturinn sé hefðbundinn, hamborgarhryggur og nýr lambahryggur. Síðan er ætíð messa í Miklabæ klukkan 23 á aðfangadagskvöld. Alls sinnir Dalla nú sjö sóknarkirkjum og segir hún að jólin séu því mikill annatími. En hvernig skyldi messusókn vera? - Hún er góð. Um jól koma svo margir heim til að eyða hátíðunum með mömmu og pabba og því eru fleiri á bæjunum. Það verður því notalega stund þar sem allir hittast, segir Dalla að lokum. MYND TIL VINSTRI Konumarsem saumuðu teppið. Fremri röð í.v.: Sigríður Garðarsdóttir, Miðhúsum, Hulda Ásgrímsdóttir, Stóru-Ökrum II. ogAuður Friðriksdóttir Réttarholti. Aftariröð f.v.: Anna Kristinsdóttir, Hjalla, Sara Regína Valdimarsdóttir, Frostastöðum, Svanhildur Pálsdóttir, Stóru-Ökum I. og Bryndis Pétursdóttir, Sunnuhvoli.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.