Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 29
★
■ »■•***-**. * JðMMRH M
Vestfirskar hveitikökur
Góöar meö hangikjötinu
Gróa Haraldsdóttir eða
Gógó eins og hún er alltaf
kölluð, er fædd og uppalin
á Flateyri við Önundarfjörð
en þar borða menn vest-
firskar hveitikökur á jólum
í stað hins hefðbundna
laufabrauðs sem við Norð-
lendingar þekkjum.
-Einu sinni var þetta bara
bakað fyrir jólin og kynslóðin
íyrir ofan mig drýgði þær með
kartöflum en ég geri það ekki
mömmu minni til mikillar
gleði, segir Gógó og hlær. -Eru
þær eins mjúkar, spyr hún
alltaf með áhyggjutón, bætir
hún við.
Hveitikökurnar eru lagðar
á kaffiborðið innan um smá-
kökurnar og terturnar og
má segja að þær séu mitt
á milli soðna brauðsins og
flatkökunnar. Hveitikökur eru
bornar fram annað hvort með
smjöri og osti en jólalegastar
eru þær með hangikjöti, eins
líka er gott að hafa reyktan lax
eða silung.
Gógó bakar alltaf hveiti-
kökur úr kilói af hveiti.
Vestfirskar hveitikökur
1 kg. hveiti
8 tsk. lyftiduft
2 msk. sykur
2 tsk. salt
150 gr. smjörlíki
7 dl. súrmjólk
2egg
Fimm hundruð grömm af
hveiti fara í vélina auk alls hins
og er það hrært saman. Hin
fimm hundruð grömmin eru
sett á borðið og hnoðuð saman
við grunndeigið. Úr þessu verða
15-17 kökur. Byrjað er á því að
skipta deiginu upp og það siðan
flatt út og kökur mótaðar með
millistórum disk.
Þvi næst þarf að stinga þær
vel með gaffli og síðan eru
þær steiktar á þurri pönnunni
en ég tek engan tíma heldur
baka þær sitt hvorum megin
þar til þær eru farnar að taka
góðan lit. Fyrir þá sem ekki
þekkja hveitikökur má benda
á að þær eru ekkert ósvipaðar
Nanbrauði í útliti.
Aðspurð segist Gógó ekki
verða vör við að jólaundir-
búningur sé með öðru sniði
á Sauðárkróki en á Flateyri.
-Fyrir utan hveitikökurnar er
þetta allt mjög svipað, segir
hún.
Þau Gógó og Pétur Björns-
son eiginmaður hennar hafa
búið á Sauðárkróki í eitt og
hálft ár en nú er svo komið að
þau missa núverandi húsnæði
sitt um áramót og eru ekki enn
komin með þak yfir höfúðið.
-Við kunnum öll rosalega
vel við okkur hér og viljum
gjarnan vera áffam þannig að ef
einhver veit um húsnæði handa
lögregluvarðstjóra og fjölskyldu
hans þá má viðkomandi sko
alveg hafa samband, segir Gógó
að lokum og hlær.
^H
Er með vörur frá Georg Jensen, Rosendahl,
Ritzenhoff og Cult, sem er handunnin sænsk vara.
Saltkristalslampa, keramik, glervörur, skartgripi o.m.fl.
10% afsláttur fyrir eldri borgara.
Verslum íheimabyggð
BLÓM & GJAFAVARA
Blönduósi - Sími:452 4643 - Gsm:895 8325
Pöickum frábærar viðtöbur
Vantar ykkur hressa
og ferska rafvirkja
Nýlagnirjoftnet, tölvulagnir
og viðgerðir á heimilstækjum.
Allt milli himins og jarðar
til sjávar og sveita
Erum með heildarlausnir
í öryggismyndavélakerfum.
Einnig GSM vélarnarvinsælu.
Gerumföstverðtilboð.
PARDUS : Hofsósi : C 453 7380 / 863 1288 : Netfang rafmagn(g)pardusehf
STOЙ
VERKFRÆÐISTOFA
í 20 ár
AÐALGÖTU21•550 SAUÐÁRKRÓKI
SÍMI 453 5050 • FAX 453 6021
www.stodehf.is stod@stodehf.is
KÆRLEIKSKULAN
2009
Kærleikskúlan verður til sölu
í Blóma- og gjafabúðinni
fró 5. - 19. des.
/Vy/
Starfsfólk Blóma- og gjafabúðarinnar
opið frá kl. 11.
Mikið úrval af fallegri gjafavöru
ngum